Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Síða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 8. janúar 2009
Á síðasta ári fögnuðum við
Hafnfirðingar 100 ára kaup -
staðarafmæli okkar með marg -
víslegum hætti. En nú í ár eru
hundrað ár liðin frá því að höfnin
okkar var gerð að
sjálfstæðri stofnun í
bæjar félag inu. Með
fyrstu verk um sem
bæjar stjórn hins nýja
kaupstaðar tók sér fyrir
hendur var að semja
frumvarp að hafnar -
reglugerð og var það
samþykkt í bæjar stjórn
6. október 1908 og
staðfest af Stjórnar ráði
Íslands 8. desem ber, en með
nokkrum breytingum.
Gísli lóðs, fyrsti starfsmaður
hafnarinnar
Reglugerðin öðlaðist gildi 1.
janúar 1909. Með henni var
stofnaður sérstakur hafnarsjóður
aðskilinn frá hinum almenna
bæjarsjóði og skipakomur og
langtímalega skipa gerð gjald -
skyld. Höfninni var þannig skap -
aður sjálfstæður fjárhagur sem
lagði grundvöll að ráðningu
starfsmanna og undirbúningi
hafn arframkvæmda í Hafnar -
firði. Hafnarnefnd var sett á
lagg irnar til að hafa umsjón og
eftirlit með rekstri hafnarinnar í
umboði bæjarstjórnar. Í fyrstu
nefnd inni sátu þeir
Sigfús Berg mann
bæjar fulltrúi, Ágúst
Flygen ring al þing is -
maður og Magnús
Jónsson bæjarstjóri
(og jafn framt sýslu -
maður og bæjar fó -
geti). Á fyrsta fundi
nefndar innar var eitt
mál á dagskrá, ráðn -
ing starfsmanns til að
hafa eftirlit með frágangi skipa
og legu þeirra til lengri tíma.
Þegar hafnarreglugerðin tók
gildi var Gísli „lóðs“ Jónsson
þegar við störf sem hafnsögu -
maður og varð hann fyrsti
starfsmaður hafn arinnar.
Vagga togaraútgerðar
Hin góða hafnar aðstaða sem
hér er í firðinum hefur verið nýtt
allt frá landnáms tíð og á löngum
tímum var Hafn arfjörður mið -
stöð samskipta þjóðar innar við
önnur lönd. Á 16. öld var bærinn
t.d. miðstöð verslunar Hansa -
kaupmanna á Íslandi og var svo
fram að ein okun sem tók gildi
1603 í Hafnar firði, einu ári
seinna en annars staðar á land -
inu. Héðan voru þilskip Innrétt -
inganna gerð út um miðja 18.
öld, hér var fyrst smíðað þilskip
á Íslandi að tilhlutan Bjarna Sí -
vertssens kaupmanns og hér var
vagga togaraútgerðar í upphafi
20. aldar svo dæmi séu tekin.
Um 1920 var talið að 1/7 fiskút -
flutnings Íslendinga færi frá
Hafnarfirði. Sögu Hafnar fjarðar -
hafnar verða ekki gerð nein skil í
stuttri grein sem þessari, en hún
er samofin sögu erlendra sam -
skipta, verslunar og fiskveiða
íslensku þjóðarinnar.
Fyrr á öldum og fram á þá
tuttugustu voru hér engin hafnar -
mannvirki, skip lágu úti á
„legunni“ og öll umskipun fór
fram með árabátum sem sigldu
milli skips og lands með vörur
og fólk og lögðu að smá -
bryggjum sem voru framan við
hin ýmsu verslunarhús. Skipa -
lægi þótti gott í öllum vindáttum
nema vestlægum, gegn þeim var
lítið skjól og órói mikill í höfn -
inni. Hætta var á að skip losnuðu
upp og ræki á land og gerðist það
öðru hverju, stundum með
manns skaða.
Gullfoss lagði að í Hafnarfirði
Það var því með fyrstu
verkefnum nýrra hafnaryfirvalda
að undirbúa hafnar mannvirki
sem tryggðu betra öryggi og
aðstöðu til að þjóna skipum.
Hinn 7. nóvember 1911 var
ákveðið að hefja hér smíði
hafskipabryggju og var hún
formlega tekin í notkun 16.
október 1913 með mikilli við -
höfn. Á þessum tíma var ekki
komin nein slík bryggja í
Reykja vík og þegar Gullfoss
kom til landsins í apríl 1915
lagð ist hann að „Gömlu bryggj -
unni“ eins og hún var síðar köll -
uð. Þessi aðstaða þótti fljótt ekki
nægjanleg og 1931 var „Nýja
bryggjan“ tekin í notkun. Báðar
voru þessar bryggjur tré staura -
bryggjur með tim burgólfi og
muna Hafnfirðingar sem komnir
eru yfir miðjan aldur eftir þeim.
Umdeildur Norðurgarður
Enn var þó jafnmikill órói í
vestanáttum og það mun hafa
verið Skipstjóra- og stýri manna -
félagið Kári sem fyrst lagði fram
tillögu um gerð brimvarnagarða í
febrúar 1922. Þetta átti eftir að
verða eitt heitasta pólitíska
þrætueplið í bænum næstu 20
árin og komst loks til fram -
kvæmdar með byggingu Norð -
ur garðsins 1941-1945 og Suður -
garðisins sem tekinn var í notkun
1953. Deilt var hart um tækni -
legar forsendur Norður garðsins,
hvort botninn væri nógu traustur
til að bera hann og skemmst er
frá því að segja að fremri hluti
hans seig skyndilega um rúma
tvo til þrjá metra í ágúst 1945,
botninn gaf sig.
Framtíð hafnarinnar
Mikið vatn hefur runnið til
sjáv ar í hundrað ára sögu
Hafnar fjarðarhafnar og hér hefur
einungis verið drepið á fáein
viðfangsefni frumkvöðlanna.
Höfn in er nú á vissum tíma -
mótum og taka þarf mikilsverðar
ákvarðanir um framtíð hennar.
Þar tel ég hæst bera byggingu
nýrrar hafnaraðstöðu vestan
Straums víkur og endur skipu -
lagningu innri hafnarinnar þann -
ig að hún þjóni betur því hlut -
verki a vera miðpunktur mann -
lífs í bænum.
Í ljósi efnahagsástandsins og
þess að nýlokið er miklum
hátíðar höldum hefur hafnar -
stjórn ákveðið að ekki verði efnt
til milla veisluhalda í tilefni af
afmælinu. Sögu hafnarinnar og
framtíðaráformum verða gerð
skil í kvikmynd sem unnið er að
og einnig í sérstakri útgáfu með
þessu blaði síðar á árinu og verð -
ur þá greint nánar frá atburðum
afmælisársins.
Höfundur er formaður
hafnarstjórnar.
Heimildir: Sigurður Skúlason,
Saga Hafnarfjarðar, 1931,
Ágúst Guðmundsson, Saga
Hafnarfjarðar, 1983.
Eyjólfur
Sæmundsson
Hafnarfjarðarhöfn 100 ára
L
j
ó
s
m
.
:
L
á
r
u
s
K
a
r
l
I
n
g
a
s
o
n
Horft undan Flensborgarhamri að Vesturbænum. Bát og skip á legunni. Strandgatan lengst til hægri.
Horft yfir hafnarsvæðið, Hvaleyrina og Straumsvík. Ljósmynd tekin 2008.
Rétt fyrir jólin afhenti Krabba -
meinsfélag Hafnarfjarðar St.
Jósefs spítala- Sólvangi allan
hús búnað og lyfjadælu að gjöf í
sérstaklega útbúna sjúkrastofu
þar sem bæði sjúklingi og að -
standendum er ætlað að líða sem
best. Undirbúningur stofunnar
hefur staðið yfir í nokkra mánuði
og allt tekist mjög vel til í góðri
samvinnu forráðamanna spítal -
ans og Krabbameinsfélags Hafn -
arfjarðar. Skúli Þórsson heitinn
sem lengi sat í stjórn félagsins
gaf ásamt systrum sínum 150
þúsund krónur í minningu for -
eldra þeirra í þetta verkefni.
Krabbameinsfélag Hafnar -
fjarð ar hefur ásamt fjölmörgum
félagasamtökum, fyrirtækjum og
einstaklingum í Hafnarfirði
unnið markvisst að því að efla og
styrkja starfsemi spítalans með
fjárframlögum. Undanfarin ár
hafa þessir aðilar m.a. keypt tæki
til að stórefla forvarnir og með -
ferð meltingarsjúkdóma, en
spítal inn hefur verið í forystu við
það hér á landi til margra ára.
Krabbameinsfélagið og aðrir
velunnarar treysta því að heil -
brigðisyfirvöld hlúi enn frekar að
starfsemi St. Jósefsspítala - Sól -
vangs og að stofnunin fái að efla
frekar þá sérhæfðu starfsemi sem
skipulögð hefur verið á undan -
förnum áratugum. Stuðningur
einstaklinga og félagasamtaka
við spítalann sýnir að starf hans
nýtur virðingar og er mikils met -
ið.
Bæjarbúar styðja við St. Jósefsspítala
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar færir St. Jósefsspítala - Sólvangi mikilvæga gjöf
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n