Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júní 2008 Enn einn harður árekstur á Fjarðarhrauni Enn einn harður áreksturinn var á mótum Fjarðarhrauns og Hólshraun á móts við Fjarðar - kaup á fimmta tímanum á föstudaginn. Rákust saman lítil sendibifreið og jeppabifreið og eru báðir bílarni mjög mikið skemmdir eins og sjá má á myndunum. Á þessum stað verða nú einna hörðustu árekstr arnir í Hafnarfirði og marg ir bíða óþreyjufullir úrbóta. Lokanir í Firði Verslun Hans Petersen og farsímalagersins var lokað sl. mánudag í aðgerð rekstraraðila til að bregðast við samdrætti á markaðnum. Verslun Hans Petersen, sem var inní Hagkaupum í Smáralind, hefur einnig verið lokað og móttaka fyrir fram - köllun flutt í verslun Farsíma - lagersins í Smáralindinni. Verslun Farsímalagersins að Laugavegi 178 hefur verið flutt inní verslun Hans Petersen í sama húsnæði og verslun Farsímalagersins í Miðhrauni 14 í Garðabæ hefur verið lokað. Aðrar verslanir Far - síma lagersins eru í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 178, Bankastræti og á netinu. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri segir þetta erfiðar en nauðsynlegar breyt - ingar og sagðist ekki útiloka að Hans Petersen/Farsímalagerinn opni á ný í Hafnarfirði síðar. Hann segir veltu síðustu mánuði hafa minnkað mikið en verslun á netsíðu fyrirstækisins aukist stöðugt. Þeir sem eiga myndapantanir hjá Hans Petersen geta nálgast þær í verslun Farsímalagersins í Smáralind. Þá hefur verið tilkynnt að verslun BT í Firði verði lokað ásamt fleiri BT verslunum. FH-ingar á toppnum! FH-Fjölnir Komið í Kaplakrika og sjáið FH taka á móti skemmtilegu liði nýliða Fjölnis á sunnudaginn kl. 14 Vegna framkvæmda á Krikanum, verður aðal aðgengi að svæðinu að norðanverðu (við bensínstöð Atlantsolíu). Til að komast í gömlu stúkuna er gengið meðfram Risanum. Ný malbikuð bílastæði inni á svæðinu! F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 5 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Utanvegaakstur Björgunarsveit Hafnarfjarðar aðstoðaði lögreglu við að fjarlægja jeppabifreið úr landi á mörkum friðlands Ástjarnar og fólkvangs Ásfjalls sl. þriðju - dagskvöld en ökumaður hafði fest bifreið sína langt utan vega eða slóða. Þurfti að notast við öflugan bíl Björgunarsveitarinna til að losa jeppann og var honum svo ekið niður á gönguslóða og þar tóku aðstandendur eigandans við bílnum. Ekki er vitað hvað öku mann - inum gekk til en hann var ekki á staðnum þegar bíllinn var fjar - lægður. Var fólk agndofa yfir þessari skemmdarstarfsemi hans á griðlandinu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.