Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 6
Undarfarnar vikur hefur Björg - unarsveit Hafnarfjarðar farið nánast daglega til aðstoðar fólki sem fest hefur bíla sína á vegum í nágrenni Hafnarfjarðar. Oftast hefur verið farið á Blá fjalla veg en hann hefur verið ófær í þó nokkurn tíma en Vega gerðin fór þó eftir ítrekaðar beiðnir sveit - arinnar og setti upp skilti á veginn sem sögðu veginn ófæran. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 Innsæið er sjötta þrepið í Rope yoga hugmyndafræðinni. Þegar við höfum farið í gegnum fimm fyrstu þrepin þ.e. vitund, ábyrgð, ásetningur, trúfesta og fram - ganga, þá fer innsæi að birtast okkur. Innsæi er leiftur sem birt - ist okkur og hverfur um leið og við byrjum að hugsa. Innsæi er þegar við hlustum á hjarta okkar og tilfinningar. Við getum lært að hlusta á innsæi okkar í stað þess að hafna því eða hrinda því frá okkur í hvert skipti sem það birt - ist okkur. Hlustaðu á innsæi þitt Við höfum talað um það í fyrri greinum að setja sér markmið og standa við heitbindingar okkar, sem er gott að gera, en samt sem áð ur þá er einnig nauðsynlegt að hlusta á innsæið sitt. Það getur alltaf eitthvað breyst sem við sáum ekki fyrir og þá getur verið nauð synlegt að breyta eða setja sér ný markmið. Við notum því innsæi okkar til að færa okkur aftur inn á rétta braut ef við höfum farið út af brautinni Það er í lagi að skipta um skoðun Algengt er að við samþykkjum ýmislegt sem okkur langar ekki til að samþykkja eingöngu vegna þess að við óttumst að særa eða móðga einhvern. Segðu alltaf sannleikann og þegar við segjum sannleikann þá getum við ekki sært nokkurn mann. Það er á ábyrgð hvers og eins hvernig hann tekur sannleikanum og hvort að hann upplifi höfnun. Það kemur fyrir að við erum búin að gefa loforð og finnst við þurfa að standa við það þrátt fyrir að innsæið okkar segir eitthvað ann að. Aðstæður geta alltaf breyst eða tilfinningar okkar og innsæið. Það er því réttur okkar að skipta um skoðun ef hjarta okkar segir svo. Við höfum ekkert að fela Þegar við erum heiðarleg og segjum sannleikann þá höfum við ekkert að fela og þurfum þar af leiðandi ekki að óttast að upp um okkur komist eða að særa einhvern. Þegar við byrjum á að segja ósatt þá er auðvelt að flækjast í lygavef sem veldur spennu og ótta hjá okkur sjálfum og vindur oft upp á sig. Það krefst hugrekkis að segja sann - leikann og þá höfum við ekkert að óttast, alveg sama hvað kemur upp á í lífi okkar. Hlustum á hjarta okkar Við hættum að taka okkur hátíðlega og hlutina persónulega. Það er alveg sama hvað öðrum finnst eða hvað aðrir segja við okkur við tökum það ekki nærri okkur því að við vitum að við erum að segja sanneikann. Við hlustum á hjarta okkar og erum þar af leiðandi eins og opin bók og það mega allir lesa okkur. Við erum óháðir athugendur sem hvorki dæma né draga í dilka. Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elin.is Segðu alltaf sannleikann STYRKVEITING TIL FÉLAGA TIL GREIÐSLU FASTEIGNASKATTS Félög sem eiga fasteignir í Hafnarfirði og eru með starfsemi sem ekki eru reknar í ágóða - skyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æsku - lýðs- og tómstundastarfsemi og mann úðar - störf, geta sótt um styrk til greiðslu fast - eignaskatts. Styrkirnir taka einvörðungu til fasteigna sem er í eigu viðkomandi félagasamtaka og eru notuð í framangreindum tilgangi. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í þjónustu - veri Hafnarfjarðar eða á heimasíðu bæjarins. Með umsóknunum skulu fylgja, auk almennra upplýsinga, lög og/eða samþykktir starfseminnar, ársreikningur síðasta árs eða sambærileg gögn og stutt greinargerð um notkun fasteignar. Að öðru leyti gilda reglur bæjarstjórnar Hafnar - fjarðar um styrkveitingar til greiðslu fasteigna - skatts sem samþykktar voru 7. mars 2006 og settar eru með stoð í 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars nk. Umsóknum skal skilað í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar. Í leikskólum landsins er unnið margbreytilegt og metnarðarfullt starf. Hver leikskóli hefur sína menningu og áherslur eru mis - jafnar. Í Hafnarfirði er starf - ræktur leikskóli á vegum bæjar - ins sem eingöngu er fyrir fimm ára börn og heitir hann Álfaberg. Álfaberg er lítill leikskóli með heimilislegt yfirbragð og í hon - um eru 28 börn og er þetta þriðja starfsár hans. Í leikskólanum starfa saman leik- og grunnskólakennarar auk reynslu mikilla starfsmanna. Lögð er áhersla á að mynda sam - fellu á milli skólastiganna tveggja, leik- og grunnskóla. Mik ið er unnið með stærðfræði, íslensku, ensku, lífsleikni og listir. Börnin sækja vikulega tón - listarkennslu undir handleiðslu tónlistar kennara í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hádegisverðurinn er snæddur í Lækjarskóla og fer barna hópurinn þangað í hádeg - inu í rútu ásamt kennurum sínum og þykir það ákaflega spennandi. Börnin þekkja því grunn skóla - umhverfið mjög vel þegar komið er að þeirra grunnskólagöngu, eins og t.d. stóran matsal, langa og stóra ganga, fjölbreyttan barna hóp, stórt ógirt útisvæði og svo mætti lengi áfram telja. Margt bendir til þess að fyrri reynsla hafi mikil áhrif þegar kemur að því að nema nýja þekkingu. Hafi börn til að mynda jákvæða reynslu af stærðfræði er það gott veganesti fyrir áfram - haldandi stærðfræðinám. Að vinna með stærðfræðihugtökin, fjölda, magn, flokkun í gegnum leikinn myndar jafnframt ákveð - inn kunnugleika við næsta skref í stærðfræðikennslu. Það veitir börnunum öryggi að hafa leikið sér á jákvæðan hátt með það sem bíður þeirra í nýju umhverfi. Jákvæð upplifun Í leikskólanum Álfabergi er höfuð áhersla lögð á jákvæða upp lifun barnsins á þeim hug - tökum sem grunnskólinn notar, svo sem eins og stærðfræði og íslensku. Að fara út í snjóinn og gera ýmsar mælingar sem svo eru skráðar og settar í súlurit er undantekningalaust ákaflega góð stærðfræðiupplifun hvers barns í leikskólanum. Íslenskutími í leikskólanum hjá fimm ára barni er einnig ótrúlega skemmtilegur. Ein af kennsluaðferðunum er að fara á nokkrar stöðvar í 10-15 mín útur í senn og vinna með stafi, rím og fleira. Fjölbreytt verk efni eru á stöðvunum, hreyf - ing og leikur eru í fyrirrúmi til að mæta leikgleðinni. Hlutverk leik skólans er að skapa jákvæða upplifun og öryggi þeirra barna sem í honum dvelja dag hvern. Að byggja upp sterka og já - kvæða einstaklinga með heilbrigða sjálfsmynd er mark - miðið. Lögð er áhersla á að styrkja félagsfærni barnanna og í lífsleiknitímum Álfabergs er mikið unnið með hugtök eins og traust, umhyggju og vinsemd. Tekið er fyrir og rætt um til dæmis hvað er að vera góður vinur? Hvernig gleður maður aðra? Hvernig getum við haft áhrif á líðan annarra? Allt eru þetta hugleiðingar sem leik - skólinn skoðar og vinnur með börn unum ásamt vinsamlegri snertingu og hlýju. Síðastliðinn föstudag, 6. febrúar var dagur leik skólans og héldu margir leik - skólar upp á hann sérstaklega. Vonandi var sá dagur til þess að gera fólk meðvitað um það uppbyggilega starf sem fer fram á þessu skólastigi. Nú stendur yfir innritun í leik - skólann fyrir komandi skólaár og viljum við vekja athygli á heimasíðu leikskólans www.leikskolinn.is/alfaberg. Einnig munum við hafa opið hús fyrir áhugasama þriðjudaginn 17. febrúar frá klukkan 16-17. Verið hjartanlega vel komin. Höfundar eru stjórnendur leikskólans. Það er leikur að læra Leikskóli með heimilislegu yfirbragði – aðeins fyrir fimm ára börn Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir og Ragnhildur Kolbrún Hauks dótt ir Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur Rekstrarráðgjöf • Rekstrarleg endurskipulagning • Fjárhagsleg endurskipulagning Fyrir einstaklinga og fyrirtæki - lítil sem stór Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 Lítið rutt á Bláfjallavegi Annir hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar Djúpavatnsleið er merkt ófær en bílstjóri þessa bíls taldi sig vera vel útbúinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.