Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.02.2009, Blaðsíða 2
Nú eru margir komnir í framboðshaminn og væri gaman ef Hafnfirðingar næðu góðum árangri í komandi kosningum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stefnir á að halda efsta sæti sjálfstæðismanna en Gunnar Svavarsson segir skilið við Alþingi, var orðinn þreyttur á að for - maður flokksins virtist hunsa Hafnar fjarðar - kratana. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri útilokar ekki framboð og nýr frambjóðandi bætist á lista Sjálfstæðismanna en Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri stefnir ofarlega á listann í SV-kjördæmi. Þá er ekki, þegar þetta er skrifað, útséð með það hvort Rósa Guðbjartsdóttir taki á ný þátt í prófkjörinu. Amal Tamimi og Sara Dögg Jónsdóttir hafa þegar tilkynnt framboð sitt hjá Samfylkingu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður 14. mars en Samfylkingin verður með netkosningu um 5 efstu sætin 12.-14. mars en framboðsfrestur rennur út á morgun. VG verður með forval 5.-6. mars. Það verður ekki léttara nú en fyrr að velja frambjóðendur og þeir sem ekki eru flokksbundnir eða vilja ekki undirrita stuðnings - yfirlýsingu við óákveðinn lista eru útilokaðir frá þátttöku. Breytingar á kosningalögum virðast ekki ætla að ná í gegn en þar sem nú er aðeins ár í sveitarstjórnarkosningar þá er rétt að benda þingmönnum á að huga að breytingum á lögum um þær kosningar. Þar er flokkakerfið úrelt og fólk á heimtingu á að fá að kjósa einstaklinga. Annað er ekki sanngjarnt. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. febrúar 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Í dag, fimmtudaginn 26. febrúar: Aftansöngur kl. 18 í dag Aftansöngur að gregorskum hætti Fullorðinsfræðsla í kvöld kl. 20 Sr. Þórhallur Heimisson, fjallar um 10 leiðir til lífshamingju. Sunnudagurinn 1. mars, æskulýðsdaginn: Fjölskylduhátíð kl. 11 Stoppleikhópurinn sýnir Ósýnilega vininn eftir Astrid Lindgren. Kvöldmessa kl. 20 Dagskrá í höndum æskulýðsfélagsins. Bjarni Arason syngur - hljómsveitin GIG kemur í heimsókn Kaffiveitingar í boði fermingarbarna. Þriðjudagur 3. mars kl. 17.30: Kyrrðarstund með kristinni íhugun Umsjón: Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur Fimmtudagur 5. mars Aftansöngur kl. 18 að gregorskum hætti Fullorðinsfræðsla kl. 20, Fjármál heimilanna Sigurjón Gunnarsson, bankamaður, fjallar um efnið og gefur góð ráð. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537 Listsmiðja fyrir börn í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 14-16 verður list - smiðja fyrir börn og forelda í Hafnar - borg og er í tengslum við sýninguna Verund sem var opnuð sl. helgi en þar getur að líta ný verk eftir Helga Gísla - son myndhöggvara. Hluti sýning - arýmisins hefur verið lagður undir verk stæði þar sem sýningargestir geta teiknað og skoðað bækur. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands bandarísku Ósk - ars verð launa myndina Hannah and Her Sisters (1986) eftir Woody Allen. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið Vestfjarðakvikmynd Guð laugs Rósinkranz. G u ð l a u g u r Rósinkranz fyrrum Þjóðleikhússtjóri stóð fyrir töku á myndum á Vest - fjörðum í kring um 1950. Í myndinni, sem sennilega er tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni, er víða komið við og sýndar myndir frá ýmsum kaup - stöðum, bæjum og menningar - stofnunum. Þar má meðal annars sjá ungl ingaheimilið í Breiðu vík, frá Núpi í Dýrafirði, Héraðs skól anum í Reykja - nesi, Kirkjubóli í Bjarnardal, Þingeyri ofl. stöðum. Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju Aðalfundur Kvenfélagsins Hafnar - fjarðar kirkju er í kvöld, fimmtudag kl. 20.30 í Vonarhöfn. Hefðbundin aðal - fundarstörf, bingó og kaffiveitingar. Fræðsluganga um Straum Menningar- og fræðsluganga um Straumsvíkursvæðið með Jónatan Garðarssyni verður farin sunnudaginn 1. mars kl. 13. Eftir gönguna verður tekið á móti göngufólki í goðafræði - miðstöð Víkingahringsins í Straumi. Láttu nudda þig til góðs! Heilsunudd og verkjameðferð Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h sími 699 0858 Fríkirkjan Sunnudagurinn 1. mars Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Matti Ósvald Stefánsson flytur hugleiðingu: Hvað er best að gera í miklu andstreymi? (Þrír lyklar til að sigra andstreymi) Anna Sigga Helgadóttir söngkona leiðir sönginn ásamt Skarphéðni Þór Hjartarsyni. Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is 10 leiðir til lífshamingju – í þremur kirkjum Hafnarfjarðar Námskeiðin 10 leiðir til lífshamingju eru komin á fullt skrið en þau eru haldin á vegum Þjóðkirkjunnar um öll Suðurnes og í Vest manna - eyjum á þessu vori. Þegar hefur verið boðið upp á námskeiðið í Grindavík og í Fræðslusetrinu Virkjuninni á gamla Vallarsvæðinu í Kefla - vík. Auk þess hefur nám skeið - ið verið haldið hjá ýms um félagasamtökum. Mjög margir hafa þegar nýtt sér námskeiðið sem stendur aðeins eitt kvöld og er ókeypis. Nú er komið að Hafnarfirði og verður námskeiðið haldið í Hafnarfjarðarkirkju, Víð i - staða kirkju og Ástjarnarkirkju næstu misserin. Fyrsta nám - skeiðið í Hafnarfirði verður haldið í kvöld í Hafnar fjarð ar - kirkju og hefst það kl. 20. Markmið námskeiðsins er að styrkja fólk á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir, auka mönnum bjartsýni og kraft og kenna mönnum að lífið opnar nýjar dyr þegar þær gömlu lokast. Einkennisorð námskeiðins eru Bjartsýni - Virðing - Sjálfsskoðun og Umhyggja. Á námskeiðinu gefst gestum tækifæri til þess að segja frá eigin reynslu og gefa öðrum góð ráð. Þar hafa komið fram miklar upplýsingar um ástand - ið eins og það blasir nú við svo allt of mörgum en einnig frábærar ábendingar um leiðir til úrlausna. Einnig hafa fjöl - miðlar sætt mikilli gagnrýni fyr ir að stara á neikvæðu hlut - ina en gleyma hinum jákvæðu, rétt eins og stjórnmálamenn allra flokka. Námskeiðin eru öllum opin óháð trúfélagsaðild og lífs - skoð unum og eru ókeypis.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.