Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 STEBBI & EYFI Tónleikar í Hafnarborg föst. 6. mars Fyrir skömmu sendi Guð - laugur Þór Þórðarson frá sér tilkynningu um skipulags breyt - ingarnar á St. Jósefsspítala. Þar kemur ýmislegt fram sem ekki kom fram á þeim opinberu fundum sem ráðherrann hefur haldið né á fundi með starfs - mönnum St. Jósefsspítala. Í samtali við Fjarðarpóstinn ítrek - ar Guðlaugur að unnið hafi verið með Hafnfirðingum við útfærslu tillagnanna um heilbrigðis þjón - ustu í Hafnarfirði og að mark - miðið væri að halda uppi sam - bærilegu þjónustustigi en með minni fjármunum. Eins og kom - ið hefur fram í fjölmiðlum eru dæmi um verktakagreiðslur til lækna upp á 25 millj. kr. á ári mv. 60% starfshlutfall og segir Guð - laugur að þetta fyrirkomulag sé ekki ásættanlegt. Þú segir að markmiðið hafi verið að losna við ríkisábyrgð á verktakarekstri í Hafnarfirði og nefnir að óeðlilega lítið samræmi sé millli launa þeirra lækna sem þar starfa og annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Viltu skýra þetta nánar og af hverju var þetta ekki komið fram fyrr? Þetta fyrirkomulag er arfur eldri aðferða sem hafa verið kölluð ferliverk. Þ.e. ríkisstofnun greiðir eingögnu lækninum verktakalaun en aðrir starfs - menn eru á launaskrá hjá ríkinu. Afleiðing af þessu fyrirkomulagi er að greitt er samkvæmt af - köstum til læknisins en aðrir starfs menn njóta ekki sömu skilmála. Í þeirri aðferð sem nú er farið að nota eru verkin boðin út eða samið um í gegnum Sjúkratryggingar Íslands við heilbrigðisstofnanir og þróunin hefur verið að greiða fyrir unnin verk. Í niðurstöðum „skurðstofu - hóps“ kemur fram að lítill sem enginn munur sé á kostnaði við sam svarandi aðgerðir LSH og St. Jóh. þrátt fyrir að gera mætti ráð fyrir hærri kostnaði á LSH vegna m.a. vakta, gjörgæslu o.fl. Hvernig fæst þá hagræðing upp á 160 millj. kr.? Miðað við bestu upplýsingar er lítill munur á kostnaði á St. Jóh og LSH. Hagræðingin ræðst af tveimur ólíkum þáttum. Ann - ars vegar er verið að flytja al - mennar skurðlækningar og háls-, nef- og eyrnaaðgerðir inn á LSH á svokölluðum „jaðar kostnaði“. Það þýðir að verið er að nýta umframafkastagetu LSH á þessu sviði og var LSH boðið að taka verkefnið að sér fyrir 50% af núverandi kostnaði. Hins vegar var lagt upp með að nýta tvær skurðstofur í Kefla - vík í stað þeirra fjögurra sem eru nú til staðar og bjóða starfsfólki St. Jóh að taka fjárhagslega ábyrgð á þeim rekstri á grund - velli þeirrar reynslu sem er af útboðum á aðgerðum utan LSH. Reynslan sýnir að aðgerðir sem unnar eru utan LSH eigi að vinnast á 30-35% lægri kostnaði en innan LSH. Til að gæta hófs í kröfum gerðum við ráð fyrir 25% afslætti frá LSH verði í okk - ar útreikningum. Ein af for - sendum þess að ná svona árangri er að sameina kven - sjúkdómaaðgerðir, lýtaaðgerðir, bæklunar aðgerðir við þann aðgerða fjölda sem er til staðar í Keflavík og ná þannig upp góðri nýtingu á þeirri skurðstofu í dagvinnu og með lágmarks vakta kostnaði. Augnaðgerðir sem eru þegar í göngudeildar þjónustu á St. Jósefsspítala voru utan við þessa útreikninga enda er ekki reiknað með sparnaði við framkvæmd þeirra. Áætlaður er 200 millj. kr. sparnaður við flutning göngu - deildar meltingasjúkdóma og lyflækninga spari árlega 200 millj. kr. Í hverju felst sá sparnaður? Hér komum við aftur að samlegðar áhrifum sem stjórnendur LSH teljast liggja í að ná þessu öllu á einn stað. Hagræðing þessi getur bæði falist í kostnaði sem nú er á St. Jósefsspítala og einnig í þeirri starfsemi sem er á LSH í dag. Margt af því sem gert er á St. Jósefsspítala í þessu efni er vel gert en því er ekki að leyna að kjör sérfræðinga í sömu grein eru töluvert betri á St. Jósefsspítala en LSH. Er gert ráð fyrir fjárhagslegri að komu Hafnarfjarðarbæjar vegna stofnkostnaðar við breyt - ingar á St. Jósefsspítala? Ekki var gert ráð fyrir því en vissulega væri það fagnaðarefni fyrir ríkissjóð ef Hafnfirðingar gætu lagt eitthvað af mörkum í því. Hvaða lágmarks rannsóknar - aðstöðu yrði viðhaldið í Jósefs - spítala (rannsóknarstofa á heilsugæslunni legðist af)? Raunar gerðum við ráð fyrir að sú starfsemi yrði með svip - uðum hætti og er nú á heilsu - gæslunni en með betri aðstöðu. Nýlega er búið að taka rann - sókn araðstöðuna í gegn í St. Jósefs spítala þó vissulega sé ekki vítt til veggja þar. Þessi tilflutningur á rannsókn úr hús - næði heilsugæslunnar losar rými þar sem Heilsugæsla höfuð - borgarsvæðisins þarf að nota í annað. Margt af þessum breyt - ingum sem við höfðum skipulagt hangir hvað á öðru og ef einn hlekkur í keðjunni klikkar er erfitt að láta allt ferlið ganga upp. Ekki síst í því ljósi er það óheppileg umræða um starf þeirra fjölmörgu sérfræðinga og stjórnenda sem komið hafa að þessari vinnu þegar fullyrt er að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi. Voru háar greiðslur til lækna ein ástæða breytinga? Guðlaugur Þór Þórðarson, fv. heilbrigðisráðherra svarar Fjarðarpóstinum Guðlaugar Þór ávarpar Hafnfirðinga á borgarfundi. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.