Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Síða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. september 2008
Aðalfundur
Vinabæjafélagsins
Hafnarfjörður/Cuxhaven
Mætið og takið
með ykkur gesti
og nýja félaga!
Stjórnin
verður haldinn í Selinu, húsi
Skógræktarfélags Hafnar fjarðar
við Kaldárselsveg,
miðvikudaginn 24. september
kl. 20.00
Dagskrá að hætti Cux-vina!
Alls sóttu 43 um stöðu for -
stöðu manns Hafnarborgar sem
auglýst var fyrr í sumar, 31 kona
en aðeins 12 karlar. Sextán
umsækjenda eru búsettir í Hafn -
arfirði.
Skv. heimildum Fjarðarpóstins
voru 7 ein stakl ingar skoðaðir
nánar, 5 konur og 2 karlar. Mælt
var með Rakel Halldórsdóttur,
fram kvæmda stjóra Safnaráðs en
hún dró umsókn sína til baka og
var Ólöf Kristín Sigurðardóttir
ráðin en hún er deildarstjóri
fræðslu deildar Listasafns
Reykja víkur. Ólöf er M.A. í list
og stjórnun frá School of the Art
Insti tute í Chicago og B.A. í
lista sögu og heimspeki frá Há -
skóla Íslands.
Ólöf Kristín mun hefja störf 1.
október nk. en hún tekur við
starfinu af Pétrúnu Pétursdóttur
sem gegnt hefur starfinu frá
stofnun safnsins fyrir 25 árum
síðan.
Nýr forstöðumaður
Hafnarborgar
Ólöf Kristín Sigurðardóttir ráðin
Stúlkurnar í FH urðu á
sunnudaginn bikarmeistarar í
sínum aldursflokki og vörðu þar
með titilinn frá því á síðasta ári.
Þær fór frekar erfiða leið í
úrslitaleikinn unnu bæði Breiða -
blik og KR í hörku leikjum.
Leikurinn á sunnudaginn fór
fram á Kaplakrikavellinum við
frekar erfiðar aðstæður blautur
og þungur völlur. Kvennaráð FH
hafði veg og vanda við undir -
búning leiksins og fóru stelp -
urnar í te og ristað brauð heim til
for manns kvennaráðs FH Helgu
Friðriksdóttur síðan var haldið í
Krikann. Liðin voru svo kynnt af
Árna Guðmundssyni og fórst
honum það einstaklega vel úr
hendi.
FH byrjaði leikinn af miklum
krafti og skoruðu þrjú mörk í
fyrri hálfleik. FH stelpurnar
mættu hálf værukærar til leiks í
seinni hálfleik því þær rauð -
klæddu skoruðu tvö mörk strax í
upphafi seinni hálfleiks, staðan
var því 3-2 FH í vil. FH létu þetta
samt ekki á sig fá og skoruðu tvö
mörk til viðbótar og endaði
leikurinn því 5-2 fyrir FH. Vert
er að minnast þess að Aldís Kara
Lúðvíksdóttir skoraði eitt fall -
egasta mark sem sést hefur í
Krik anum þetta sumarið. Aldís
sem gjaldgeng er í 4. flokki
félags ins fékk boltann við mið -
línu og eins og alvöru sókn ar -
manni sæmir setti hún stefn una
beint í átt að marki Vals manna.
Svighreyfingar henn ar sem Al -
berto Tomba hefði verið stoltur
af komu henni svo í gott skotfæri
sem hún nýtti með því að þruma
boltanum í Vinkil frænda og
sigurinn þar með innsiglaður.
FH strákarnir sigursælir
FH-ingar tryggðu sér á mánu -
daginn Íslands meistaratitilinn í
3. flokki karla með 2-0 sigri á
Tindastóli/Hvöt á Skalla gríms -
velli í Borgarnesi og skoraði
Kristján Gauti Emilsson bæði
mörk FH í fram lengingu.
Þar með er FH Íslandsmeistari
bæði í A- og B-liðum en B-liðið
tryggði sér titilinn á föstudag
með 4-3 sigri á Fjölni á
Kaplakrika þar sem Orri Kekic
skoraði öll fjögur mörk FH.
FH Íslandsmeistari og bikar -
meistari í 3. flokki í fótbolta
FH stelpurnar bikarmeistarar og strákarnir tvöfaldir Íslandsmeistarar
Stoltar stúlkurnar ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki.
L
j
ó
s
m
.
:
J
.
L
o
n
g
L
j
ó
s
m
.
:
K
r
i
s
t
í
n
A
r
n
a
r
s
d
ó
t
t
i
r
B-lið 3. flokks FH Íslandsmeistarar eftir sigur á Fjölni.
Busavígsla
Sl. fimmtudag vor nýnemar
boðnir velkomnir í Iðnskólann
með óvissuferð í Drenalín -
garðinn. Var nýnemum ásamt
nemendaráðinu skipt niður í
hópa og tókust hóparnir á við
ýmis verkefni sem reyndu á
traust og samvinnu.
Félagslífsfulltrúinn, Gunn ar
Már Antonsson, var al sæll eftir
velheppnaðan dag og vonaðist til
að þessi nýbreytni yrði tekin til
fyrirmyndar á komandi árum við
skólann.