Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Page 3

Fjarðarpósturinn - 17.04.2008, Page 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 17. apríl 2008 www.hafnarfjardarkirkja.is Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn 4. maí 2008 Aðalsafnaðarfundur í Hafnarfjarðarsókn verður haldinn 4. maí nk. í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst fundurinn að lokinni messu kl. 12. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár. 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar 4. Prestar flytja skýrslur. 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafn margra varamanna til 4ra ára. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra til árs. 7. Kosning aðal-og varafulltrúa í stjórn Kirkjugarðs Hafnarfjarðar. 8. Önnur mál. Sóknarnefnd Leikfélag Hafnarfjarðar frum - sýndi nú um helgina leikverkið Barnið eftir Edward Albee við góðar undirtektir. Verkið er skrifað í anda absúrd verka fimmta áratugarins, verka Ionesco og Beckett en þó með sterkri tilvísun til stöðu mannsins í nútímanum. Verkið fjallar um stúlkuna og strákinn sem eignast barn og njóta lífsins í fullkomnu sakleysi og án truflana frá hinum ytri heimi. Þegar maðurinn og konan koma inn í líf þeirra breyt - ist allt og spurningarnar um kvöl ina og völina verða áleitnar. Í verkinu takast á launfyndnar uppákomur og grátleg atvik. Verkið er þýtt af 18 ára stúlku, Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur sem einnig leikur í verkinu jafnfram því að vera nýr formaður Leikfélagsins en leikstjóri er Lárus Vil hjálms son og lýsing er í höndum Ingvars Bjarnasonar. Leikarar í verkinu eru fjórir: Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Tryggvi Rafnsson og Víðir Örn Jóakimsson. Að venju býður leikfélagið bæjarbúum á þriðju sýningu verksins þeim að kostnaðarlausu annað kvöld kl. 20. Verkið er sýnt í Gamla Lækjarskóla og þarf að panta miða í síma 848 0475 eða með pósti á leik - felagid@simnet.is – fyrstir koma fyrstir fá. Sýningar verða 18., 19. og 20. apríl, 4., 10., 11. og 17. maí. Barnið sýnt hjá Leikfélaginu Bæjarbúum boðið á leiksýningu annað kvöld ÓDÝRT FYRIR ALLA! ÓDÝRT FYRIR ALLA! Við opnum nýja verslun laugardaginn 19. apríl kl 13:00 að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði -Hafnarfjörður Kristín, Guðrún Sóley og Víðir Örn í hlutverkum sínum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.