Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 18.09.2008, Qupperneq 11
Fólki á öllum aldri gefst kostur á því að stunda badminton sem líkamsrækt hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu enda er badminton sögð bæði skemmtileg og góð hreyfing sem hentar flestum. Framboð á tímum fyrir fullorðna hefur hinsvegar verið takmarkað en fyrir tveimur árum síðan byrj - aði Badmintonfélagið að bjóða uppá badminton fyrir fullorðna með leiðbeinenda og voru við - tökurnar frábærar. Tímarnir hafa verið mjög vin sælir og því hefur verið ákveðið að bæta við. Fyrir byrjendur og styttra komna eru í boði tveir tímar með þjálf ara, á mánudögum kl. 20.20-21.10 annarsvegar og kl. 21.10-22.00 hinsvegar. Mjög vanir og lengra komnir spila á mánudögum kl. 19.10-20.20. Einnig er hægt að fá tíma án þjálfara þar sem 2-4 leigja sér völl saman og ennþá er möguleiki á að komast að. Skráning fer fram hjá Sigurði Þorsteinssyni í síma 847 6015 og á tölvupóstfangið bhbad min - ton@ hotmail.com. Tímatöflu og fl. má sjá á http://bh.sidan.is/. Góð samverustund fyrir foreldra og börn Alla sunnudaga kl. 14.30- 15.20 stendur félagið fyrir íþrótta skóla fyrir 3-5 ára börn og foreldra þeirra í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Reyndir þjálfarar stjórna leikjum og æfingum sem hafa það að markmiði að efla hreyfiþroska barnanna og styrkja þau. Bæði eru æfingar með badmintonspöðum og kúl um auk almennra leikja og þrauta. Í Íþróttaskóla BH fylgja for eldrar börnum sínum í tím anum og eiga góða sam verustund saman. Skráning í Íþróttaskóla BH fer fram hjá Önnu Lilju í síma 868 6361 og á tölvupóstfangið bhbadminton@hotmail.com. Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. september 2008 www.fjardarposturinn.is 11 Sendibílaþjónusta Hafnarfjarðar STÓRIR BÍLAR Matti 692 7078 Jón Þ. 899 7188 MILLISTÓR BÍLL Baldur 659 1047 OPIÐ ALLA DAGA LÍTILL BÍLL Óli Pétur 892 5559 Búslóðaflutningar, píanóflutningar, allir almennir flutningar. Aukamenn ef óskað er. Föst tilboð á ferðir út á land! 8 • 3ja herbergja íbúðir • Iðnaðarhúsnæði, 104, 110 og 183 m² • Skrifstofuherbergi • Íbúðarherbergi Ungir sem aldri í badminton BRIDGEFÉLAG HAFNARFJARÐAR HAUST 2008: Fyrstu 4. kvöldin verður spilað einskvölda tvímenningur: 15. sept., 22. sept., 29. sept., 6. okt. A. Hansen tvímenningur 3ja kvölda: 13. okt., 20. okt., 27. okt. Tveggja kvölda tvímenningur: 3. nóv. og 10. nóv. Tveggja kvölda hraðsveitakeppni: 17. nóv. og 24. nóv. Bridgefélag Selfoss kemur í heimsókn til okkar laugardaginn 22. nóvember. Aðalsveitakeppnin byrjar: 1. des. og 8. des. Jólagleði: 15. desember Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldið mánudaginn 29 des. A.T.H Nýjung verður hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar í ár, þar sem stjórnin hefur ákveðið að bjóða uppá byrjendariðil, þannig að allir þeir sem hafa áhuga að mæta og prufa hvernig er að spila keppnisbridge eru hjartanlega velkomnir. Við vitum að það er stundum erfitt að taka skrefið að mæta, en þegar fólk er komið á staðinn er ekkert aftur snúið, því þetta er bara gaman.:) Spilað er á mánudagskvöldum í Bridgefélagi Hafnarfjaðar að Flatahrauni 3. A.T.H Spilamennska hefst stundvíslega kl 19.00 spilagjaldið er 800 kr. og 400 kr. fyrir byrjendur og eldri borgara. Frekari upplýsingar gefur formaður Bridgefélags Hafnarfjarðar: Erla Sigurjónsdóttir, sími 565 3050 / 659 3013 FM-hús ehf.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.