Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI: 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Sunnudaginn 1. mars Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Stúlknakór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundssdóttur. Börn og unglingar skipa stóran sess í stundinni. Kaffi, djús, ávextir og samvera yfir í safnaðarheimilinu á eftir. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Æskulýðsdagurinn 1. mars Fjölskylduhátíð kl. 11.00 Félagar úr hljómsveitinni Hjaltalín sjá um tónlistarflutning. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson héraðsprestur. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu sunnudaginn 8. mars, kl. 12.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf www.vidistadakirkja.is Ný og glæsileg sólbaðsstofa að Miðvangi 41 Við bjóðum bæjarbúa velkomna í nýja glæsilega sólbaðsstofu Sérstaklega bjóðum við viðskiptavinum stofunnar sem þarna var á undan velkomna og bjóðum þeim að nota ónotuð kort sín í Sól-220 út marsmánuð! Óður til St. Jósefsspítala Eftir ristilspeglun Ómar Þ. Ragnarsson er einn þeirra sem farið hafa í ristil - speglun á St. Jósefsspítala. Þetta var fyrir nokkrum árum og mælti Ómar þá með að bætt verði við leiðbeiningar um laxeringu nán - ari skýringum um hreyfingu (göngu) milli þess sem heim - sækja þyrfti snyrtinguna. Laxeringin gengur glatt Ef gætir þú að orðum mínum: „Þú átt að ganga, ekki of hratt og alls ekki í hægðum þínum“. Þá telur Ómar að St. Jósefs - spítali hafi yfirburði yfir Land - spítala - Háskólasjúkrahús og sjúkrahúsið á Suðurnesjum fyrir þær sakir að þar sé til sérstakt „viðrekstrarherbergi“. Af því tilefni orti hann: Ristilspeglun indæl er með útkomunni glæstri ánægður ég þakka þér með þarmalúðrablæstri. Kjördæmisráð Suðvestur kjör - dæmis hefur lista yfir þá sem gáfu kost á sér í prófkjör Sjálf - stæðisflokksins en fram - boðs frestur rann út á mánu daginn. Ellefu manns gáfu kost á sér, þar af tveir úr Hafnar firði, Þorgerður Katrín Gunn ars dóttir, þing maður og Jón Rúnar Hall dórs son, fram kvæmdastjóri og for maður knatt spyrnu deildar FH. Í sam tali við Fjarð ar - póstinn seg ist Jón Rún ar stefna á efsta hluta listans og telur sig hafa ýmislegt fram að færa en hann hefur ekki áður verið virk - ur þátttakandi í póli tísku starfi. Þá hefur Valgeir Helgi Berg - þórsson, formaður Ungra jafnað ar - manna í Hafn ar - firði gefið kost á sér fyrir net - kosn ingu Sam - fylk ingar innar og stefn ir á 3.-5. sæti. Valgeir hef - ur gegnt ýms um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er nú gjaldkeri fram kvæmda - stjórnar Ungra jafnaðarmanna. Framboð Jón Rúnar Halldórsson vill í toppslaginn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.