Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júní 2008 Víða í skólum bæjarins hafa börn verið að vinna verkefni sem tengjast 100 ára afmæli Hafnar - fjarðarbæjar. Krakkarnir á Hörðu völlum settu upp sýningu á verkum sínum á heilsu gæslu - stöðinni Sólvangi fyrir skömmu og voru starfsmenn afar ánægðir með frumkvæðið og sögðu verkin lífga mikið upp á staðinn. Um 60 börn komu á heilsu - gæslustöðina, einhver voru veik og komust ekki en hin mættu alheilbrigð og fengu að skoða sig um og kynnast starfseminni. Börnin voru sjálf afar stolt af verkum sínum sem þau höfðu unnið í leikskólanum og eru bæjarbúar hvattir til að gefa verkunum gaum en sýningin stendur til morguns. Sýning glæsilegra krakka Bærinn minn, sýning leikskólabarna á Sólvangi Stoltir krkkarnir frá Hörðuvöllum með verkin framan við verk Eiríks Smith, heiðursbæjarlistamanns. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt á síðustu árum hér á landi og er orðin umfangsmikil og sífellt stærri at - vinnugrein í íslensku atvinnulífi. Með aukinni aðsókn að náttúruauðlindum okkar hefur sprottið upp þörf fyrir aukinn fjölda ferða - þjón ustufyrirtækja. Eins má segja að með aukningu ferðaþjónustu - fyrirtækja er möguleiki á að taka á móti enn stærri hópi ferðamanna. Í ljósi þessarar aukningar og þeirra tengsla sem ferða - þjónustan hefur við náttúruna og umhverfið er nauð - synlegt að ferðaþjónustufyrirtæki hugi að umhverfismálum þegar starfsemi þeirra er skipulögð. Sú rannsóknarspurning sem ég lagði fram í BA ritgerðinni minni er eftirfarandi: Er ávinningur af um - hverfisvottun í ferðaþjónustu? Ef svo er, hver er hann? Ég leitaðist við að svara þessum spurningum í rit gerðinni. Auk þess athugaði ég hvað veldur því að ekki hafa fleiri ferðaþjónustufyrirtæki en raun ber vitni tekið upp umhverfisstjórnun. Ég kannaði hvort munur væri á starfsemi þeirra fyrirtækja sem hafa tekið upp vottuð kerfi og hjá þeim sem ekki hafa tekið þau upp. Einnig skoðaði ég hvort einhverjar hindr - anir væru í vegi þeirra fyrirtækja sem huga að því að koma á um - hverfisstjórnun og hverjar þær þá eru. Ég taldi fróðlegt að vita hvert viðhorf ferðaþjónustufyrirtækja væri til umhverfisstjórnunar í ferða þjónustu og hversu mikilvæg hún er talin í ferðaþjónustu. Til að kanna hvort ávinningur sé af vottaðri umhverfisstjórnun fyrir ferðaþjónustufyritæki tók ég viðtöl við forsvarsmenn átta ferða þjón - ustufyrirtækja sem ýmist hafa fengið fulla vottun á þá umhverfis - stefnu sem unnið er með eða eru að vinna að vottun. Samtals hafa átta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki feng ið fulla vottun og tvö eru að vinna að henni. Auk þess sendi ég út spurningakönnun til 55 ferða - þjónustufyrirtækja sem eru ekki með vottaða umhverfis stjórn un til athuga hvernig hugað væri að umhverfismálum hjá þeim. Í ljós kom að forsvarsmenn þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa tekið upp vottaða umhverfis - stjórnun sjá allir mikinn ávinning eftir að komið var á vottun. Hagræðing er sá þáttur sem flestir nefndu sem ávinning við vottaða umhverfisstjórnun. Þegar fyrirtæki taka upp umhverfisstjórnunarkerfi eru gerðar miklar kröfur um sparn - að í rekstri þeirra, t.d. rafmagn, vatn og hiti. Aukin viðskipti var annar þáttur sem oft var nefndur og voru tölur upp í 30% aukningu milli ára. Sífellt fleiri ferðaskrifstofur gera kröfur um að hugað sé að um - hverfismálum hjá ferðaþjónustu - fyritækjum og töldu viðmælendur mínir að aukning hafi verið hjá ferðaskrifstofum eftir að vottun komst á. Auk þess var nefnt betra orðspor fyrirtækisins og aukið innra gæða eftirlit. Í könnuninni sem ég gerði meðal ferðaþjónustu fyrirtækja sem eru ekki komin með vottaða umhverfis - stjórnun kom í ljós að 35% ferðaþjónustu fyrir - tækjanna sem þátt tóku eru með umhverfis - stefnu, 53% eru ekki með umhverfisstefnu og 12% svöruðu ekki. En 76% aðspurðra töldu að ávinningur myndi verða fyrir fyrirtækið að taka upp umhverfisvottun þó svo aðeins 46% höfðu kynnt sér um hverfis - stjórnun. Sá ávinningur sem þessi fyrirtæki nefndu að yrði með um - hverfisvottun var betri ímynd fyrir - tækisins og meiri sátt við um - hverfið. Þær hindranir sem eru í vegi þessara fyrirtækja að koma á vott - aðri umhverfisstjórnun eru fyrst og fremst kostnaður og sá mikli tími sem fer í ferlið og sjá þau ekki þann ávinning í peningum talið sem myndi hljótast af vottun. Á sama tíma sjá þau fyrirtæki sem hafa tekið upp vottaða umhverfis stjórn - un mikinn ávinning af vottun og nefna hagræðingu og peninga - sparnað fyrir fyrirtækin þegar til lengri tíma er litið. Það má því segja að þær hindranir sem eru í vegi ferðaþjónustufyrirtækja að koma á fót vottuðu umhverfis stjórnunar - kerfi eru sömu þættir og vottuðu fyrirtækin nefna sem helsta ávinn - ing við vottunina. Almennt álit bæði þeirra ferða - þjónustufyrirtækja sem hlotið hafa vottaða umhverfisstjórnun og þeirra sem hafa hana ekki er að vottuð umhverfisstjórnun í ferðaþjónustu sé af hinu góða og muni skapa fyrirtækjunum mikinn ávinning. Umhverfisstjórnun í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum er ekki langt komin en mikil vakning hefur verið um umhverfismál í þjóð - félaginu og tel ég líklegt að eftir nokkur ár verður það orðin krafa hjá ferðaskipuleggjendum að fyrir - tæki séu með virka um hverfis - stjórnun. Sífellt fleiri erlendir ferðamenn sækjast eftir því að ferðast um Ísland og flestir þeirra sækjast eftir þeirri óspilltu náttúru sem hér er að finna. Ábyrgð þeirra sem taka á móti ferðamönnum er mikil því ágangurinn á náttúruauðlindum eykst samhliða auknum fjölda. Því er eðlilegt að auknar kröfur séu gerðar til þeirra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu að þau hugi að umhverfismálum í meira mæli. Með vottaðri umhverfisstjórnun hlýst mikill ávinningur fyrir ferða - þjónustufyrirtæki á allan hátt. En ávinningurinn er fyrst og fremst fyrir okkar fallega og stórbrotna lands lag sem mun alla tíð þarfnast virðingar og nærgætni. Höfundur er ferðamálafræðingur. Vottun, er það málið? Þórður Ingi Bjarnason Gæðingamóti Sörla sem jafn - framt var úrtaka fyrir Landsmót hestamanna í sumar lauk á laugar daginn að Sörlastöðum. Mótið gekk mjög vel enda vell - irnir í góðu ástandi og hestakosturinn til fyrirmyndar að sögn Margrétar Friðriksdóttur, varaformanns Sörla. Sörli er annað stærsta hesta - mannafélag landsins og hefur rétt til að senda sjö hesta til keppni í öllum flokkum á lands - móti sem að þessu sinni er haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu 30. júní - 6. júlí n.k. Úrtakan um helgina gekk vel og var keppni bæði spennandi og hörð í mörgum flokkum, t.d. þurfti að ríða bráðabana um 1. sætið í barnaflokki og í nokkrum flokkum réð hlutkesti sætaröð. Í úrslitum á laugardaginn heiðraði stjórn Sörla, Atla Guðmundsson, afreksknapa, fyrir frábæran og farsælan feril í þágu félagsins. Atli Guðmundsson var aðeins 14 ára gamall þegar hann keppti fyrst á landsmóti sem haldið var á Skógarhólum 1978. Atli hefur keppt fyrir hönd Sörla á síðustu tíu landsmótum og um helgina tryggði hann sér rétt til að keppa á því ellefta. Atli á að baki glæsi - legan 30 ára feril í hestaíþróttum fyrir hönd Sörla og er hvergi nærri hættur. Mánudaginn 2. júní hófst stærsta kynbótasýning sem haldin hefur verið á Íslandi á Sörla völlum. Sjöhundruð hross eru skráð í dóm og mun sýningin standa yfir í hálfan mánuð eða til 15. júní. Sörli hefur leigt risaskjá við völlinn þar sem einkunnir hesta birtast um leið og þær eru gefnar – hefur þessi nýbreytni mælst ákaflega vel fyrir. Um helgar verða yfirlitssýningar þar sem fram koma hrossin sem dæmd voru í vikunni. Áhuga - sömum er bent á að úrslit móta og kynbótadóma má finna á heimasíðu hestamannafélagsins www.sorli.is. og að sjálfsögðu eru allir Hafnfirðingar velkomnir á Sörlavelli að fylgjast með. Gæðingamót Sörla um helgina og kynbótasýning til 15. júní Atli Guðmundsson, afreksknapi heiðraður af Sörla Krakkarnir voru ánægðir með að fá ferska ávexti á Sólvangi. Verslum í Hafnarfirði! ... og hlífum umhverfinu við óþarfa akstri?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.