Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Side 1

Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Side 1
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að í hagræðingarskyni yrði St. Jósefsspítali yrði lagður niður í núverandi mynd á næstu mán - uðum. Skurðstofurekstur yrði að mestu færður til Reykjanesbæjar og önnur starfsemi sameinist Landspítalanum. Áætlað er að spara 750 millj. kr. á SV horninu og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson að ljóst væri að meiri hagræðing væri af stærri einingum en minni. Berglind Ásgeirsdóttir ráðu neytisstjóri sagði skurð - stofurnar á St. Jósefsspítalanum gamlar og úreldar en yngri skurðstofan er frá 1994. Ekki vildi ráðherrann svara því hversu hátt hlutfall sjúklinga á skurðstofunni í Reykjanesbæ kæmu annarsstaðar frá né hversu háar fjárhæðir spöruðust beint við að færa rekstur sem nú er á St. Jósefsspítala. Ljóst er að ekki á að minnka þjónustu og reyndar sagði ráðherra að markmiðið væri að bæta þjónustuna. Heild - ar sparnaður í skipulags breyt ing - um sem byggðar eru á lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 eru áætlaðar 6,7 millj. kr. en ekki sagði ráðherra að til uppsagna kæmi en alltaf væri einhver hreyfing á starfsfólki. Starfsfólk spítalans fjölmennti á Hilton hótelið til að hitta ráðherrann eftir fundinn en hann mælti sér mót við fólkið í dag, fimmtudag. Fólkið var mjög reitt og sagði fásinnu að hægt væri að spara með þessum hætti. Árni Sverrisson, forstóri St. Jósefsspítala - Sólvangs sagðist eðlilega brugðið en tækifæri mætti þó lesa úr þessum hug - myndum. Hins vegar væri mjög mörgum spurningum ósvarað. Undirbúningur er hafinn að undirskriftarsöfnum gegn lokun spítalans og er Gunnhildur Sigurðardóttir, fv. hjúkrunar - forstjóri í fremstu röð þeirra sem að því vinna. ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 1. tbl. 27. árg. 2009 Fimmtudagur 8. janúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.as.is Sími 520 2600 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Starfsfólkinu var heitt í hamsi. Heimilismatur í fyrirtæki skoðaðu matseðilinn á www.skutan.is Hólshrauni 3 sími 565 1810 Pústþjónusta BJB bætir þjónustuna. Núna færð þú einnig hjólbarða hjá okkur. Starfsmenn BJB eru snöggir að afgreiða þig með nýja hjólbarða undir bílinn. 30-50% afsláttur af 17-22” sumardekkjum fyrir jeppa og fólksbíla. 25% afsláttur af 15-18” dekkjum fyrir jeppa og pallbíla. 2 sumardekk 13-16” í kaupbæti ef þú kaupir 4 vetrardekk sömu stærðar. Tilboðin gilda meðan birgðir endas t. Sparaðu - Ko mdu strax. Hjólbarðaþjónusta: BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.isHafðu samband - Komdu: 25-50% afsláttur bjb_augl_hjolbarðar_afsláttur_090107_218x70.ai 7.1.2009 12:16:13Fjarðarpósturinn óskar gleðilegs árs! Fjarðarpósturinn þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári og hlakkar til viðburðaríks krefjandi árs. Fjarðarpósturinn treystir á gott samstarf við lesendur sína og viðskiptavini. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Lagður niður í núverandi mynd og nýttur til hvíldarinnlagna aldraðra St. Jósefsspítala lokað!

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.