Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 26. febrúar 2009 DEIGLAN Uppspretta hugmynda, hvatningar og samstöðu Í dag opnar DEIGLAN, atvinnu- og þróunarsetur Hafnarfjarðarbæjar, í Menntasetrinu við Lækinn. Deiglan er vettvangur fyrir fólk sem vill hrinda hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd auk þess að vera aðstaða fyrir námskeið, samveru, hugmyndavinnu og þróun nýrra atvinnutækifæra. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið og ráðgjöf í kjölfar atvinnumissis. Fulltrúar stéttafélaga, Vinnumálastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar o. fl. verða með fasta viðtalstíma til að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum, leiðum til úrbóta og hugsanlegum atvinnutækifærum. Allir sem vilja leggja hönd á plóginn við uppbyggingu Deiglunnar eru hvattir til að líta inn eða hafa samband við Brynhildi Barðadóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar, í síma 664 5526 eða á netfangið brynhildur@hafnarfjordur.is. Deiglan verður opin frá 09.00 – 12.00 alla virka daga. Við höfum alltaf heitt á könnunni – láttu sjá þig! F A B R I K A N www.hafnarfjordur.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.