Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.02.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. febrúar 2009 DEIGLAN ATVINNU- OG ÞRÓUNARSETUR Hafnarfjarðarbær óskar eftir hugmyndaríkum sjálf boðaliðum til að koma að uppbyggingu Deigl - unnar sem er atvinnu- og þróunarsetur Hafnar - fjarðarbæjar. Deiglan verður opnuð fimmtu dag inn 26. febrúar kl. 09 og verður þar vettvangur fyrir þá sem misst hafa vinnuna eða hafa á einhvern hátt fundið fyrir þrengingum á atvinnumarkaði. Í Deiglunni er ætlunin að byggja upp starfsemi fyrir íbúa Hafnarfjarðarbæjar sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi þar sem boðið verður upp á fjölbreytt námskeið, fræðslu og ráðgjöf. Þar verð - ur jafnframt hægt að huga að atvinnusköpun, tómstundum, menningarstarfsemi og líkamsrækt í samstarfi við fjölmarga aðila. Allir sem vilja leggja hönd á plóginn og búa yfir góðum hugmyndum sem nýtast myndu við uppbyggingu setursins eru hvattir til að hafa samband við Brynhildi Barðadóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar í síma 664 5526 eða á netfangið brynhildur@hafnarfjordur.is Deiglan verður til húsa í Menntasetrinu við Lækinn, gamla Lækjarskóla. Þú áttir von á okkur - en ekki í gegnum lúguna!!! Til hamingju með 50 ára afmælið í dag Guðjón! Saumaklúbburinn MMMM og M Krónan opnar nýja og glæsi - lega verslun í dag að Reykja - víkur vegi 50 þar sem Nóatúns - verslun var áður til húsa. „Versl - unin er hin glæsilega í alla staði og mun kappkosta að þjóna Hafn firðingum og nærsveit ung - um á sem bestan hátt,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Vöru úrvalið er fjöl - breytt, vöruverð lágt og ávallt mikið af tilboðum í gangi. Í þessari Krónuverslun eins og í öðrum Krónuverslunum er það ferskleikinn sem ræður ríkjum að sögn Kristins. Boðið verður upp á ferskan fisk daglega á frábæru verði sem enginn verður svikinn af. Kjötborðið er samt sérlegt flaggskip Krónunnar, segir Kristinn en þar sé úrvalið af ferskum og pökk uðum kjöt - vörum ein staklega mikið. Í Krónunni fer öll kjötvinnsla fram á staðnum og geta starfs - menn kjötvinnslunnar því hagað framleiðslu á kjötvörum í takt við þarfir viðskiptavinanna hverju sinni. Mikið úrval er af fersku bakkelsi sem bakað er á staðnum. Kristinn segir hollust - una einnig vera í fyrirúmi í Krónunni því þar sé mikið og gott úrval af fersku grænmeti og ávöxtum og mjög gott úrval af lífrænt ræktuðum hollustuvörum á verði sem komi svo sannarlega á óvart. Í Krónunni er því hægt að treysta á að ferskleikinn sé í fyrirrúmi á frábærlega lágu verði. Í tilefni opnunarinnar verða mörg glæsileg tilboð alla helg - ina. Krónan opnar nýja og glæsilega verslun Opnar í dag að Reykjavíkurvegi 50 þar sem Nóatún var áður Krónuverslunin við Reykjavíkurveg verður opin alla daga til kl. 21. Hafnfirskar unglinga hljóm - sveitir hafa haft aðgengi að góðri æfingaaðstöðu og fengið tæki - færi til að koma fram í félags - miðstöðvum og víðar enda hafa þær náð góðum árangri. Félags - miðstöðin Hraunið hóf keppni fyrir unglingahljómsveitir fyrir nokkrum árum sem kallaðist Hraunrokk. Nú hefur sú keppni verið þróuð áfram til að koma enn betur til móts við öflugt tón - listarlíf ungmenna í Hafnarfirði. Keppni snýst líka um að koma fram, sjá aðra og læra af öðrum. Hljóðfærahúsið gefur auka - verðlaun fyrir besta trommara, bass a leikara, gítarleikara og söngv ara. Sigurhljómsveitin fær tíma í nýju upptökuveri Vitans. Umboðsskrifstofan Prime mun leggja til dómara í dómnefnd auk þess sem áhorfendur fá tækifæri til að hafa áhrif á úrslitin. Átta hljómsveitir eru skráðar til leiks og hefst fjörið í Bæj - arbíói kl. 19.30 í kvöld. Hver hljómsveit fær að spila 3 lög. Hér gefst fólki tækifæri til að heyra og sjá það sem er að gerast hjá unglinga hljómsveitunum í Hafn - arfirði. Keppnin verður send út á Vefveitunni og í Út varpi Hafnar - fjarðar á FM 97,2. Hraunrokk Átta unglingahljómsveitir í Bæjarbíói í kvöld Frá keppninni í Víðistaðaskóla 2007. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Hönnunarmiðstöð og Útflutn - ingsráð Íslands standa að vöru - þróunarverkefni sem hefur það mark mið að leiða saman fyrir - tæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til út flutn - ings. Samstarfinu er ætlað að efla þátt hönnunar innan fyrirtækja með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri í útflutningi og inn - leiða sýn hönnunar við þróun á útflutningsvöru og þjónustu. Fyrst voru valin 7 fyrirtæki eftir umsókn og fær hvert þeirra 550 þús. kr. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upp - hæð á móti. Eitt þessara fyrir - tækja er hafnfirska fyrir tækið Flúrlampar ehf. sem hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og smíð ar nú lampa af miklum krafti í ýmis verk af öllum stærð - um. Fyrirtækið hefur eflt tækja - kostinn og býr yfir full komnum tækjum til að lampa framleiðslu og getur framleitt ýmsa sérhæfða lampa eftir ósk um viðskiptavina. Alls bárust 65 tillögur að verkefnum frá hönnuðum og voru sjö tillögur valdar út og svo skemmtilega vildi til að verkefni tveggja arkitekta á hafnfirsku arkitektastofunni Batteríinu var valin fyrir Flúrlampa. Batteríið er ein af öflugustu arkitekta - stofum landsins. Það eru arki - tektarnir Arnór Skúlason og Jón Stefán Einarsson sem hafa gert frumtillögu að óhefð bundn um lampa sem hefur vinnuheitið Mikato. Nafnið sækja þeir í hið vinsæla pinnaspil enda á að ver hægt að raða lamp anum upp á margvíslegan hátt. Nú tekur við vöruþróunar - vinna en kynna á afrasktur sam - starfsins á sýningu í maí. Hafnfirskt vöruþróunarverkefni Flúrlampar og Batteríið valin í „Hönnun í útflutning“ L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Arnór Skúlason, arkitekt, Jóhann L. Haraldsson, framkvæmdastjóri Flúrlampa og Jón Stefán Einarsson, arkitekt. Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.