Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 7
Úrslit: Handbolti Konur: HK - Haukar: 29-29 Grótta - FH: 36-25 Karlar: FH - Grótta: 27-24 Haukar 2 - Selfoss: 26-32 Körfubolti Konur: Haukar - Fjölnir: (miðv.dag) Hamar - Haukar: 69-73 Karlar: Valur - Haukar: 90-59 Næstu leikir: Handbolti 18. jan. kl. 18.30, Ásvellir Haukar 2 - Grótta (1. deild karla) 18. jan. kl. 20, Austurberg ÍR - FH (1. deild karla) 18. jan. kl. 20, Kaplakriki FH - Valur (úrvalsdeild kvenna) 18. jan. kl. 20.30, Ásvellir Haukar - Fylkir (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti 18. jan. kl. 18.30, Ásvellir Haukar - Breiðablik (1. deild karla) 21. jan. kl. 20, Valshöllin Valur - Haukar (úrvalsdeild kvenna) www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 17. janúar 2008 Íþróttir Leiðrétting Í grein um Ásfjall var sagt að höfundur héti Reynir Ingi - bergsson. Rétt er að Reynir er Ingibjartsson og er beðist vel - virðingar á mistökunum. Lið Hafnarfjarðar er sett á laggirnar af helstu íþrótta afreks - mönn um Hafnar fjarðar, þar sem íþrótta mennirnir koma saman og vilja hafa góð áhrif á börn og unglinga, hvetja þau til að æfa íþróttir og hugsa vel um sig. Fyr ir myndir skipta miklu máli fyrir ungt fólk, við vitum það sjálf og því viljum við láta gott af okkur leiða. Aðalmarkmið Liðs Hafnar fjarðar er að auka íþróttaiðkun barna og ungl inga, ásamt því að kynna allar íþróttagreinarnar sem í boði eru í Hafnarfirði. Við viljum vekja athygli á því hvað þarf til að ná árangri í íþróttum, svo sem hollt mataræði, að æfa vel, að hugsa vel um líkamann og að segja NEI við vímu efnum. Við munum halda uppi virkri heimasíðu þar sem við munum blogga um það hvern - ig gengur og fleira. Einnig munum við setja inn alla æfinga - tíma fyrir allar íþrótta - greinarnar, aug lýsa at - burði, leiki og mót, setja inn úr slit og fleira. Við íþrótta - menn irn ir munum reyna að vera meira áber andi og virkari innan íþrótta starf sem - innar í Hafnarfirði og reyna að hvetja börnin með okkur. Við viljum að börnin prófi sem flestar íþrótta greinar í þeirri von að þau finni eitt hvað við sitt hæfi og haldist lengur í íþrótt unum, en það er stað reynd að íþróttir eru besta for vörn in gegn vímu efn um og öðrum vanda málum. Í dag eru í Liði Hafn ar fjarðar Ás geir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson hand bolta kappar, Daði Lár us son fótbolta mað ur, Björn Þorleifsson tai kwondo kappi, Helena Sverris dóttir körfu bolta kona, Silja Úlfars dót - tir og Þórey Edda Elís dóttir frjáls íþróttakonur og Örn Arn - ars son sund kappi, en við erum að fjölga í hópnum. Endilega kíkið á heimasíðuna okkar www.lidhafnarfjardar.is en Ásgeir og Logi ætla að blogga um gengi sitt á EM í hand - boltanum á næstu dögum. Einnig má þess geta að við erum að leita að styrktaraðilum í þetta verk - efni. Höfundur er frjálsíþróttakona í Liði Hafnarfjarðar. Lið Hafnarfjarðar stofnað Silja Úlfarsdóttir Samtökin 60+ Hafnarfirði standa fyrir baráttufundi um félagsmál eldri kynslóðarinnar og verður Jóhanna Sigurðardóttir aðal ræðumaður fundarins. Fundurinn verður að Strand - götu 43 og hefst kl. 11 en auk Jóhönnu kynnir Guðmundur Rúnar Árnason, formaður fjöl - skylduráðs stöðu öldrunarmála í Hafnarfirði og Gunnar Svavars - son, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir frá framlögum til öldrunarmála. Boðið verður upp á súpu í há - deginu en fundinum lýkur með pall borðsumræðum. Allir eru vel komnir á fundinn á meðan hús rúm leyfir. Baráttufundur með Jóhönnu Þekkir þú staðinn? Kíktu í Hafnarborg og skoðaðu myndina betur. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.