Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Úrslit: Handbolti Karlar: Haukar - Víkingur: (miðv.d.) Haukar - Valur: 25-22 Konur: FH - HK: 24-36 Haukar - Fylkir: 42-26 Körfubolti Konur: Keflavík - Haukar: (miðv.d.) Haukar - Hamar: 54-61 KR - Haukar: 72-83 Karlar: Haukar - Hamar: (miðv.d.) Ármann - Haukar: 68-90 Næstu leikir Handbolti 27. feb. kl. 20, Ásvellir Haukar - Hamar (úrvalsdeild karla) 28. feb. kl. 13.30, Laugard.h.) FH - Stjarnan (bikarkeppni kvenna, úrslit) Körfubolti 27. feb. kl. 20, Ásvellir Haukar - Hamar (1. deild karla) Mætum á heimaleiki Freyr þjálfar Hauka áfram Knattspyrnudeild Hauka hefur endurnýjað samning um þjálfun yngri flokka við Freyr Sverrisson. Gildir samningu r - inn til 15. september 2011 með mögu leika á framlengingu um eitt ár. Freyr er að fara hefja þjálfun þriðja sumarið hjá félaginu. Töluverð fjölgun iðkenda hefur verið í deildinni síðan Freyr hóf störf en síðasta sumar varð 4. flokkur karla Íslands meistari og var það fyrsti Íslands meist ara titill félags ins í knattspyrnu. Ásamt því að þjálfa hjá Hauk um er Freyr lands - liðsþjálfari U-16 ára, landsliðs drengja. Íþróttir Eldsneytisverð 25. febrúar 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 142,8 154,9 Atlantsolía, Suðurhö. 137,9 154,9 Orkan, Óseyrarbraut 137,8 154,9 ÓB, Fjarðarkaup 137,8 154,9 ÓB, Melabraut 142,8 154,9 Skeljungur, Rvk.vegi 144,4 156,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 Sími 867 2273 Nudd, slökun og ráðgjöf Er einnig með nuddbekk sem er sérhannaður fyrir barnshafandi konur. Er staðsett í Hafnarfirði. Eygló B. Sigurðardóttir Vægt verð sími 562 7798 og 861 1677 eybjork@centrum.is Heilsunudd Nýtt í Hress! Heilsunudd og heilsumeðferð. (kinezio logic, meridians, viðbragðs meðferð) Sími: 841 0968, Hress: 565 2212 5 x 60 mín. heilsumeðferð: aðeins 19.000. Á afmælisdaginn þinn: 10% afsláttur!!!! Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Aðalfundur SH Aðalfundur Sundfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 20 í Ásvallalaug. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn SH. Góðir Hafnfirðingar, með sam stöðu höfum við náð árangri í að standa vörð um St. Jósefs - spítala og áfram á að vinna að endanlegri lausn í samstarfi við bæjar yfirvöld og hags - muna aðila til hagsbóta fyrir okkar samfélag. Það er þörf á halda áfram endurupp bygg - ingu til framtíðar, við þurfum að nýta öll þau tækifæri sem bjóðast til uppbyggingar. Nú er horft til sprotafyrirtækja en við megum ekki horfa fram hjá þeim fyrirtækjum sem við höf - um og eiga kost á því að eflast. Ég vil hér m.a. nefna málm - iðnaðinn. Hér í bæ eru öflug málm iðn aðarfyrirtæki sem geta tekist á við fjölþætt verkefni. Gera þarf kröfu á ríki og sveitar - félög að þau móti sér stefnu til að styðja við íslenskan iðnað með því að taka íslenskum tilboðum. Það er sannað að þjóðhagslega er haghvæmt að taka innlendum tilboðum þó þau séu allt að 15% hærri en erlend. Það er óvið - unandi að íslensk stjórnvöld skuli ítrekað hafa gengið fram hjá íslenskum málmiðnaðar - fyrirtækjum í útboðum og tekið frekar erlendum tilboðum og er hér hægt að nefna stærri endur - bætur t.d. á varðskipum o.fl. og nú nýlega við virkjanir og ástæða væri að rannsaka hvað hafi legið að baki og við höfum fram að þessu haldið að spill - ing væri ekki til hér á landi! Einnig vil ég hér nefna álverið í Straums vík, en í októ - ber sendi ég öllum bæjarfulltrúum tölvu - póst þar sem ég spurði, í ljósi að - stæðna í þjóðfélaginu hvort bæjaryfirvöld hefðu stöðu til að breyta afstöðu til stækkunar hjá Ísal og það var eingöngu Lúðvík bæjarstjóri sem svaraði og sagði að bæjar stjórnin hefði ekki heimild til þess að ógilda atkvæða greiðsl una, en ef 25% eða um 4600 atkvæðisbærra Hafn firðinga ósk uðu eftir atkvæðagreiðslu þá yrði að verða við kosningu. Í framhaldi af svari bæjarstjóra útbjó ég undirskriftalista undir kjörorðinu „Endurreisn byrjar hjá okkur“. Ekki voru stofnuð sérstök samtök, heldur haft samband við fjölda Hafnfirðinga sem tóku að sér að safna undir - skriftum, það er að láta gras - rótina vinna. Þegar við vorum komin með 5014 undirskriftir þá afhentum við undirskriftirnar á bæjarráðsfundi þann 16. desem - ber sl. Við skoðun hjá bæjar - lögmanni kom í ljós að um 570 undirskriftir stóðust ekki kjör - gengi í Hafnarfirði og voru ástæður ýmsar, lögheimili í öðr - um sveitarfélögum, erlent ríkis - fang og að ekki var hægt að rekja þar sem vantaði kennitölu eða aðrar upplýsingar. Við sem stöndum að þessari undir skrftasöfnun þökkum fyrir öflugan stuðning en við höfum tilkynnt að við munum vinna áfram að því að safna þeim undir skriftum sem upp á vantar. Við þurfum um 250 undirskriftir til viðbótar sem þurfa að upp - fylla skilyrði eins og koma fram á meðfylgjadi seðli sem hægt er að fylla út og senda eða hafa sam band við neðangreinda. Gylfi Ingvarsson, s. 896 4001, netfang, gylfiing@simnet.is Ingi B. Rútsson, s. 896 1173 netfang, ingi@vhe.is Hér með skora ég á alla Hafn - firðinga sem eiga samleið með okkur og vilja efla atvinnu hér í bæ að leggja okkur lið og það er ekki eftir neinu að bíða. Höld um ótrauð áfram til þess að vinna okkur út úr vanda og halda til framtíðar. Höfundur er íbúi að Garðavegi 5 í Hafnarfirði. Fyrirtæki og atvinna undirstaða til framtíðar Gylfi Ingvarsson ! Undirskriftalisti Endurreisn byrjar hjá okkur!!!! Við undirritaðir atkvæðisbærir Hafnfirðingar 18 ára og eldri sem höfum ekki skrifað undir fyrri undirskirfatasöfnunina, samþykkjum með undirskrift okkar, að fara þess á leit við bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að eins fjótt og auðið er verði efnt til atkvæðagreiðslu að nýju um deiliskipulag fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Nr. Nafn: Heimilisfang: Póstnr. Kennitala: 1 2 3 4 5 6 7 8 Skilist til: Gylfi Ingvarsson, Garðavegi 5, 220 Hafnarfirði - eða hringið í Gylfa, s. 896 4001 eða Inga í s. 896 1173 Freyr Sverrisson og Elías Atlason, form. barna- og unglingaráðs Hauka. Viltu léttast…3-7 kg! Sjálfstæður söluaðili Forever living products Hafðu samband við Guðbjörgu í síma 694 5863 eða á gugga@aloelive.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.