Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Blaðsíða 2
„Ef þú ert ekki með oss, ertu á móti oss.“ Þetta
kom upp í huga minn er ég hlustaði á umræður
um vatnssamning á bæjarstjórnarfundi á þriðju -
dag. Kallaði Gunnar Svavarsson eftir því að Sjálf -
stæðismenn sætu hjá frekar en að greiða atkvæði
á móti samningnum. Af hverju eiga bæjarfulltrúar
að sitja hjá? Ég spyr enn. Voru þeir ekki kosnir til
að hafa skoðun? Við höfum ekkert við fólk í
bæjarstjórn að gera sem ekki hefur skoðun og því
hljóta hjásetur í bæjarstjórn að heyra til undan -
tekn inga. Aðeins einn sat hjá, fulltrúi Vinstri grænna en þó virtist
hann fagna samningnum. Sjálf stæðis menn greiddu atkvæði gegn
samn ingnum og töldu samningsdrögin vera enn ófullnægjandi.
Vatnssamningurinn var samningur en það mátti halda að samið hafi
verið um heitt vatn, svo mikill hiti var í mönnum.
Skilti og áróður virðist skipta máli þvert á skoðanir margra foreldra
í Hvaleyrarskóla en nýlegar hraðamælingar lögreglu sýndu að
ökumenn í nágrenni skólans óku hægar en við aðra skóla í bænum og
flestir óku á löglegum hraða. Þessu ber að fagna og sannar að ekki
þarf að loka götum eða beita öðrum álíka aðgerðum til að auka
öryggi barna. Enn ítreka ég að það það eru aðallega íbúar í hverf -
unum sam aka fram hjá skólunum og þeir hafa öryggi barnanna í
hendi sér. Það er gott að fólk er vakandi og tilbúið að vekja athygli
annarra á umferðaröryggi og mætti sjá meira af því.
Guðni Gíslason
2. Hvammur leikskóli, stækkun
Lagður fram úrskurður Úrskurð -
arnefndar skipulags- og bygging -
ar mála um kæru vegna veitingar
stöðuleyfis dags. 04.09.2008.
Lagðir fram minnispunktar frá
kynningarfundi á niðurstöðu á
úrskurði Úrskurðarnefndar skipu -
lags- og byggingarmála dags.
09.09.2008. Lagt fram skriflegt
samkomulag bæjarstjóra við íbúa
hverfisins varðandi tímabundna
staðsetningu lausra kennslustofa
á svæðinu, sem gert var á þeim
fundi.
Skipulags- og byggingarráð fel -
ur skipulags- og byggingarsviði að
skoða framhald málsins með
hliðsjón af úrskurði Úrskurðar -
nefndar skipulags- og byggingar -
mála. Lögð er áhersla á að hraða
málinu eftir föngum.
3. Austurgata 27b og
Austurgata 29b, úttekt
Franklín Stiner óskar formlega
með bréfi dags. 02.09.2008 eftir
úttekt á lóðum og fasteignum
Aust ur götu 27b og 29b.
Skipulags- og byggingarráð
felur skipulags- og byggingarsviði
að framkvæma umbeðna úttekt.
2. Frístundir.is, styrkbeiðni
Lagt fram erindi frá frístundir.is
dags. 9. sept. s.l., þar sem farið er
fram á styrk og samstarf vegna
upplýsingabæklings á erlendum
tungumálum um frístundir á
höfuð borgarsvæðinu.
Íþrótta- og tómstundanefnd
samþykkir að styrkja erindið um
kr. 100.000 og felur íþróttafulltrúa
afgreiðslu þess.
3. Pílukast, styrkbeiðni
Lagt fram erindi frá Örnu Rut
Guðlaugsdóttur ódags., þar sem
óskað er eftir styrk vegna þátttöku
á Norðurlandamóti í maí s.l..
Íþrótta- og tómstundanefnd
samþykkir að veita styrk að upp -
hæð kr. 15.000 og felur íþrótt -
fulltrúa afgreiðslu þess.
17. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar,
Gaflaradagur, styrkbeiðni
Lagt fram erindi Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar dags. 1.9.2008 þar
sem óskað er eftir stuðningi við
fjáröflun klúbbsins.
Bæjarráð samþykkir styrk að
upphæð kr. 150.000 sem takist af
fjárveitingu bæjarráðs til styrk -
veitinga, bókhaldslið 21-815.
3. Hjúkrunarheimili á Völlum
Lögð fram tvö bréf frá félags- og
tryggingamálaráðuneytinu, dags.
20. ágúst sl., varðandi ný
hjúkrunarrými í Hafnarfirði og
víðar á höfuðborgarsvæðinu.
Óskað er eftir því að Hafnar -
fjarðarbær tilnefni tvo fulltrúa til
þess að vinna að frekari
framgangi verkefnisins í samvinnu
við félags- og trygginga málaráðu -
neytið og Framkvæmdasýslu
ríkisisins.
Lagt fram afrit af bréfi
bæjarstjóra, dags. 5. sept. sl., þar
sem fram kemur að bæjar -
fulltrúarnir Almar Grímsson og
Guðmundur Rúnar Árnason verða
áfram fulltrúar bæjarins í þessum
viðræðum.
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2008 1983-2008
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Víðistaðakirkja
Sunnudagurinn 21. september
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Barnastarf sunnudagaskólans
hefst á sunnudaginn í loftsal kirkjunnar.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá
fyrir alla fjölskylduna.
Verið með frá upphafi!
Guðsþjónusta kl. 11:00
Prestur: Sr. Kjartan Jónsson
Einsöngur: Anna Sigríður Helgadóttir
8-9 ára starf á mánudögum kl. 15:30
10-12 ára starf á mánudögum kl. 17:00
Kyrrðarstundir
á miðvikudögum kl. 12:00
Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Opið hús fyrir eldri borgara
á miðvikudögum kl. 13:00
Spil, spjall og kaffiveitingar
Foreldrastundir
á fimmtudögum kl. 13.00
Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra.
www.vidistadakirkja.is
Allir velkomnir!
Bragi J. Ingibergsson,
sóknarprestur
Sýningar í Bæjarbíói
Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik -
mynda safn Íslands síðari hluta
myndarinnar 1900 eða Novecento
(1976) í leikstjórn ítalska leikstjórans
Bernardo Bertolucci.
Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd
kvikmyndin Belle de jour (1967) eftir
Luis Bunuel.
Myndin byggir á bók Joseph Kessel og
er sérkennileg blanda af raunveruleika
og draumsýnum. Eitt af aðalsmerkjum
Bunuels sem kvikmyndahöfundar er
framsetning hans á draumum í kvik -
myndum enda á hann sjálfur rætur að
rekja til súrrealismans á fyrri hluta 20.
aldar. Myndin segir frá ungri konu,
Severine, sem virðist hafa allt til alls í
lífinu og er nýlega gift, þegar hún lætur
undan ómótstæðilegri löngun sinni og
ræður sig á snyrtilegt hóruhús í París
á milli kl. tvö og fimm á daginn.
Myndin skipar sér í flokk erótískra
mynda með því að ganga aldrei alla
leið heldur skilja nóg eftir fyrir
ímyndunarafl áhorfandans.
Sölusýning í Gallerí Syrpu
Gallerí Syrpa, Strandgötu 39 er með
sölusýningu á 38 listaverkum eftir
listamenn sem flestir hafa tengsl við
Hafnarfjörð; Rúnu, Guðmund Karl,
Eirík Smith, Kristberg, Godda og
Bjarna H., Kristjönu Arndal og Hjördísi
Frímann.
Galleríið var opnað í sumar, stendur í
miðbæ Hafnarfjarðar og er á annari
hæð gegnt Hafnarborg, menningar-og
listastofnunar Hafnarfjarðar.
Opnunartími er þriðjudaga - föstudaga
kl. 12 – 17. Laugardaga kl. 10 - 14.
Sýningin stendur til 3. október.
Fríkirkjan
Sunnudagurinn 21. september
Sunnudagaskólinn kl. 11
Kvöldguðsþjónusta kl. 20
Unglingakórinn æfir mánudaga kl. 17.30
Barnakórinn æfir miðvikudaga kl. 17.
Sporin 12, Andlegt ferðalag
fimmtudagkvöld kl. 20 í safnaðarheimlinu
www.frikirkja.is
Allir
velkomnir
www.fjardarposturinn.is