Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Side 8
Á fundi bæjarstjórnar þann 2.
september og aftur á fundi fjöl -
skylduráðs þann 10. september
sl. lýsti ég yfir áhyggjum mínum
af niðurstöðum könn -
unar um hagi og líðan
ungs fólks í Hafnar -
firði sem sýna að hafn -
firskar stúlkur stunda
skipulagt íþrótta- og
tóm stundastarf í
minnk andi mæli á
milli ára.
Brottfall stúlkna
hæst í Hafnarfirði
Skv. niðurstöðunum
er hlutfall hafnfirskra stúlkna í 9.
og 10. bekk sem stunda skipulagt
íþrótta- og tómstundastarf 1-3
sinnum í viku það lægsta á
landinu eða 14% samanborið við
21% á landinu í heild. Einungis
29% stúlkna stunda íþróttir og
tómstundastarf 4 sinnum eða
oftar í viku. Sömuleiðis fækkar
þeim hafnfirsku stúlk um sem
segjast taka þátt í
skipulögðu tóm -
stundastarfi vikulega
eða oftar úr 46% í
40% milli áranna
2006 og 2008 en
lands meðaltalið er
51% og hækkar milli
ára.
Á sama tíma eykst
þátttaka hafnfirskra
stráka í skipulögðu
íþrótta- og tómstundastarfi milli
ára. Þessar niðurstöður gefa
vísbendingar um að framboð á
skipulögðu íþrótta- og
tómstundastarfi í Hafnarfirði
höfði meira til stráka en stúlkna.
Varaformaður fjöl skylduráðs
hefur hins vegar opin berlega
viðrað þá skoðun sína að
hafnfirskar stúlkur vilji frek ar
vinna á kassa í stór markaði en
stunda íþróttir og taka þátt í
tómstundastarfi.
Öll börn eiga að njóta
Brottfall stúlkna úr íþrótta -
starfi var áhyggjuefni í Hafnar -
firði árið 2003 en niðurstöður
úttektar sem Margrét Gauja
Magnús dóttir vann fyrir bæjar -
yfirvöld það árið sýndu að brott -
fall stúlkna úr íþróttum á
ákveðnu aldursbili var töluvert
hærra en drengja. Margar hug -
myndir um aðgerðir komu fram í
kjölfarið en 5 árum seinna er
brottfall stúlkna úr íþróttum enn
mjög hátt.
Fjölmargar rannsóknir hafa
leitt í ljós að iðkun íþrótta og
líkamsræktar sé holl og dæmi
um heilsusamlegan lífsstíl sem
dregur úr líkum á því að ungl -
ingar tileinki sér þá lifnaðarhætti
sem fylgja notkun vímuefna.
Sömuleiðis hefur verið sýnt fram
á að hreyfing og þjálfun líkam -
ans tengist námsárangri með
jákvæðum hætti.
Aðgerða er þörf
Bæjaryfirvöld bera mikla
ábyrgð á því að tryggja að öll
hafnfirsk börn að 18 ára aldri fái
notið heilbrigðs lífsstíls. Í ljósi
þessara niðurstaðna er brýnt að
bæjaryfirvöld leiti svara við því
af hverju hafnfirskar unglings -
stúlkur stunda íþróttir og
tómstundastarf í minna mæli en
jafnaldrar þeirra annars staðar á
landinu og komi fram með
tillögur að úrbótum sem tryggja
að stúlkur jafnt sem strákar í
bæjarfélaginu fái notið upp -
byggilegs félag- og íþróttastarfs.
Höfundur er fyrsti
varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í
fjölskylduráði
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. september 2008 1983-2008
Stór
Margaríta
Líkamsræktarstöðin Hress er
nú á sínu 21. starfsári. Það voru
þau hjónin Anna Haraldsdóttir
og Hallgrímur Ragnarsson sem
stofnuðu stöðina en í dag eiga og
reka stöðina Linda Björk
Hilmarsdóttir, sem hefur starfað
þar öll árin og Jón Þórðarson
maður Lindu. Stöðin hóf
starfsemi sína að Bæjarhrauni 4
en fluttist svo árið 1997 á
núverandi stað að Dalshrauni 11.
Árið í ár hefur verið viðburðar -
ríkt fyrir Hress en fyrr á árinu
sameinaðist starfsemi Techno -
sport stöðinni og ný stöð var
opn uð í húsnæði Ásvallalaugar.
Í samtali við Fjarðarpóstinn
segir Linda að starfsemin í Ás -
vallalaug hafi farið vel af stað og
vonum framar. Þar er glæsilegur,
bjartur tækjasalur með góðu
útsýni og leikfimisalur með
útsýni út yfir sundlaugina. Linda
segir ánægjulegt að sjá hversu
vel íbúar á Völlunum hafi tekið
stöðinni, ekki síst fjölskyldufólk
sem mæti kl. 6 á morgnana og
fólk sem vill ekki þurfa að aka
langt í líkamsrækt. „Við munum
nota umhverfið, hvetja fólk til að
skokka og leiðarlýsingar verða í
móttökunni og einhverjar uppá -
komur,“ segir Linda og bætir við
að stöðin eigi eftir að mótast
betur á næstu vikum.
Fólk sem kemur í stöðina í
Ásvallalaug fær aðgang að sund -
lauginni, heitum pottum og
gufubaði en viðskiptavinir Hress
geta valið að mæta þar eða á
Dalshrauninu.
Linda segir stolt stöðvarinnar
vera hóptímana sem stöðin hefur
ávallt byggst á. Í hóptímunum er
notast við Les Mills æfingakerfi,
viðurkennt kerfi sem Hress hefur
notað til 10 ára, lengst allra hér
landi. Annars býður Hress upp á
velútbúna tækjasali, nudd og
sauna, pilates, stöðvaþjálfun,
karlaátak, konuátak, tíma fyrir
stráka/stelpur 10-16 ára og rope -
jóga og jóga sem nýtur mikilla
vinsælda núna.
„Þetta er fjölskyldurekin stöð
sem við reynum að hafa heim -
ilis lega og ég er mjög ánægð
með að fólk er duglegt að gefa
okkur ráð,“ segir Linda.
Nýja stöðin á Ásvöllum er
opn uð kl. 5.50 á morgnana og er
opið til kl. 21 mánudaga til
fimmtu daga en til kl. 20 á föstu -
dögum. Þá er opið frá kl. 8-16 á
laugardögum og kl. 9-16 á
sunnu dögum en frá 21. septem -
ber verður lokað á sunnudögum
á Dalshrauninu.
Hóptímarnir eru í hávegum hafðir hjá Hress.
Jón Þórðarson og Linda Björk Hilmarsdóttir ásamt Söru Dögg, Benediktu og Jóhönnu við opnunina.
Sund, sauna og rennibraut
Hress opnar líkamsræktarstöð í Ásvallalaug
Fjölmargir mættu við opnunina
og prófuðu tækin.
Hvar eru unglingsstúlkurnar okkar í Hafnarfirði?
María Kristín
Gylfadóttir