Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 12. febrúar 2009 Úrslit: Handbolti Karlar: Valur - FH: 29-25 Haukar - FH: 34-22 Konur: Fylkir - FH: 33-30 Stjarnan - Haukar: 27-30 Körfubolti Konur: Hamar - Haukar: 63-72 Haukar - Keflavík: 82-67 Karlar: Laugdælir - Haukar: 64-79 Næstu leikir Handbolti 12. feb. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Akureyri (úrvalsdeild karla) 13. feb. kl. 18.30, Þýskaland Haukar - Nordhorn (Evrópukeppni karla) 14. feb. kl. 16, Ásvellir Haukar - Stjarnan (bikarkeppni kvenna) 14. feb. kl. 16, KA heimilið KA/Þór - FH (bikarkeppni kvenna) 15. feb. kl. 16, Þýskaland Nordhorn - Haukar (Evrópukeppni karla) Körfubolti 13. feb. kl. 19, Ásvellir Haukar - Fjölnir (1. deild karla) 18. feb. kl. 19.15, KR heimli KR - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Fiskbúðin Lækj ar gö tu 220 Hafnarfirði S-56 554 88 220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488 FISKBOLLUR PLOKKFISKUR ÝSA RÚGBRAUÐ FISKILASAGNE Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h sími 699 0858 Nudd, slökun og ráðgjöf Er með nuddbekk sem er sérhannaður fyrir barnshafandi konur. Er staðsett í Hafnarfirði. Eygló B. Sigurðardóttir Vægt verð sími 562 7798 og 861 1677 eybjork@centrum.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sjálfstyrkingarnámskeið kvenna Konur eru konum bestar Þetta er 6 klukkustunda sjálfstyrkingarnámskeið. Það er kennt á tveimur kvöldum í Ástjarnarkirkju, mánudagskvöldin 2. og 9. mars kl. 19.00 - 22.00. Námskeiðið hefur verið kennt í meira en tuttugu ár í kirkjunni. Það leitast við að hjálpa konum að finna sína góðu kosti, styrkja þá, læra leiðir til að draga úr streitu og styrkja jákvæð samskipti við náungann, Guð og sjálfan sig. Leitast er við að nálgast viðfangsefnið í gegnum upplifun. Heildarverð fyrir þátttakanda er 1.500 kr. Kirkjan greiðir annað niður. Innifalið er fræðslan, námskeiðsgögn og kvöldhressing. Skráning er hafin á bara.fridriksdottir@kirkjan.is Ef fjárhæðin er vandamál verður hægt að leysa það. Takmarkaður aðgangur Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Á morgun, föstudag verður haldi n í Bæjar bíói árleg undan - keppni Flensborgar fyrir söng - keppni fram halds skól anna. Hefst keppnin kl. 19. Fjórtán keppe nd ur taka þátt í keppninni og syng ur hver kepp - andi eitt lag af eigin vali. Kynnir keppninnar verður Sverr ir Þór Sverrisson, Sveppi. Sýnt verður beint frá keppninni á Vefveitunni á hafnarfjordur.is og einnig sent út í Útvarpi Hafnar fjarðar á FM 97,2. Söngkeppni í Bæjarbíói „Svo lengi lærir sem lifir,“ segir gamalt máltæki. Hugsunin er vitaskuld sú að þetta tvennt sé á einhvern hátt jafngilt, að læra og lifa. Lífið er sífelldur lær dóm - ur; við lifum í heimi skilaboða og dagurinn er ein samfelld texta rannsókn. Hæfni okkar til að takast á við þau störf sem okkur bjóðast, launuð eða ólaun - uð, veltur að miklu leyti á hæfi - leikum okkar til að lesa. Þess vegna eru allar niðurstöður lestrar rannsókna nokkurn veginn á sömu leið: Lestur er mann - bætandi, hollur og góður fyrir sálina. Lestrarfélagið Framför er félags skapur sem hefur starfað á vegum Bókasafns Hafnarfjarðar síðan á haustdögum 2005. Nafn - ið er sótt til félagsskapar sem starf aði í Hafnarfirði á öðrum áratug 20. aldar og var vísirinn að bókasafninu, sem var stofnað 1922. Í núverandi mynd er Framför leshringur, hópur fólks sem hittist mánaðarlega og ræðir um eina bók sem lesin hefur verið fyrir fundinn. Undanfarin tvö ár hefur vetrardagskránni lokið með höfundarheimsókn og er stefnt að því að svo verði einnig þetta árið. Enn eru þrír fundir eftir hjá Lestrarfélaginu Framför á þessu misseri. Bækurnar sem fjallað verður um eru Í Svörtukötlum eftir William Heinesen (11. mars), Hundshaus eftir Morten Ramsland (8. apríl) og Skugga- Baldur eftir Sjón (13. maí). Fundir hefjast kl. 20. Allir eru velkomnir á fundi félagsins, hvort sem þeir vilja taka virkan þátt í umræðum eða hlusta á það sem fram fer, og aðgangur er ókeypis. Bækling með nánari upplýsingum um dagskrá og starfsemi Lestrarfélagsins Fram - farar má fá í Bóksasafni Hafnar - fjarðar. Lestur er mannbætandi Lestrarfélagið Framför hefur starfað frá 2005 Í byrjun árs 2008 var minn - ingabók og viðburðadagatali dreift inn á hvert heimili í bæn - um. Í bókinni var almennt daga - tal ársins 2008 og listi yfir fjöl - marga viðburði sem í boði voru í bænum á afmælisárinu sem senn fer á líða. Síðast en ekki síst var bókin hugsuð sem minningabók. Í henni voru auðar blaðsíður, minningasíður, sem bæjarbúar voru beðnir um að nota til að punkta niður minningabrot frá afmælisárinu – lítil atvik sem stór viðburði sem á dag okkar bæjarbúa hefur drifið á árinu. Nú er komið að því að safna saman bókunum og geta bæjar - búar skilað þeim í Þjónustuverið, Strandgötu 6. Bókunum verður síðan komið fyrir í þar til gerðri hirslu á Byggðasafni Hafn ar - fjarðar sem síðan verður inns - igluð. Hirslan verður opnuð aftur á 150 ára afmæli Hafnar fjarðar - kaupstaðar þann 1. júní 2058 og verður þá vafalítið bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa hug - renningar bæjarbúa frá því á 100 ára afmæli bæjarins. Ertu búin að skila minningabókinni? Við Malirnar þar sem áður stóðu fiskverkunarhús standa nú þrjú reisuleg fjölbýlishús í hnapp. Þessi hús eru ætluð 60 ára og eldri og þar býr samheldinn hópur. Fjölmargir þekktust áður og aðrir hafa kynnst í öflugu starfi Félags eldri borgara. Á þriðjudaginn fagnaði gönguhópur íbúanna sinni 20. göngu en tvær sómakonur og vinkonur, þær Margrét, sem lést tæpum mánuði eftir að hún tók þátt í sinni fyrstu göngu, og Ragna áttu frumkvæði að stofn - un hópsins. Karlarnir grobba sig af því að það hafi þurft þá til að koma verkinu í framkvæmd og samþykkja konurnar það enda þurfi bæði hugsuð og verkamann til að fá góðan hlut fram - kvæmdan. Eftir gönguna á þriðjudag var hist í aðstöðu sem íbúarnir hafa komið upp og veitingarnar voru hinar glæsi - legustu, eins og flott gamaldags íslensk fermingarveisla. Þar er búið að koma fyrir skemmtilegum myndum úr bæjarlífinu í Hafnarfirði frá fyrri tíð sem Eðvar Ólafsson fv. lögregluþjónn tók. Þátttaka í göngunum hefur verið vonum framar, um og yfir 20 manns hverju sinni og er gengið í um klukkustund. Gleði í gönguhópi Malarbúanna L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.