Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Opið hús Opið hús hjá SVH í kvöld kl. 20 í sal félagsins að Flatahrauni 29. Pétur Maack flytur erindi um veiði og veiðistaði í Þingvallavatni. Heitt á könnunni – Allir velomnir www.svh.is Fermingarmyndatökur 30% afsláttur Jónatan Grétarson Sími 553 2006 jonatan@photographer.is Hafnfirðingar hafa löngum lagt metnað sinn í að búa vel að sínu íþróttafólki. Unnið hefur verið í góðu samráði við íþrótta hreyfinguna sjálfa að því að meta þörfina og raða verk - efnum í for gangs röð. Um mikil vægi þessa hefur verið rík sam - staða í bæjar stjórn í gegnum tíðina. Það vita allir hverju þetta hefur skilað. Þetta hefur skilað okk - ur afreksfólki í fremstu röð. Auk þess hefur stuðn ingur bæjar yfir - valda við íþróttir og annað æskulýðsstarf átt ríkan þátt í því að í Hafnarfirði hefur náðst meiri árangur í forvarnamálum en í flestum öðrum sveitarfélögum. Ekki bara íþróttaaðstaða Þegar íþróttamiðstöðvar FH, Hauka og Bjarkanna voru byggð ar, svo dæmi séu tekin, var lögð mikil áhersla á að félögin fengju myndarlega aðstöðu fyrir annað félagsstarf en íþrótta iðk - unina sjálfa. Þar er um að ræða aðstöðu til fundahalda, skrif - stofu halds og þess háttar. Nýjasta íþróttamannvirkið í Hafnarfirði er sundmiðstöðin að Ásvöllum. Til viðbótar við glæsi - lega íþróttaaðstöðu, hefur orð ið algjör bylting hvað varðar félagslega aðstöðu tveggja íþrótta félaga, Sundfélags Hafn ar - fjarðar og íþróttafélagsins Fjarð ar. Það vita þeir sem fylgjast með íþróttum, að heimavöllur skiptir miklu máli. Það skiptir miklu máli að geta tekið myndarlega á móti gestum og staðið fyrir stórum mótum, jafnvel verið gestgjafi á alþjóðlegum stór - mótum. Helgina 21. - 22. mars fer fram í Ásvallalaug Ís lands - mót Íþrótta sambands fatlaðra í sundi, í 50 metra laug. Mótið er haldið á sama tíma og Ís lands mót Íþrótta - sambands fatlaðra í boccia, bog fimi, frjáls - um íþrótt um og lyft - ing um í Laug ar dals - höll og Frjáls íþróttahöllinni. Hefði aðstaðan í Ásvallalaug ekki verið til staðar, hefði ekki ver ið hægt að halda sundmótið á sama tíma, því Laugardalslaug er upptekin. Fyrir keppendur skiptir miklu máli að geta haldið mótið á sama tíma, því móti sem þessu fylgir margvíslegt félagslíf, t.d. sameiginlegt lokahóf. Nú geta bæði Fjörður og Sund - félagið haldið stórmót með mikl - um sóma. Félagar í þessum félögum eru stoltir af sinni að - stöðu – heimavellinum – og því er dapurlegt til þess að vita að einhverjir kjósi að tala niður þessa glæsilegu aðstöðu, eins og við höfum orðið vitni að undan - farið. Í þeirri umræðu hefur verið farið ítrekað með rangt mál, að því er virðist til þess eins að slá pólitískar keilur. Neikvæð um - ræða af þessu tagi bitnar á þeim félögum sem þarna eiga sinn heimavöll. Höfundur er formaður bæjarráðs og fjölskylduráðs Orð eru dýr Guðmundur Rúnar Árnason Í síðasta Fjarðarpósti var birt opið bréf til fræðsluráðs Hafnar - fjarðar þar sem ákvörðun ráðsins um fjögurra vikna sumarlokun leik skóla Hafnar fjarð - ar er gagnrýnd. Umrædd ákvörðun var tekin á fundi ráðs - ins þann 12. janúar sl. og byggir á tillögu um hagræðingu sem sett var fram við gerð fjár - hagsáætlunar fyrir árið 2009. Vegna banka - hruns ins og þeirrar efna hagskreppu sem fylgdi í kjölfarði varð Hafnar fjarðarbær líkt og fleiri sveit arfélög, fyrirtæki og heimili á Íslandi að hagræða í sínum rekstri. Þar var litið til allra þátta og sviða í rekstri bæjarins. Þró - unarfulltrúa leikskóla og nokkr - um leikskólastjórum var falið að koma með tillögur að hagræð - ingu á sviði leikskólamála og settu m.a. fram tillögu um fjög - urra vikan sumarlokun leikskól - anna sem felur í sér 30 milljón króna hagræðingu á árinu. Á undanförnum árum hafa ýms ar útfærslur verið á sumar - lok unum leikskólanna, sumarið 2008 voru leikskólarnir lokaðir í tvær vikur, en börnin eiga að taka fjögurra vikna sumarfrí og for eldrar gátu því bætt þeim tveim ur vikum sem upp á vant - aði framan eða aftan við lokun - ar vikurnar. Til sanns vegar má færa að það komi sér best fyrir marga foreldra að leikskólarnir loki ekki yfir sumar mánuðina og í um ræddu bréfi til fræðslu ráðs er þess getið að Garðabær sé ekki með ákveðnar sumar lokanir. Rétt er að halda því til haga að leik skóla - gjöld í Garðabæ eru umtalsvert hærri en í Hafnarfirði. Grunn - gjald fyrir hverja klst. á mánuði er 3.200 kr. í Garðabæ en 2.117 kr. í Hafnarfirði. Ef miðað er við 8 klst. vistun á dag greiða for - eldrar í Garðabæ rétt tæpum 80.000 kr. hærri upphæð á ári fyrir leikskólapláss með fæðis - gjaldi en foreldrar í Hafnar firði. Í bréfinu kemur fram að við - komandi er tilbúin til að greiða hærra leikskólagjald til að kom - ast hjá þeim óþægindum sem sumarlokun veldur þeim foreldr - um sem ekki geta tekið sumar - leyfi á sama tíma og leik skól - arnir eru lokaðir. Undirrituð mun beita sér fyrir því að könnun verði gerð meðal foreldra hvað þetta varðar. Í niðurstöðum viðhorfs könn unar meðal for - eldra sem gerð var vorið 2007 kemur fram að rúmlega 27% vilja sumarlokun í tvær vikur eða skemur, þar á meðal að það eigi ekki að loka. Liðlega 38% foreldra telja eðlilegt að leik - skólinn loki í 3 vikur og liðlega 34% telja að leikskólinn eigi að loka í 4-5 vikur. Eins og sjá má þá eru nokk uð misjafnar skoð - anir hvað þetta varðar og fræðslu ráð hefur leitast við að taka mið af þeim almenna vilja sem kemur fram með al foreldra Í sömu könnun kemur fram að flestir vilja loka frá og með 2. viku í júlí og fram yfir verslunar - mannahelgi. Það er stefna bæjar - yfirvalda að fjölskyldan og þá sérstaklega börn og unglingar sé í fyrirrúmi í Hafnarfirði og þar sýna verkin merkin. Að lokum er rétt að geta þess að nýlega var tekin um það ákvörðun í fræðsluráði Hafnar - fjarðar að skipulagsdagar leik- og grunnskóla verði samræmdir næsta skólaár og þannig komið til móts við óskir foreldra. Áfram verður skoðað með hvaða hætti fjögurra vikna sumarleyfi barna í leikskólum verði best fyrir komið og álits foreldra leitað eins og fyrr greinir. Höfundur er formaður fræðsluráðs. Sumarlokun leikskólanna Ellý Erlingsdóttir Heimsóknavinir eru sjálf boða - liðar Rauða krossins sem yfirleitt heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn. Þeir sem heimsækja eru karlar og konur, ungir og aldnir, allt fólk sem er tilbúið að gefa tíma sinn til að gleðja aðra. Það fer svolítið eftir áhuga - málum og aðstæðum þess sem heimsóttur er, hvernig gestgjafi og heimsóknavinur verja tím - anum saman. Sumir vilja bara spjalla um daginn og veginn, aðr - ir hlusta á lestur úr góðum bókum, spila eða fara í göngu - ferð, svo eitthvað sé nefnt, allt eft ir því hvað gestgjafi og heim - sóknavinur koma sér saman um. Heimsóknir eru meðal annars á heimili fólks, dvalarheimili, sjúkrahús eða sambýli, auk þess sem einnig eru starfandi svo - kallaðir ökuvinir, sem bjóða gest gjafa sínum í bíltúr í stað heim sóknar á heimili. Heimsóknavinur þarf að hafa gaman af því að umgangast fólk, vera traustur og áreiðanlegur og kunna að hlusta á aðra. Undan - fari heimsóknavina, voru sjúkra - vinir sem hófu heimsóknir um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en verkefnið í þeirri mynd sem nú starfar, hófst árið 2001. Heim sóknavinir þurfa að sækja undir búningsnámskeið þar sem farið yfir stöðu og mark mið verkefnisins, yfir hlutverk heim - sókna vina og þær reglur sem unnið eftir. Heimsóknavinum stendur einnig til boða fjölbreytt fræðsla, námskeið og hand - leiðsla eftir að þeir taka til starfa og hefja heim sóknir. Þeir sem hafa áhuga á að gerast heimsóknavinir eru hvattir til að hafa samband við Rauða kross deildina á sínu svæði og spyrjast fyrir um verkefnið og námskeið til undirbúnings. Heimsóknavinir Leitað er eftir fólki til að heimsækja einman fólk Er Fjarðarpósturinn besti auglýsingamiðillinn fyrir Hafnarfjörð? Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna. Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.