Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 6
Ákvörðun um lokun Suður - bæjar laugar 1. júní - 10. júlí snýst um lokun vegna viðgerða og viðhalds bæði innan og utanhúss að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upp lýs inafull - trúa Hafnarfjarðarbæjar. Kom - inn sé tími á viðgerðir á þessari 20 ára gömlu laug. Starfsfólk sundlaugarinnar verður í sumar - fríi á meðan. Lokunartíminn er ekki valinn af handahófi að sögn Steinunnar en lauginni verður lokað um leið og skólasundi lýkur. Á meðan Suðurbæjarlaug er lokuð munu tvær sundlaugar, Sund höllin við Herjólfsgötu og Ás vallalaug vera opnar og þar er úti aðstaða í boði á báðum stöðum, heitir pottar. Segir hún lokun á þessum tíma vera sam - bærilega því sem gert hefur verið í öðrum bæjarfélögum. Framkvæmdirnar: 1. Farið yfir þenslu fúgur, flísa fúgur og flísa lögn bæði í botni og hliðum. Tæma þarf sund laugar kerin og þurrka þau. 2. Endurflísaleggja stóran hluta bakkanna. 3. Flísaleggja heitan pott nr 1. 4. Flísaleggja grunnan pott. 5. Yfirfara og lagfæra snjóbræðslu á útisvæði. 6. Klára endurnýjun þaks, lagfæring að hluta. 7. Yfirfara og lagfæra hreinsi - búnað og stjórnbúnað fyrir laugar. 8. Yfirfara og endurnýja lagn - ir og stjórnbúnað í kjallara. 9. Yfirfara og endurnýja loftræsilagnir og stjórnbúnað. 10. Setja upp brunaöryggiskerfi. 11. Mála aðkomurými. Endurbætur og viðhald í Suðurbæjarlaug Suðurbæjarlaug verður lokuð 1. júní - 10. júlí vegna nauðsynlegs viðhalds L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Bókhaldsuppgjör • Skattaframtöl Fyrir einstaklinga og fyrirtæki - lítil sem stór Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur Það hefur alla tíð verið góð samstaða um byggingu Ásvalla - laugar. Hún hófst um mitt ár 2006, en íþróttamannvirkið var samþykkt í forgangs - röðun á íþróttaþingi ÍBH árið 1997. Bygg - ing ar nefnd var sett á laggirnar 2001, en allir stjórn málaflokkar í Hafn arfirði studdu það. Drög að forsögn voru sam þykkt af þeirri nefnd vorið fyrir kosn - ingarnar 2002, en þá var um 12.000 m². mann virki að ræða. Við endurskoðun húsrýmis - lykla og í sérstakri þarfagreiningu sem unnin var ítarlega á árunum 2003-2004 í samvinnu við Sund - félag Hafnarfjarðar og Íþrótta - félagið Fjörð voru þarfir almenn - ings, skólasundsins og íþrótta - félaganna metnar til 7.550 m² mannvirkis. Það má því segja að undir - búningsvinna og ákvörðun hafi mótast af hafnfirsku samfélagi fyrir um áratug síðan. Starfshópar um sundmiðstöðina voru starf - andi frá árinu 2001 og að því verki komu pólitískir fulltrúar, embættismenn og íþróttahreyf - ingin. Ásvallalaug innifelur eftir - farandi: Anddyri, afgreiðslu, veit - ingaaðstöðu, sundlaugarsal með tveimur sundlaugum, annars veg - ar 25 x 50 m og hins vegar 16 2/3 x 10 m. Auk þess eru tveir heitir pottar, vaðlaug, nudd pottur og vatnsrenni braut, bað og búnings - aðstaða fyrir sundlaug ar sal og útisundlaugar svæði. Þá er í húsinu félags aðstaða fyrir Sund - félag Hafnar fjarð ar og Íþrótta - félag ið Fjörð. Ekki má gleyma að í hús næð inu er fullkomin heilsuræktaraðstaða sem Hress rekur. Hress hreppti þann leigu samn ing eft - ir forval og útboð. Við hönnun Ásvalla - laugar hef ur verið lögð áhersla á að hún sé aðgengileg öllum í samræmi við ferlimál fatlaðra. Hönnuðir al - verk taka eru Batteríið, arkitekta stofa og Strend ingur, verk - fræði stofa, en alverk taki er hafn - firska verktaka fyrirtækið Feðgar ehf. Kostnaður vegna Ásvallalaugar Tilboð vegna Ásvallalaugar voru opnuð þann 11. apríl 2006. Feðgar ehf áttu hagstæðasta til - boðið og buðu 1.374.461.000 krónur í verkið. Kostnaðaráætlun var 1.370.000.000 krónur. Sam - þykkt var gerð vegna aukaverka í framkvæmdarráði þann 10. jan - úar 2008. Samþykktin var 225.000.000 króna. Um var m.a. að ræða breytingar á laugarkeri og auknu aðgengi vegna skóla - sunds og aðgengi fatlaðra. Það var gert með því að lengja laug ina í 51 metra en hafa 1 m brú sem gefur möguleika á að skipta henni í 2x25 m, án þess fórna hönn - unargæðum hennar. Þver pólítísk samstaða var um öll auka verk. Búið er að greiða 99% fram - kvæmdarinnar. Heildarkostnaður vegna verktaka með verðbótum eru um 1.685.000.000 krónur. Verk taki á eftir að ljúka verkum fyrir um 25 milljónir, en verk - tryggingar eru um 30 milljónir. Þau verk eru m.a. vegna nýrrar lyftu vegna sunds fatlaðra svo og lokafrágangur á útisvæði sem tengist heitum pottum. Slíkt fellur alfarið inn í alútboðið og er því ekki aukaverk að ræða. Óbilgjörn umræða Rósu um óráðsíu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar - fulltrúi sakaði Hafnarfjarðarbæ um óráðsíu í Morgunblaðinu um helg ina vegna sundlaugarinnar. Ég tel að bæjarfulltrúinn þurfi að biðja bæjarbúa afsökunar á orð - um sínum. Hún þarf að biðja alla sem unnið hafa að verkinu af heilum hug afsökunar þ.m.t. íþróttafélögin og stjórn mála - flokk ana í bænum. Ekki hvað síst Sjálfstæðisflokkinn, sem á ekki skilið svona niðurrifstal, frekar en aðrir. Ég tek nefnilega mun meira mark á oddvita Sjálfstæðis flokks - ins í Hafnarfirði, Haraldi Þór Óla - syni, sem komið hefur fram heið - ar lega í allri þessari vinnu um sund laugina, líkt eins og Almar Grímsson, bæjarfulltrúi flokksins. Algjör samstaða hefur einnig verið innan Samfylkingar og Vinstri grænna um málið. Það er skömm að tala niður jafn gott samfélagslegt verkefni og sérhæfða sundmiðstöð fyrir fatlað og ófatlað íþróttafólk, sund mið - stöð fyrir almenning og skóla - sund, enda allar kostnaðartölur bæjarfulltrúa Rósu Guð bjarts - dóttur úr lausu lofti gripnar. Gasp ur og upphrópanir eiga ekki vel við nú á tímum og tími stjórn - málamanna sem slíkt stunda er sem betur fer á undanhaldi. Höfundur formaður framkvæmdaráðs. Ásvallalaug – Fyrst og fremst fyrir samfélagið Gunnar Svavarsson Ástjarnarkirkja stendur fyrir sjálfstyrk ingar námskeiði í mars en aðeins fyrir konur. Sr. Bára Friðriksdóttir sóknarprestur var spurð um ástæðu þess: „Þetta námskeið „Konur eru konum bestar“ hefur verið notað yfir tvo áratugi í Þjóðkirkjunni. Það var mótað út frá þörf. Fyrir margt löngu var áratugur til eink - aður konum í kristnum kirkju - deildum um allan heim. Þá var spurt, hvers þarfnast konur og niðurstaðan varð sjálfss tyrking - ar námskeið fyrir þær. Þetta námskeið á alltaf við en á tímum atvinnuleysis og óöryggis kemur það sér enn betur. Ég notaði þetta námskeið í Vestmannaeyjum við góðar undirtektir þegar kviknaði í Ísfélaginu og fjöldi fólks varð atvinnulaus á einni nóttu.“ Geturðu lýst námskeiðinu? „Þetta er 6 klukkustunda nám - skeið kennt á tveimur kvöldum 2. og 9. mars kl. 19-22. Það skipt ist í fyrirlestra, einstaklings- og hópverkefni og upplifun. Í sumum verkefnum er óhefð - bundnum aðferðum beitt til að fá þátttakendur til að hugsa um sig út frá nýju sjónarhorni. Allt er það gert svo að konurnar finni sína góðu kosti, styrki þá og læri leið ir til að draga úr streitu og styrkja jákvæð samskipti við náung ann, Guð og sjálfan sig. Leið beinandinn er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir en hún hef - ur margra ára reynslu af að leiða þessi námskeið.“ Hvert eiga konur að snúa sér ef þær hafa áhuga? „Senda má skráningu á bara.fridriksdottir@kirkjan.is eða skrá í síma 891 9628. Heild - arverð fyrir þátttakanda er 1.500 kr. Kirkjan greiðir annað niður. Fræðslan er innifalin ásamt námskeiðsgögnum og kvöld - hressingu. Námskeiðið er opið öllum konum og vonast ég til að sjá námskeiðið fyllast. Há marks - fjöldi er 30 konur á nám skeiði,“ sagði sr. Bára Frið riks dóttir, sóknar prestur í Ástjarn ar kirkju. Sjálfstyrkingarnámskeið kvenna í Ástjarnarkirkju Sr. Bára Friðriksdóttir Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sjálfstyrkingarnámskeið kvenna Konur eru konum bestar Þetta er 6 klukkustunda sjálfstyrkingarnámskeið. Það er kennt á tveimur kvöldum í Ástjarnarkirkju, 2. og 9. mars kl. 19.00 - 22.00. Námskeiðið leitast við að hjálpa konum að finna sína góðu kosti, styrkja þá, læra leiðir til að draga úr streitu og styrkja jákvæð samskipti við náungann, Guð og sjálfan sig. Heildarverð fyrir þátttakanda er 1.500 kr. Kirkjan greiðir annað niður. Innifalið er fræðslan, námskeiðsgögn og kvöldhressing. Skráning er hafin á bara.fridriksdottir@kirkjan.is og í s. 891 9628. Ef fjárhæðin er vandamál verður hægt að leysa það. Takmarkaður aðgangur. Hér er góð upplifun á ferð, sr. Bára Friðriksdóttir Ástjarnarkirkja, Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfjörður www.astjarnarkirkja.is Rannsóknarlögreglumenn á svæðisstöðinni í Hafnarfirði fóru í reglulegt eftirlit á veitingastaði sl. fimmtudagskvöld. Á einum stað höfðu lögreglu menn irnir afskipti af þremur stúlk um. Kom í ljós að tvær þeirra voru 16 ára og ein 17 ára. Verður rekstraraðili staðarins kærður fyrir brot á lögum um veitingastaði og skemmtanahald. 16 ára á veitingastað

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.