Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Einbýlishús á Fálkahrauni til leigu. Glæsilegt 190-220 m² einbýli á besta stað á Fálkahrauni, laust strax. Glæsieign 6-7 herb. nýtt eldhús, 2 baðherbergi, hornnuddbaðkar o.fl. ðeins traustir og góðir leigendur koma til greina. ánari uppl í síma 6620030 Hugguleg 2ja herbergja íbúð (65m²) á Álftanesi til leigu. Allt nýtt. Stór stofa með glænýrri eldhúsinnrétt ingu og háu barborði. Glænýtt parket í stofunni. Stórt svefn herbergi með sjávarútsýni. Strætóskýli á götunni. Leigist mjög ódýrt. Sími 699 4613. 4ra herb. íbúð við Arnarhraun til leigu. Leiga 135 þúsund pr. mán. Upplýsingar hjá Ullu í síma 897 1975. 85 m² íbúð í miðbæ Hafnarfjarðar til leigu. Uppl. í s. 696 2045. Einstaklingsíbúð til leigu í Norðurbænum. Upplýsingar gefur Jóhann í s. 698 7474. Óska eftir 2-3ja herb. íbúð, helst nálægt Lækjarskóla. Uppl. í síma 894 8420, Valdimar. Góður og hjartahlýr mótórhjólamaður eða kona óskast til að kaupa fína mótórhjólið okkar. Það er svart Honda Shadow VT 1100 Spirit árg. 2003 - ekið 9þ míl - ur. Verð 760þ. Uppl. í s. 863 2063. Sparaðu 100 þúsund kr.! Nokkurra mánaða, nær ónotað „Sælurúm“ með nuddi frá RB- rúmum til sölu. 120 cm breitt, stillanlegt m. þráðlausri fjarstýringu, vönduð springdýna. Rúmteppi og púðar fylgja. Uppl. í s. 896 4613. Nýlegt rúm til sölu frá Betra bak, stærð 2,10x1,65. Verðtilboð 15.000 Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Viltu léttast, styrkjast eða auka snerpu? Ég tek að mér einkaþjálfun upp í Kaplakrika á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 895 2705 eða the@mi.is. Þórey Edda Silfurhálsmen m/ dökkum steini tapaðist nálægt miðbænum. Uppl. í s. 824 7454. Fundarlaunum heitið. Handprjónaðir merktir barnavettlingar fundust við Lækjarskóla. Uppl. í s. 864 9105. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: F R Í T T Tapað - fundið Þjónusta Húsnæði í boði Heilsa Húsnæði óskast Til sölu Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Viltu losna við skattframtalið í ár? 1. mars nálgast Þá er ég lausnin. Sé um gerð framtala fyrir einstaklinga. Er viðskiptafræðingur, M.sc. og með reynslu. Fullum trúnaði heitið og MJÖG gott verð. Vinsamlega hafið samband og leitið upplýsinga á skattframtal2009@hotmail.com Hlakka til að heyra frá ykkur! Radim Nêmeĉek er tékkneskur heilsunuddari sem hefur starfað í heilsu ræktinni Hress í rúma tvo mánuði. Radim vann áður á líkams ræktarstöð, í heilsulind og á læknasetri í Tékklandi þar sem hann lærði hjá reyndum sjúkra - þjálfara. Radim segir að mað ur sé alltaf að læra, manns líkaminn er viðfangsefni sem end ist alla ævina en draumur Radims er að fara og læra í Kína eins og meistari hans gerði. Margir Hafnarfirðingar hafa nú þegar prófað meðferð hans sem byggist á sjálfhjálpandi ferli. Radim skoðar líkamann í samhengi við andlega líðan ein - staklingsins, tillfinningar hans, jafnvel starf. „Samkvæmt aust - ur lenskum kenningum tengist allt í líkama okkar, t.d. vöðvar og innri líffæri. Orsök verkjar í hand legg getur t.d. stafað frá gallblöðru og orsök verkjar í vinstra hné getur stafað frá hægra nýra! Radim rýnir með þessari aðferð í ástand innri líf - færa til að finna kjarna vanda - málsins og stuðlar svo að losun allrar stíflaðrar orku og heftra till finninga. Nuddið skapar jafn vægi, örvar orkuflæði og virkjar hverja ein - ustu frumu í líkamanum. Nudd - ar inn rýnir í vandamál og stuðlar að betri heilsu, en verkjatöflur, sem eru svo vinsælar í vest ræn - um heimi, láta okkur einungis gleyma einkennum vandamáls - ins,“ segir Radim. Hann segist hitta fólk á hverjum degi með vöðvabólgu og þráðláta verki á ýmsum stöðum, sem stafa af miklu andlegu álagi og óreiðu í innri líffærum, s.s. brisi, smá - þörmum, gallblöðru eða maga. Radim býður upp á sogæða - nudd, svæðanudd og kinesio - logíu, meðferð sem byggist á orku brautum og orkupunktum, og einnig klassískt vöðvanudd. Hann notar slakandi ilmolíur og að lagar meðferð eftir þörfum, hvort sem skjólstæðingurinn er kona á meðgöngu eða eldri borgari. Hann segir nuddið vera góða upplifun og hann reyni að skapa rólegt andrúmsloft á nuddstofunni. Hann hlakkar til að taka á móti nýjum kúnnum. Þess má geta að lærimeistari Radims, Mgr. Luděk Vágner, kemur til Íslands og tekur að sér meðferð þeirra sem hafa verið veikir í mörg ár en aldrei fengið greiningu á vandamálum sínum. Hægt er að panta tíma hjá Radim í síma 841 0968. Radim rýnir í líkamann Tékkneskur nuddari segir verkjatöflur láti fólk einungis gleyma einkennum vandamálsins Radim Němeček Fiskbúðin Lækj ar gö tu 220 Hafnarfirði S-56 554 88 220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488 FISKBOLLUR PLOKKFISKUR ÝSA RÚGBRAUÐ FISKILASAGNE Það verða ástríðarfullar aríur eftir Bellini, Donizetti og Dvo - rak á hádegistónleikum í Hafnar - borg fimmtudaginn 5. mars þar sem Antonía Hevesi tekur á móti Diddú, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Antonía hefur skapað sér fastan sess í tónlistarlífi Hafn - firð inga með skemmtilegum há - degistónleikum þar sem hún býður til sín hæfileikaríku tón - listar fólki og tekst á sinn ein - læga hátt að skapa skemmti legt andrúmsloft. Yfirskriftir tónleik - anna eru oftar en ekki tengdar ástinni sem svo oft er yrkisefni ljóða og tónskálda. Fórnarlömb ástarinnar Diddú á hádegistónleikum í Hafnarborg 5. mars Í kvöld kl. 20-22 verður sagna - kvöld í Góðtemplarahúsinu, (Gúttó), Suðurgötu 7. Sagnir úr Krýsuvík á vegurm Menn ingar - miðlunar. Krýsuvík - minjar og saga. Ómar Smári Ármannsson, göngu garpur og forn leifafræði - nemi hefur gengið vítt og breitt um Krýsuvíkursvæðið. Í Krýsu - vík eru búsetuminjar allt frá land námstíð og jafnvel fyrr. Ómar mun segja frá ótal minj - um, sýna myndir og segja magn - aðar sögur af svæðinu. Krýsuvík - búrekstur og virkj - unaráform á 20. öldinni. Reynir Ingibjartsson, útgef - andi fjallar um kúabúið, gróður - húsarækt, virkjunaráform og fl. sem átti sér stað í Krýsuvík á 20. öldinni. Á ýmsu gekk og sum ir töldu að álög hvíldu á svæðinu. Krýsuvík - vinnuskóli. „Vasklega að verki göngum, vinir með gleði söngvum“... Þannig hljóðar upphafið af Krýsu víkursöngnum sem hundr - uðir hafnfirskra drengja sungu á meðan þeir dvöldu í Krýsuvík. Haukur Helgason fv. skólastjóri mun fjalla um skólann, segja skemmti legar sögur og sýna myndir frá Vinnuskólanum sem starfræktur var á árunum 1953- 1964. Á milli atriða verður fjölda - söngur. Vonandi mun Krýsu - víkursöngurinn hljóma hátt hjá fyrr um vinnuskóladrengjum. Til - valið er að taka með sér vinkonur og vini, skella sér á sagnakvöld og njóta menningararfleiðar. Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir. Sagnakvöld - Krýsuvík Búseta, skólinn, virkjunaráform 20. aldar Eftir starfsævintýri fyrir Sam - einuðu Þjóðirnar á sólríku Kýpur var hin hollenska Lonneke Hout til í nýja reynslu. Til allrar ham - ingju var kærasti hennar, sem er líka frá Hollandi, boðið starf á Íslandi. Ákvað hún að yfirgefa starf sitt og fylgja honum til Hafnarfjarðar í september sl. Þar sem hún hefur meistara - gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Rotterdam og gráðu úr mennta - setri hollensku lögreglunnar bjóst hún við því að ekki yrði of erfitt að finna starf hér, en vegna krepp unnar hefur það verið næst um ómögulegt. Þá ákvað hún að gera áhuga mál sitt að vinnu, nema tölvunar fræði við HÍ, og gerir núna vef síður fyrir ein staklinga og fyrirtæki á Ís - landi. Hún er sjálfstætt starfandi og getur því boðið mjög sam - keppnishæf verð fyrir vefsíður. Vilji fólk setja upp heimasíðu, láta laga til eða bæta við núverandi síðu á einhvern hátt, hvetur hún fólk til að hafa sam - band við sig um vefsíðuna www.bizzsolutions.eu. Núna stund ar hún íslenskunám hjá Mími, svo að tölvupóstur á íslensku er ekkert vandamál. Frá Hollandi til Hafnarfjarðar! Lögreglukonan sem gerðist heimasíðusmiður

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.