Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 Eldsneytisverð 11. febrúar 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 142,8 159,2 Atlantsolía, Suðurhö. 138,8 159,1 Orkan, Óseyrarbraut 138,6 158,9 ÓB, Fjarðarkaup 138,6 158,9 ÓB, Melabraut 142,8 159,2 Skeljungur, Rvk.vegi 144,4 162,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. 3 herb. íbúð í fjölbýli í Mosahlíð. Leiga 110 þús. Laus í lok mars. Uppl. í s. 481 1035 og 617 6565. Rúmgóðar 2ja,3ja og 4ra herb. íbúðir á Völlunum. Leigjast með öllum tækjum, ljósum og gardínum. Leiguverð 2ja herb. kr. 109.685, 3ja herb. kr. 120.656, 4ra herb. kr. 134.130 með hússjóð. Upplýsingar í síma 895 2463. Fallegt skrifstofuhúsnæði. Til leigu fallegt skrifst.húsnæði í Hfj/Gbæ, samt. 98 m². Hnotuparket, eldhús og baðherb m. sturtu. Hægt að leigja stakar vinnustöðvar, hluta af rými eða allt. Uppl. í síma 8242422 Hefur þú frunsu? Er barnið með eyrnarbólgu? Hef afar öflugt krem á frunsuna og við eyrnarbólgu. Ókeypis sýnishorn. Snorri sími 555 3891 Bílskúrssala á sunnudaginn kl. 13 að Herjólfsgötu 16. Til sölu skrifstofuhúsgögn, sem ný, hillur, þvottavél og þurkkari, flatskjár, eldhúsdót og hlutir úr búslóð. Uppl. í s. 891 7335. Til sölu tungusófi og lazyboy stóll. Hagstætt verð. Uppl Sparaðu 100 þúsund kr.! Nokkurra mánaða, nær ónotað „Sælurúm“ frá RB-rúmum til sölu. 120 cm breitt, stillanlegt m. þráðlausri fjarstýringu, vönduð springdýna. Rúmteppi og púðar geta fylgt. Uppl. í s. 896 4613. Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Förðun og neglur. Förðun fyrir öll tækifæri, einnig gelneglur. Uppl. gefur Laufey förðunar- og naglafræðingur, s. 699 4603 Strákur óskar eftir snjóbretti m/ skóm og bindingum, skóst. 42. Uppl. í s. 861 4615. Antik eikarskrifborð og antik DUX grammofónn og útvarpsskenkur. Fallegt húsgagn. Uppl. í síma 896 60 44 Silfurhálsmen með dökkum steini tapaðist 1. febrúar í miðbæ eða nágrenni. Finnandi vinsamlega hafi samband við Huldu í s. 824 7454. Fundarlaun. Handprjónað hlýtt og flott eyrnaband tapaðist í jan/feb í Hafnarfirði. Svart og hvitt með munstri fóðrað með svörtu flísefni. Heklaður hvítur kantur við enda, Þekkist vel. Finnandi Vinsamlegast láti vita í síma 6930498 Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . T a p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Heilsa Gefins Til sölu Óskast Þjónusta Húsnæði í boði Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 Sími 867 2273 Heilsunudd Nýtt í Hress! (bak, aðeins 1999,-) Einnig heilsu með ferð (kinezio logic, meridians, viðbragðs meðferð) eða ert þú stressuð(aður)? Sími: 841 0968, Hress: 565 2212 Valentínusargjöf: kr. 3500,- 60mín. – algjör slökun. Í janúar hækkuðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ,að sögn fyrst bæjarfélaga á landinu, útsvarið um 0,25%. Ástæðan var sögð lækkun á fasteigna - mati. Þegar í ljós kom að sú lækkun yrði mun minni en áætlað var í fyrstu voru eftirstöðv - arnar, rúmar 78 millj - ónir, settar í nýjan vel - ferðarsjóð. Hvorki skipu lagsskrá né út - hlut unarreglur liggja fyrir um sjóðinn sem meirihluti Samfylk - ingar segir að sé ætlað að mæta ófyrirséðum þrenging - um bæjarbúa. Efnahagshrun og kreppa blasti við þegar Sam - fylkingin vann að fjárhags áætl - unargerðinni og bæjarbúar hljóta þess vegna að spyrja hvers vegna í ósköpunum hún gerði ekki ráð fyrir slíkum Velferðarsjóði í þeirri vinnu. Hvernig hafði Sam fylk - ingin hugsað sér að styðja við ein - staklinga og fjölskyldur í þreng - ingum áður en leyfi til hækkunar útsvars kom til? Lægra verð á skólamáltíðum Á síðasta bæjarstjórnarfundi lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að verð á skólamáltíð yrði lækkað úr 246 krónum í 210 krónur og að hvert barn greiddi að hámarki 4500 krónur á mánuði. Sömu leiðis var lagt til að syst - kina afsláttur yrði tekinn upp fyrir þriðja, fjórða og fimmta barn á heimili. Með þessu myndu spar - ast allt að 900 krónur á barn á mán uði og þar sem væru fleiri en 2 börn frá sama heimili í matar - áskrift myndu 4500 krónur spar - ast til viðbótar. Áætlaður kostn - aður vegna þessarar tillögu var samkvæmt okkar útreikningum 7,8-12 milljónir út skólaárið eftir fjölda barna í mataráskrift. Lagt var til að þessi breyting tæki gildi 1. mars og að aukinn kostnaður yrði greiddur úr ofan - greindum Velferðar - sjóði sem bæjarbúar hafa nú þegar greitt í með auknum álögum. Stuðningur við fjölskyldur Það hefði auðvitað verið gott að geta lagt fram tillögu um enn meiri lækkun á þessari grunn - þjónustu en til að tillögur nái fram að ganga þurfa þær að vera raun - hæfar. Fyrir þessari lækkun eru til fjármunir sem við höfum greitt með auknu útsvari. Fyrir sumar fjölskyldur kann það sem sparast að muna litlu í samhengi við önnur útgjöld en fyrir aðrar eru nokkrir þúsundkallar háar upp - hæðir. Með lækkun verðs á skóla - máltíðum er komið til móts við þarfir þessara fjölskyldna og líkur minnkaðar á því að foreldrar dragi úr mataráskrift þrátt fyrir þreng ingar. Sérstakar ráðstafanir þarf að auki til að koma til móts við þær fjölskyldur sem eru verr staddar. Það er skemmst frá því að segja að i stað þess að taka tillöguna til efnislegrar meðferðar og sam - þykkja hana í bæjarstjórn þannig að hægt væri að hefja vinnu við frekari útfærslu var ákveðið að setja hana í nefnd. Hvernig skyldi því nefndarstarfi lykta? Höfundur er fyrsti vara bæjar - fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Aðgerðir í þágu fjölskyldna Hækkun útsvars – til hvers? María Kristín Gylfadóttir Virðulegi bæjarstjóri, mig langar til að óska eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu Hafnarfjarðarbæjar og mig langar að biðja þig um svör á mannamáli sem venju legt fólk í Hafnarfirði skilur. Til að hafa öll spil á borðinu þá er ég í stjórn Sjálfstæðisfélags Hafn - ar fjarðar en í raun er þetta bréf sent frá íbúa í Hafnarfirði til bæjar - stjóra allra bæjar búa í Hafnarfirði. Almenningur á Ís - landi hefur áhyggjur af stöðu mála í ríkis - búskapn um, hefur enda ærna ástæðu til og óskar eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum. Sveitarfélögin og staða þeirra hafa ekki fengið mikið pláss í umfjöllun fjölmiðla undanfarna mánuði. Engu að síður er það þann ig, að það efnahagsástand sem nú blasir við mun koma sér verulega illa fyrir flest sveitar - félög á Íslandi. Þó verr fyrir sum sveitarfélög en önnur. Það segir sig kannski sjálft að þau sveitar - félög sem voru enn á fullri keyrslu þegar bankahrunið varð, verða verr úti en önnur. Fréttir berast af miklum lán - tökum hjá Hafnarfjarðarbæ og mér sýnist þau lán vera á afar vondum kjörum svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það hlýtur að vera án fordæma að Hafnar - fjörður hafi þurft að veðsetja eignir bæjarins fyrir lánum sem eru að auki verðtryggð og með háum vöxtum. Þetta umrædda lán var tekið í síðasta mánuði en ekki er langt síðan Hafnarfjarðarbær tók annað stórt erlent lán og lang - ar mig að spyrja hvort lántökum sveitarfélagsins sé lokið eða hvort við eigum von á meiri lántöku? Ef rýnt er í tölur úr fjárhags áætl - un, fer 95% af áætluðum tekjum bæjarins í rekstur. Rekstrar - afgang urinn dugar ekki einu sinni fyrir vaxtagjöldum, hvað þá af - borgunum og framkvæmdum. Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki upp. Hvernig sér bæjar - stjórinn fyrir sér að leysa þennan vanda? Er áætlað að skera niður í grunn skólunum? Ef svo er, væri fróðlegt að fá upp lýs - ingar um það með hvaða hætti það á að vera? Hver er til dæmis staðan varðandi Kapla krika? Verður hann sundurgrafinn mik ið lengur sem tak - markar mjög notkun íþrótta mannvirkjanna sem þar eru og er til verulegra vandræða fyrir börnin okkar, ef ekki beinlínis hættulegt, sem þurfa að ganga hringinn í kring um húsið í snjónum og hálkunni? Þetta ástand er ekki við unandi. Ef klára á þessar fram - kvæmdir á næstunni langar mig að fá svar við því hvaðan þeir fjármunir eiga að koma? Kostnaður sveitarfélagsins vegna íþróttamannvirkja hefur verið gríðarlegur á umliðnum árum. Þó ég telji það nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir sveitarfélög að styðja myndarlega við íþrótta - félög má velta því fyrir sér hvort menn hafi farið fram úr sér hér í bæ. Fjármál Hauka virðast vera vandamál sem erfitt er að sjá fram úr. Getur bæjarstjórinn greint frá því með hvaða hætti leyst verður úr því máli? Hvernig er með sundlaugar - mannvirkið nýja á völlunum? Á að halda því í fullum rekstri í þessu árferði? Og ég spyr líka, þurfum við að reka 3 almennings sundlaugar í Hafnarfirði þegar svona illa árar? Sem venjulegur íbúi og foreldri í Hafnarfirði langar mig að óska eftir skýrum svörum frá bæjar - stjóra um það hver raunveruleg staða sveitarfélagsins er. Með vinsemd og virðingu, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Lækjarkinn 6 Opið bréf til bæjarstjóra Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Falleg hafnfirsku húsin og blokkir í nágrannasveitum í fjarska. Verkstjóri í efnalaug/þvottahús Efnalaugin Glæsir í Hafnarfirði óskar eftir að ráða verkstjóra sem sér um daglega starfsemi. Verkstjóri þarf að tala íslensku, vera með bílpróf og hafa reynslu af vinnu í efnalaug eða sambærilega reynslu. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn umsókn á sigurdur.valgeir@gmail.com. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.