Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 2
Fjárhagsástand Hafnarfjarðarbæjar er slæmt. Það er það líka í öðrum sveitarfélögum. Óseldar lóðir og skil á lóðum sem þegar höfðu verið seldar valda bæjarfélaginu þungum búsifjum. Það má velta því fyrir sér af hverju ástandið sé svona slæmt? Af hverju voru svona margar lóðir tilbúnar, þetta voru ekki aðeins íbúðarlóðir heldur atvinnulóðir líka. Framboð lóða hefur verið mjög brokkgengt á undanförnum áratug - um. Stefnuleysi og skortur á skýrri framtíðarsýn hefur orðið þess valdandi að ávallt er verið að leysa vandamál líðandi stundar. Stundum hafa skiptar skoðanir orðið þess valdandi að hverfi sem var nær tilbúið í skipulagi var sett í ruslafötuna af því nýr meirihluti vildi aðra forgangsröðun og engar lóðir þá úthlutaðar í heilt ár á meðan annað hverfi var skipulagt. Skipulag hverfa og úthlutun lóða hafa oft ráðist á annarlegum sjónarmiðum og hafnfirskir verktakar hafa ráðið miklu um skipulag fjölbýlishúsalóða enda sátu þeir nánast einir að slíkum lóðum til margra ára. Þetta var þátíðin. Nú er framtíðin fyrir fótum okkar og enginn æsingur við að skipuleggja ný hverfi enda mikið til af lóðum. Nú er tími til þess að setjast niður og skoða hvernig bæjarfélag við viljum. Viljum við ljósgráar eða dökkgráar steinaðar blokkir sem hannaðar eru af metnaðarleysi eða viljum við hverfi þar sem fólk er stolt af að búa í, þar sem fólk en ekki bara bílar og peningagræðgi er í fyrirrúmi. Nú er að koma kjörinn tími fyrir ráðstefnur um framtíðarsýn Hafnfirðinga í þróun byggðar, ráðstefnur um betri íbúðir sem eru betur í takt við þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á undan - förnum áratugum. Viljum við ekki vita hvernig bærinn eigi að þróast? Viljum við ekki vita hvernig það er að ferðast um bæinn, hvort sem það er gangandi, hjólandi eða akandi? Viljum við ekki vita hvort við hættum að sjá stjörnurnar vegna ljós mengunar frá illa hannaðri götulýsingu og óþarfa lýsingu hér og þar? Hafnfirðingar! Nú höfum við tíma til að hugsa og undirbúa okkur. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 15. febrúar Fjölskylduhátíð kl. 11.00 Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Aðalfundur Fram Landsmálafélagið Fram heldur aðal - fund sinn í kvöld, fimmtudaginn 12. febrú ar kl. 20 í Sjálfstæðihúsinu, Norður bakka 1. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands samsetta dagskrá af myndum frá Konungskomum til Íslands frá árunum 1907-1930. Fyrsta myndin í syrpunni er stutt mynd frá konungs kom unni 1907 og með alelsta kvikmyndaefni sem til er í Kvik mynda - safninu. Síðan eru myndir frá 1921, 1926 og síðast frá 1930. Sýningarlok í Hafnarborg Sunnudaginn 15. febrúar lýkur sýning - unum Íslenskir listamenn ljósmyndir eftir Jónatan Grétarsson og Þættir, verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Jónatan hefur ljósmyndað íslenska listamenn og eru rúmlega 40 portrett af þekktum listamönnum á sýning - unni. Björg sýnir málverk, teikningar, þrívíð verk og verk unnin með austur - lenskri Shibori tækni. Evrópufundur Samfylkingar Gunnar Svavarsson, alþingismaður, Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur verða frummælendur á fundi Sam - fylkingarinnar um Lýðræði og sveitar - stjórnarmál í Evrópu. Fundurinn verður í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 mánudagskvöldið 16. ferbrúar kl. 20. Aðalfundur Hauka Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn þriðjudaginn 17. ferbrúar kl. 17 að Ásvöllum. Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar verður haldinn þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Aðalfundur Vorboða Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20 í Sjálfstæðishúsinu Norðurbakka 1. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik mynda - safnið japönsku kvikmyndina Ras - homon sem fór sem stormsveipur um Feneyjar árið 1951 og hirti að lokum gullna ljónið Powertalk fundur Powertalk Int. deildin Íris heldur opinn fund þriðjudaginn 17. febrúar kl 20- 22 í Hásölum (litla sal) safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Láttu nudda þig til góðs! Heilsunudd og verkjameðferð Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h sími 699 0858 Sunnudaginn 15. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Við verðum öll saman í einni stund. Helga Þórdís Guðmundsdóttir stýrir kór og safnaðarsöng. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Kaffi, djús, ávextir og notalegt skraf á eftir í safnaðarheimilinu. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Vetrarstarfið hafið hjá Stanga - veiðifélagi Hafnarfjarðar Vetrarstarf SVH. hófst um miðjan janúar s.l. með opnu húsi og sýnikennslu á hekl - uðum veiðiflugum. Opin hús eru öll fimmtudagskvöld fram á vor og í kvöld verður Pétur Péturs son með kynningu á veiði svæðum Eldvatns, Reykja dalsár og fleiri svæða. Á laugardaginn kl. 14. verður aðalfundur félagsins og að honum loknum flytur Árni Ísaksson forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu erindi sem nefnist „Veiðigæði“. SVH er með unglingastarf fyrir 10-16 ára krakka þar sem þátttaka er þeim að kostnaðar - lausu. Þar fá þeir fróðleik og kennslu um veiði, flugu hnýt - ingar og fl. Forstöðumaður unglinga starfs er Þröstur Sverr - isson. SVH hefur líka verið með námskeið í samvinnu við námsflokka Hafnarfjarðar í fluguhnýtingum og flugu - köstum og er hægt að nálgast uppl. um þau hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. Opna húsið í kvöld hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Vildarkort fyrir 67 ára+ Um 150 Hafnfirðingar fædd - ir árið 1942 fá nú sent heim vildar kortið 67+. Kortið veitir þeim aðgang að söfnum bæjar - ins og sundlaugum ásamt niður - greiðslu á þátttökugjöldum í líkams rækt. Einnig veitir kortið, handhafa, möguleika á að ferð - ast með strætó án endurgjalds. Um 2200 bæjarbúar, 67 ára og eldri , hafa nú möguleika á að nýta sér þessi fríðindi. Nánari upplýsingar í þjón - ustu veri bæjarins, .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.