Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 2
Þetta var annars flokks fólk sagði Fiddi um
fólkið sem skvetti súrmjólk í kosninga -
skrifstofu Samfylkingarinnar í Firði. Reyndar
virðist þetta hafa verið einskis flokks fólk, fólk
sem heldur að skemmdarverk hjálpi. Það
virðist vera í tísku að aðhyllast anarkisma.
Heldur fólk að það sé hægt að lifa við
stjórnleysi? Heldur fólk að allt lagist af sjálfu
sér? Ég hef ímugust á allri skemmdarstarfsemi,
jafnvel þó verið sé að mótmæla einhverju. Kosningarnar framundan
eru okkar tækifæri. Dugi það okkur ekki þurfum við að vinna með
öðrum að því að afla góðum hugmyndum brautargengi. Að vísu
fengum við ekki að raða á lista eins og til stóð en við fáum að kjósa
með þeim annmörkum sem flokkræðið setur lýðræðinu.
Ég vil horfa til þess fólks sem ég trúi að nái árangri fremur en
fólks sem lofar meiru en það getur nokkurn tíman staðið við. Hvort
frambjóðendur hafi náð að kynna sig og lista nægilega vel fyrir
okkur svo við getum tekið upplýsta ákvörðun efast ég hins vegar.
Svo nú sem fyrr verðum við pínulítið að reka puttann upp í loftið og
finnan hvaðan vindurinn blæs. Hverjar sem niðurstöðurnar verða er
nauðsynlegt að við hvetjum alla til að slíðra sverðin og vinna saman
að því að finna góðar lausnir. Það er t.d. ekki nægilegt að lengja í
hengingaról ungra íbúðareigenda. Meira þarf til. Hagkerfi okkar
byggist á væntingum. Trú manna á að vel gangi hefur því
raunveruleg áhrif. Fasteignamarkaðurinn fer af stað bráðlega hversu
hart sem Mogginn berst á móti með neikvæðum „fréttum“.
Atvinnulífið mun braggast en við þurfum að vara okkur á að láta
stjórnast af gróðrarhugsjón einni saman. Gleðilegt sumar!
Guðni Gíslason.
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Sunnudaginn 26. apríl
Guðsþjónusta kl. 11
Prestur: Sr. Kjartan Jónsson
Kantor: Guðmundur Sigurðsson.
Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði.
Sunnudagaskóli á sama tími í Strandbergi
Kyrrðarstund með kristinni íhugun
þriðjudaga kl. 17.30
í umsjá Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur.
Gleðilegt sumar!
TÖLVUHJÁLPIN
Tek að mér vírushreinsanir,
viðgerðir, uppfærslur og
uppsetningar á PC tölvum
Mæti í heimahús
Sanngjarnt verð
Sími 849-6827
Útskriftartónleikar í kvöld
Eydís Ýr Rosenkjær heldur í kvöld kl.
20 útskriftartónleika sína á víólu frá
Listaháskóla Íslands í Salnum í
Kópavogi. Leikin verða verk eftir
Beethoven, Bach, Oliver Kentish
(frumflutningur), Hindemith og
Brahms. Nefnast tónleikarnir „Hin
mjúka miðja“.
Þrastartónleikar í kvöld
Karlakórinn Þrestir, ásamt Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur verður með vortón -
leika í Hafnarborg í kvöld 22. apríl kl.
20. Að auki verða tónleikar í
Neskirkju 23. apríl kl. 16.
Sýningar í Bæjarbíói
Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik -
mynda safnið When a Woman As -
cends the Stairs (1960) eftir
japanska kvikmyndagerðarmanninn
Mikio Naruse.
Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik -
mynda safnið mynd sænska kvik -
mynda gerðarmannsins Bo Wider -
berg, Ådalen ’31 frá árinu 1969.
Myndin segir frá verkfalli í Svíþjóð
1931 þar sem skerst í odda milli
verkfallsmanna og verkfallsbrjóta.
Allt logar í illdeilum og herinn er
send ur á vettvang til að ganga á milli.
Leiðsögn í Hafnarborg
Á sunnudaginn kl. 14 verður fjöl -
skylduleiðsögn um sýningu Guð -
rúnar Kristjánsdóttur, Veðurskrift,
sem nú stendur í Hafnarborg.
Guðrún er þekkt fyrir áhrifamikil verk
sem túlka íslenska náttúru og
náttúrusýn á frumlegan hátt.
Síðdegisdjass í Hafnarborg
Á sunnudaginn kl. 15 mun síðdegis -
djassinn halda áfram í Hafnarborg í
samstarfi við Mann lifandi. Bláir
skugg ar, djassz/blús kvartett saxó -
fón leikarans Sigurðar Flosasonar
leikur. Auk hans skipa kvartettinn þeir
Þórir Baldursson á Hammond orgel,
Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur
Östlund á trommur. Tónlistin sem
Bláir skuggar flytja er aðgengilegur
og skemmtilegur samruni jazz- og
blús tónlistar þar sem spilagleði er í
fyrirrúmi.
Tónleikarnir eru ókeypis og er
hugmyndin að mynda notalega
kaffih úsastemmingu á sunnudags -
eftir miðdegi þar sem fara saman
topp tónlistarmenn og úrvals -
veitingar.
Vorsöngur Kvennakórsins
Vortónleikar Kvennakórs Hafn -
arfjarðar, Vortónar, verða haldnir
þriðjudaginn 28. apríl kl. 20 í Há -
sölum. Á dagskrá eru m.a. nýtt verk,
Stökur, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
við ljóð Lilju Sólveigar Kristjánsdóttir.
Kórinn syngur um vorið og birtuna,
lagavalið kemur úr hinum ýmsu
áttum, íslenskar og erlendar vorvísur,
madrigalar, kirkjuleg verk og söng -
leikjalög svo eitthvað sé nefnt.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNARFJARÐAR
SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS
Frímann Andrésson
útfararstjóri
hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON
útfararstjóri
Víðistaðakirkja
Blóma- og skátaguðsþjónusta
á sumardaginn fyrsta kl. 13
Prestur: Bragi J. Ingibergsson
Stúlknakór Víðistaðakirkju
undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur
og skátar flytja tónlist
sunnudagurinn 26. apríl
Barnaguðsþjónusta kl. 11
Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna,
fer fram í loftsalnum.
www.vidistadakirkja.is
LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA
Viðgerðir og uppsetningar á
loftnetum, diskum, heimabíóum,
flatskjám. Síma- og tölvulagnir
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
SAUMAKONA
í Hafnarfirði
- földun - rennilásar - gardínur
- hvers kyns saumaskapur
GOTT VERÐ
Reykjavíkurvegi 22
á bak við Sjónarhól
Opið kl. 17 til 21
mánud. og miðvikud. kl. 17-19
Sími 867 2273
Matjurtagarðar
í Vatnshlíð
Einstaklingar sem leigt hafa
matjurtagarða í Hafnarfirði og
hafa hug á að halda því áfram,
eru beðnir um að hafa samband
við Þjónustuver Hafnarfjarðar -
bæjar eigi síðar en 10. maí nk.
Eftir það má búast við að
garðlöndin verði leigð öðrum.
Leiðrétting
Á auglýsingu á bls. 12 er
veffang Jafnréttishúss misritað
og á að vera www.jafn.is
Áfram litbolti
Umhverfisnefnd tók jákvætt í
ósk Litboltafélags Hafnar -
fjarðar um framlengingu á
afnot um af æfinga- og keppnis -
svæði við Krýsuvíkurveg og til
jarðvegsframkvæmda.
Leggur nefndin til að gerður
verður samningur með m.a.
uppsagnarákvæðum.