Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 05.06.2008, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 5. júní 2008 www.flensborg. is Innritun fyrir haustönn 2008 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Öll innritun er rafræn og fer í gegnum www.menntagatt.is. Innritun í Flensborgarskólann fyrir haustönn 2008 Eftirtaldar námbrautir eru í boði: Stúdentsbrautir  Félagsfræðabraut  Málabraut  Náttúrufræðibraut  Viðskipta- og hagfræðibraut  Íþróttasvið af öllum stúdentsbrautum  Íþróttaafrekssvið af öllum stúdentsbrautum  Hraðbraut í gegnum allar stúdentsbrautir Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Almenn námsbraut (AN2) Starfsbraut Unnt að fá aðstoð við innritun í skólanum alla virka daga kl. 9:00 – 14:30. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.flensborg.is. Sérstaklega er bent á Skólanámskrá skólans og Námsvísi úr skólanámskrá. Upplýsingar eru einnig veittar í netfanginu flensborg@flensborg.is, síma 550 400 eða á skrifstofu skólans. Skólameistari Vinkonurnar Ásthildur Andrea Ásmundsdóttir og Andrea Smára dóttir sem báðar eru 8 ára færðu Rauða krossinum afrakst - ur tombólu, alls 2.615 kr. „Við vorum fyrir utan Fjörð og fólk var mjög duglegt að kaupa miða. Allt var með númerum og svo mátti draga um vinning,“ sagði Ásthildur Andrea aðspurð um hvernig tombólan hefði gengið. Allur peningurinn rennur í sjóð þar sem börn hjálpa börn um. Styrktu Rauða krossinn Andrea Smáradóttir og Ásthildur Andrea Ásmundsdóttir. Sigurður Sigurjónsson, leikari var útnefndur bæjarlistamaður 2008 á hátíðarsamkomu í Hafn - ar borg á sunnu daginn, á 100 ára af mælis degi Hafnar fjarðar kaup - staðar. Eiríkur Smith, myndlista mað - ur var við þetta tækifæri út nefnd - ur heiðurs lista maður Hafnar - fjarðar og mun það vera í fyrsta sinn sem það er gert hér í bæ. Sigurður Sigurjónsson er bor - inn og barnfæddur Hafn firð - ingur, fæddur 6. júlí 1955. Hann kynntist leiklistargyðjunni í skáta starfi með Hraunbúum og í Flensborg og var síðan í fjögur ár í Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1976. Eftir leiklistarnám réðst Sig - urður strax til starfa hjá Þjóð leik - húinu og var þar fastráðinn í hart nær 30 ár og lék þar í á annað hundrað leiksýningum. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvik - myndum og sjón varps þátt um. Hann hefur síðustu árin snú ið sér í auknum mæli að leik stjórn. Eiríkur Smith fæddist í Hafn - arfirði 9. ágúst 1925 og stundaði nám við Handíða skólann og í einkaskóla Rostrup Böye sens í Kaupmannahöfn. Eiríkur hélt sína fyrstu mál verkasýningu í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 1948 og hélt stóra sýningu í Listamannaskálanum eftir að hann kom frá námi 1952. Eiríkur er farsæll málari, löngu landsþekktur og Hafnfirðingar geta notið verka hans um ókomna tíð en hann gaf Hafnar - borg veglega málverkagjöf fyrir allmörgum árum. Hvatningarstyrkir Þá voru veittir tveir hvatn - ingar styrkir til ungra listamanna og þá hlutu Ástríður Alda Sig - urðardóttir, píanóleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson, tón - listarmaður. Eiríkur Smith og Sigurður Sigurjónsson heiðraðir Eiríkur heiðurslistamaður Hafnarfjarðar og Sigurður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2008 Bryndís Sigurðardóttir, Eiríkur Smith, Sigurður Sigurjónsson og Lísa Charlotte Harðardóttir ásamt móður Sigurðar, Kristbjörgu Guðmundsdóttur við afhendingu verðlaunanna L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á 80 ára afmæli Iðnskólans í Hafnarfirði luku 103 nemendur prófi, 61 í löggiltum iðngreinum og 42 nemendur í tækniteiknun, listnámi og af útstillingabraut. 26 nemendur í húsasmíði og pípulögnum sem jafnframt hafa lokið sveinsprófi útskrifuðust með full sveinsréttindi. Þetta er langstærsti hópurinn sem hefur brautskráðst í einu frá upphafi í skólanum og til viðbótar voru 56 brautskráðir í lok haustannar s.l eða samtals 159 nemendur á þessu námsári. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlaut Sveinn Haukur Albertsson, nemendi af vélsmíðabraut sem útskrifast með ágætiseinkunn 9,20 og var hann verðlaunaður af Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og Samtökum iðnaðarins sem einnig verðlaunaði Guðrúnu Baldursdóttur af tækniteiknara - braut en hún hlaut einnig ágætis - einkunn 9,15. Þriðji nemandinn sem útskrifast með ágætis eink - unn eða 9,17 var Dröfn Sæ - munds dóttir og hún fékk viður - kenningu frá Gáma þjónustunni en hún hlaut bestan árangur af listnámsbraut. Arna Eyjólfsdóttir fékk verð - laun fyrir hæstan árangur á burt - fararprófi af hársnyrtibraut. Inga Ragna Ingjaldsdóttir fékk verðlaun fyrir hæstan árangur á lokaprófi af útstillingabraut. 103 útskrifuðust frá Iðnskólanum Útskriftarnemendur Iðnskólans í Hafnarfirði við skólaslit í Víðistaðakirkju. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.