Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Öll orð og allar hugsanir hafa orku eða tíðni. Mismunandi orð gefa frá sér mismunandi tíðni eða orku og öll þessi orka hefur áhrif á líkamann okkar og huga. Þetta hefur verið sannað vís inda lega með vatnakristöllum sem er búið að mynda í gegnum smásjá. Orð - in þakklæti og kærleikur eru þau orð sem mynda fallegustu kirstallanna. Þau eru grund vall ar - lögmál náttúrunnar og lífs und - ursins. Tileinkum okkur kærleika og þakklæti Með því að tileinka okkur kær - leika og þakklæti erum við að skapa frið í huga okkar og höfum þar með áhrif á líf okkar, líkama og heilsu. Við erum að byggja upp og sameina. Hins vegar ef við blótum, rökk um fólk niður, meið - um og hæð um erum við að skapa sundr ungu þar sem þessi orð eru afsprengi ómenningar og eru ekki til í náttúrunni. Við erum skaparar Tilgangur mannkynsins er að upp götva frjálsan vilja. Áttum okkur á því að það er undir okkur sjálf um komið hvernig lífi við lif - um, hvernig okkur liður og hvernig umhverfi okkar er. Við erum skaparar og við erum öll að vinna saman að því að skapa eina heild og frið á jörð þar sem við getum öll búið í sátt og samlyndi. Öll stríð byrja í huga okkar Hættum að klekkja á sam ferð - amönnum okkar og ljúga að okk - ur að þeir hafi átt refsinguna skil - ið. Þegar við klekkjum á sam - ferðamönnum okkar erum við líka að klekkja á okkur sjálfum. Öll stríð byrja í huga okkar og þar getum við líka skapað frið og verið fordæmi fyrir aðra. Okkar er valið. Þannig getum við lagt okkar af mörkum við að gera heiminn að betri stað til að búa á. Því fleiri sem verja orku sinni í þakklæti og kærleika því meira af þakklæti og kærleika löðum við að í lífi okkar. Við minnum ykkur á að við öll skiptum máli. Hvað er að vera í velsæld? Það er til nóg af öllu fyrir alla og sem betur fer viljum við ekki öll það sama. Við þurfum bara að vera vakandi og hafa hugrekki til þess að sjá það. Er ekki komin tími til að vakna til vitundar, taka ábyrgð, skipuleggja líf okkar og standa við gefin loforð svo að við getum leyft okkur fulla birtingu. Byrjum á því að segja sann - leikann og þakka fyrir það sem við erum höfum og eigum. Hætt - um að vorkenna okkur og væla fyrir það sem við höfum misst eða eigum ekki eða erum og get - um ekki. Gerum okkur grein fyrir því hvað það er sem að mestu máli skiptir í lífinu. Hvað er að vera í velsæld og vera auðugur? Við vitum það öll en gleymum því bara allt of oft. Í hvert sinn sem að við stöndum okkur að því að vorkenna okkur hugsum þá um það sem við erum þakklát fyr - ir og hvað það er sem við eigum. Við getum öll, ef við viljum, fund ið eitthvað sem við erum þakk lát fyrir. En að sjálfsögðu verð um við að vilja það. Þegar við uppgötvum að við höfum val að þá höfum við öðlast vald okkar aftur og byrjum að lifa ham - ingjusömu og ánægulegu lífi, laus við kvíða, ótta og áhyggjur. Sagan af kaupmanninum. Kaupmaður sem er búinn að reka búðina sína í nokkur ár og það gekk mjög vel á meðan á „góð ærinu“ stóð og búðin blómstr aði hjá honum. Það var eins og hendi hefði verið veifað og „kreppan“ skall á og það snar - minnkaði salan og búðin fór að ganga illa. Kaupmaðurinn var svo upp tekinn af þeim sem ekki komu að versla hjá honum, hann veitti þeim mesta athygli, hann veitti skortinum athygli, salan fór minnkandi og minnkandi og kaup maðurinn varð svartsýnn og nei kvæður þangað til að hann heyrði eina setningu sem gjör - breytti lífi hans og það var setn - ingin „allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“. Þannig að kaup - maðurinn byrjað að þakka fyrir hvern einasta viðskiptavin sem verslaði hjá honum. Hann veitti honum fulla athygli og sinnti hon um vel. Kaupmaðurinn tók eftir því strax á fyrsta degi að orka hans og tíðni sem að hann sendi frá sér breyttist. Hann byrjaði að laða að sér fleiri viðskiptavini með degi hverjum. Hann fann að út geislun hans hafði breyst og hann var jákvæður og það vildu alltaf fleiri og fleiri versla við hann. Litla búðin hans á horninu hafði aldrei verið eins vinsæl þó að það væri ennþá „kreppa“. Kaupmaðurinn hugsaði með sér: „Vá, þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig í langan tíma. Ég var nefninlega búin að týna sjálfum mér, ég hafði enga ástríðu lengur og ég var hættur að brosa. Ég var bara að upplifa græðgi. Núna man ég hver til - gangur minn er og litlu versl unar - innar minnar. Núna er ég þakk - látur og hugsa bara um það eitt hvernig ég get þjónustað við - skipavininn sem best og hvernig ég get breytt og haft áhrif á alla mina tilveru. Ég er fullur af ást - ríðu og ég vakna á hverjum morgni fullur tilhlökkunnar um að mæta í vinnuna og það sem meira er að allir verkir úr líkama mín um eru horfnir. Mér líður alls staðar vel.“ Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elin.is Við veljum líðan okkar Nú virðist sem aukning sé á gras- eða marijúanareykingum ungs fólk á Íslandi. Sjaldan hefur verið jafn já - kvæð umræða í kringum gras- eða marijúanareykingar og nú. Upp lýsingar úr kvikmyndum og beinar jákvæðar upplýsingar af heima síðum telja neyslu efnisins vera skaðlausa og jafnvel hafa jákvæð áhrif á þann sem þess neytir. Við þau er vinnum að þess um málum höfum áhyggjur af því að það vanti upplýsingar um umæðu um málið þannig að foreldrar geti tekið á þessari um - ræðu á heimavelli. Foreldrar verða að vera meðvitaður um vímuefnahætturnar sem leynast í um hverfi barna sinna og hafa dug til að taka á málunum áður en það er um seinan. Eftirfarandi atriði er vert að hafa í huga: Efnin sem reykt eru á Íslandi eru afar sterk og hafa jafn slæm - ar afleiðingar og hass. • Menn ánetjast efninu líkt og öðrum eiturlyfjum. • Nýjar rannsóknir sýna að grasreykingar auka líkur á að neytandinn fari að nota önnur vímuefni í kjölfarið. • Þeir sem markaðssetja efnið eru slyngir sölumenn, gefa það jafnvel frítt til að byrja með og benda á hve heilsu - samleg efnin eru. • Framboð á þessum efnum virðist vera mikið og auðvelt fyrir börn að nálgast þau. Því miður hafa myndast hópar barna í unglingadeildum grunn - skólanna sem ánetjast efnunum og í einhverjum tilfellum með vitund og samþykki foreldra, en svo mikill getur sannfæringar - krafturinn orðið um þetta „holla“ eitur lyf. Einnig virðist viðhorf ung menna á menntaskólaaldri oft vera jákvætt til reykinga kanna bisefna Afleiðingar neyslu ungling anna og ungmenna eru nei kvæðar fyrir alla; foreldra, börnin, systkini og samfélagið allt. Þetta hægir á eðlilegum en afar mikilvægum þroska sem börn taka út á unglingsárum og hefur bein áhrif á heilastarf - semina. Oft getur verið erfitt að átta sig á einkennum neyslunnar en bent er á heimasíðu lögreglu og lýðheilsustöðvar eftir nánari upplýsingum. Hjá sveitarfélögunum eru starf andi aðilar sem veita ráðgjöf og stuðning, félagsþjónusta, náms ráðgjafar, félagsmiðstöðvar auk lögreglunnar. Við hvetjum foreldra sem hafa áhyggjur af börnum sínum að leita ráða og stuðnings hjá okkur. Geir Bjarnason forvarnafulltrúi Ellert Baldur Magnússon ÍTH Páll Ólafsson félagsráðgjafi, Garðabæ Helgi Gunnarsson, lögreglunni Haukur Haraldsson félags - þjónustunni Hafnarfirði. Jóhanna Fleckenstein félagsmiðstöðinni Hrauninu Jóhannes Ármansson, lögreglunni. Marijúana!!! Foreldrar, verið á varðbergi Heimasíður með upplýsingum www.logreglan.is/listar.asp?cat_id=253 www.fikno.is www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1837 www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/afengi-og-vimuefni/nr/278 Önnur viðureign spurninga - keppni ÍTH og grunnskólanna „Veistu svarið?“ fór fram í Ás - lands skóla á mánudaginn en þar tók ust á lið Áslandsskóla og Hraun vallaskóla. Framan af var keppn in jöfn og gríðarspennandi en þegar leið á tók Áslandsskóli örugga forystu og sigraði. Keppnin var afar vel sótt, frábær stemmning og voru bæði lið sínum skóla til mikils sóma. Lið Víðistaðaskóla sigraði lið Álftanesskóla í fyrstu viður - eigninni í æsispennandi keppni sem endaði í bráðabana. Næsta viðureign verður á mánu daginn kemur, 2. mars, en þá mætast lið Set bergs skóla og Hvaleyrarskóla. Keppn in fer fram í Setbergs skóla. Áslandsskóli áfram í spurningakeppninni „Veistu svarið?“ Liðsmenn Áslandsskóla, Árni Freyr, Ásta Margrét og Sölvi Steinn. Aug l ý s i n g í F j a r ð a r p ó s t i n um bo rg a r s i g ! Auglýsingasími: 565 3066 FH-ingar hafa verið sigursælir í frjálsum íþróttum undanfarin ár og unnið til allra titla sem lið nema bikarmeistartitilinn innan - húss sem nýverið er farið að keppa um. Úrslit heildar stiga - keppninnar í ár réðust í síðustu grein mótsins, 4x400m boð - hlaupi karla, en fyrir þá grein hafi ÍR 1,5 stigs forystu á FH. FH sigraði í boðhlaupinu og ÍR sveitin varð í 3. sæti, þann ig að lokaniðurstaðan var að FH hlaut hálfu stigi meira en ÍR. FH hlaut 118 stig, ÍR 117,5 stig og Breiðablik varð í 3. sæti með 105 stig. Lið FH sigraði í karlakeppni mótins örugglega með 74 stig - um, sautján stigum meira en Breiða blik sem varð í öðru sæti með 57 stig. ÍR sigraði hinsvegar örugglega í kvennakeppni mótins með 65,5 stig og lið FH varð í fimmta sæti með 44 stig. FH er þriðja liðið á þremur ár - um sem sigrar í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, en ÍR sigraði í fyrra með einu stigi meira en FH og lið Breiðabliks sigraði árið 2007, þegar keppnin fór fram í fyrsta skipti. FH-ingar í fyrsta sinn Bikarmeistarar innanhúss Frjálsíþróttalið FH sigraði í Bikarkeppni FRÍ eftir mikla keppni við ÍR Bikarlið FH ásamt þjálfurum og formanni frjálsíþróttadeildarinnar, Sigurði Haraldssyni.Ljó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.