Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 Munið aðal fundinn 17. feb. kl. 18! Vill frítt í sund fyrir atvinnulausa Auður syndir í nánast mann - lausri Suðurbæjarlaug á milli kl. 10 og 15 leggur til að at - vinnulausir fái frítt í sund þeg - ar aðsóknin er minnst á virkum dögum. Það kosti bæjarfélagið í raun ekki neitt og skili sér í betri heilsu. Auður segist hafa reynslu af því að ná sér á strik eftir áfall með hjálp sundsins. Hún segir samfélag sund iðkenda gott samfélag og þar geti menn spjallað við blá ókunnugt fólk í heita pottinum eða bara stung - ið höfðinu í laugina og fengið að vera einir með sjálfum sér. Þrjár almenningssundlaugar eru í Hafnarfirði, tvær inni - laugar og ein útilaug. w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Rammíslenskt þorrablót að hætti Fjörugoðans með þjóðlegum söng víkinga og valkyrja yfir borðhaldi Hljómsveitin Papar leikur föstudaga og laugardaga allan þorrann Kjötréttir Súrmatur Sjávarfang Meðlæti Eftiréttur Hangikjöt Lundabaggar Harðfiskur Uppstúf og kartöflur Skyr Svið Lifrarpylsa Hákarl Rauðrófur Sviðasulta Blóðmör tvær tegundir af síld Rófustappa Saltkjöt Hrútspungar Sýrt hvalkjöt Grænar baunir Svínasulta Bringukollar Reykt þorskhrogn Hverabrauð Sviðasulta Flatkökur og smjör Pottréttur Skoðið tilboðspakkana okkar á vefsíðunni www.fjorukrain.is 1. Þorrapakki: Þorrahlaðborð kr. 6.400 á mann m/fordrykk og einn bjór með mat 2. Árshátíðarpakki 3. Sælkerapakki 4. Fyrirtækjapakkinn Hvunndagsmatseðill öll kvöld virka daga, tveggja rétta, á kr. 1.500. Sérstakur helgartilboðs- matseðill, þriggja rétta, á kr 4.200. Undankeppni fyrir Eurovision lýkur á laugardaginn þegar íslenska framlagið verð ur valið. Hafnfirðingar eiga hluti í tveim - ur af topplögunum, Torfi Ólafs - son samdi lagið Easy to fool sem Arna, Edgar Smári, Sverrir, Ólafur og fl. flytja. Torfi, ,sem rekur gítarskólann GIS hefur samið lög í 30 ár og gaf út sín fyrstu plötu 1980, Kvöldvísu, lög við ljóð Steins Steinars. Þá flytur hin unga Jóhanna Guðrún Jónsdóttir lagið Is it True eftir Óskar Pál Sveinsson en Jóhanna Guðrún hefur sungið frá 8 ára aldri opinberlega og kennir nú söng og er sjálf í klassísku söngnámi. Ljúf ballaða Jóhanna Guðrún, sem syngur ljúfa ballöðu, segir keppnina leggjast mjög vel í sig, hún sé rosalega spennt og hafi góða tilfinningu fyrir laginu enda henti það henni vel að syngja svona lög. Hins vegar séu öll lögin mjög góð og erfitt að spá um úrslitin. Líflegt country rokk Torfi segir skemmtilega stemmn ingu í hópnum, lagið hafa smollið vel í fyrsta flutningi en nú verði enn meiri kraftur í laginu. Lag Torfa er skemmtilegt og létt country rokk lag og verður spennandi að heyra það í endurbættri útgáfu á laugar dag - inn. Fyrst og síðast á svið Lögin tvö verða á góðum stað í keppninni, lag Torfa verður upphafsatriðið en Jóhanna verð - ur síðust á svið. Hafnfirðingar munu eflaust krossa fingur við flutning laganna, reyndar má búast við að Torfi fá stuðning frá Kópavogi líka þar sem hann ólst upp en hann hefur talist Hafn - firð ingur síðustu 10 árin. Hafnfirskt lag og hafnfirskur söngvari Hafnfirðingar fylgjast spenntir með sínu fólki á laugardaginn Jóhanna Guðrún JónsdóttirTorfi Ólafsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.