Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. janúar 2008
9% fleiri
komu í Fjörð
Alls voru gestakomur í
verslunarmiðstöðina Fjörð 1,6
milljónir manns skv. teljurum í
húsinu. Af tölunum má sjá
ýmislegt fróðlegt, t.d. eru 9,7%
heimsóknanna í desember en
9,2% í mars á meðan fæstar heim -
sóknir eru í nóvember, 7,5%.
Hver og einn fær leiðsögn í tækjunum
og sérsniðna æfingaáætlun.
Við bjóðum upp á
ókeypis prufutíma
sem fer fram undir
leiðsögn þjálfara.
Panta þarf tímann.
16 ára aldurstakmark.
Nautilus heilsurækt • Suðurbæjarlaug Hafnarfirði • sími 565 3080
Árskort í líkamsrækt
og sund á tilboðsverði
aðeins 25.990 kr. fullt verð 29.990 kr.
Tilboðið gildir til 4. febrúar 2007
Fj
ar
ða
rp
ós
tu
rin
n
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
–
0
80
1
Euro-Visa léttgreiðslur
2.166 kr. á mánuði
www.nautilus.is
Brotist var inn í verslunina
Músik og sport í fyrrinótt og
þaðan stolið um 90 ómerktum
FH-göllum af lager fyrirtækisins
auk þess sem mikið af skóm og
ýmsum fatnaði var stolið. Segir
Bríet Pétursdóttir, eigandi versl -
unarinnar, nokkuð greinilegt að
þjófarnir hafi kannað aðstæður
áður, m.a. hafi þeir verið búnir að
snúa myndavélum í versluninni
þannig að þeir náðust ekki á
mynd þegar þeir brutust inn á
þriðja tímanum aðfararnótt mið -
viku dags.
Þjófarnir komust inn á lager á
neðri hæð með því að spenna
upp hurð á bakhlið verslunar -
innar, þaðan sem þeir komust
líka í verslunina sjálfa. Að sögn
Bríetar eyðilögðu þeir sjóðvélina
með því að kasta henni í gólfið
en höfðu aðeins skiptimynt upp
úr krafsinsu.
Bríet sagði greinilegt að þjóf -
arnir hafi sniðgengið útsölu -
vörur, aðeins tekið nýlegar vörur
auk nýju FH-gallanna sem voru
að koma í sölu fyrir viku síðan.
Aðeins hafi verið teknir ómerktir
gallar en hún hafði verið búin
láta merkja þó nokkuð af göllum
sem ekki voru geymdir á sama
stað.
Hún segist meta tjónið í fljótu
bragði á einhverjar milljónir.
Hún segist vera með góðar
tryggingar en þurfi greinilega að
efla þjófavarnir í versluninni.
Það var athugull vegfarandi
sem lét lögregluna vita um inn -
brotið
Allir þeir sem geta gefið ein -
hverjar vísbendingar eru hvattir
til að hafa samband við lög -
regluna, ekki síst ef þeim er
boðið til kaups íþróttafatnaður
og skór sem gæti verið stolinn.
Kössum af FH-göllum stolið
Mikið af nýjum fatnaði stolið úr verslum Músik og sport á Reykjavíkurvegi
Aðkoman var ófögur í búðinni. FH-galli eins og þeim er stolið var.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n