Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009
Foreldrafélag Áslandsskóla boðar til
AÐALFUNDAR
miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 á sal skólans
Dagskrá:
• Erindi: Skólaráð - Leifur S. Garðarsson skólastjóri
• Skýrsla foreldraráðs
• Skýrsla fráfarandi stjórnar
• Endurskoðaðir ársreikningar
• Tillögur um breytingar á lögum félagsins
• Kosning í stjórn foreldrafélags, skólaráð og nefndir
• Önnur mál
Fundarstjóri: Pétur Óskarsson
Fundurinn er opinn foreldrum allra barna í Áslandsskóla, sem
og foreldrum barna sem hefja nám við skólann á haustönn
2009. Þeir foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn en
vilja hafa áhrif á starfsemi fundarins eru beðnir að senda
skriflegt umboð með staðgenglum.
Foreldrafélagið er vettvangur foreldra sem vilja vinna með
kennurum og starfsfólki Áslandsskóla að því að gera skólann
að vettvangi þar sem börnunum okkar líður vel og finnst
gaman að vera. Mætum öll og tökum þátt.
Á laugardaginn verður fyrst
og fremst kosið um traust og
trún að. Svar þeirra kjósenda
sem er misboðið af
fram göngu einstakra
stjórnmálaafla er
ekki að sitja heima
heldur að leggja sitt
af mörkum til að
blaðinu verði snúið
við. Verkefnin eru
ær in sem bíða nýrrar
ríkisstjórnar, en um
þau verkefni verður
að skapast sátt og sam staða.
Lykilatriðið er að verja hag
heimila og fjöl skyldna.
Um leið og við náum föstum
tökum á efnhagsmálum, vöxt -
um og gengisþróun munu hjól
atvinnulífsins fara að að snúast
að nýju af fullum krafti. Á sama
tíma þurfa stjórnvöld að gæta
fyllsta aðhalds í sínum rekstri
og skapa um leið forsendur fyr -
ir nýrri sókn í atvinnu málum.
Það mun ekki takast nema eðli -
leg fyrirgreiðsla og þjónusta
verði til staðar í banka- og fjár -
málakerfi landsins. Við megum
engan tíma missa því þjóðin
mun ekki þola stórfellt at vinnu -
leysi til lengri tíma.
For senda þess að ná árangri
er að skapa traust og trúnað
ekki síst við okkar við skipta -
þjóðir. Við verðum að öðlast
tiltrú í alþjóðasamfélaginu. Við
gerum það ekki með
því að ein angra okk -
ur frá um heiminum,
heldur með því efla
okkar sam starf og
sam vinnu við aðrar
þjóð ir.
Stefna Samfylk -
ing ar innar er skýr.
Við eigum að óska
þeg ar eftir viðræðum
við Evrópusam band ið. Sú
ákvörð un ein og sér mun
styrkja okkar fjár hags stöðu og
flýta fyrir efna hagslegri end ur -
reisn. Tæki færin sem felast í
inngöngu í ESB snúa fyrst og
fremst að fjár hagslegum styrk
og stöðug leika, öflugri sókn og
endur reisn í atvinnumálum og
al menn um réttindum og jöfn -
uði. Það er okkar að hafa þor og
kjark til að leysa úr okkar
vanda málum. Oft var þörf en
nú er nauðsyn að við tökum af
skarið. Það getum við gert sam -
an í kjörklefanum á laugar -
daginn.
Höfundur er bæjarstjóri og
skipar 5. sæti á framboðslista
Samfylkingar.
Nú verður að taka
af skarið!
Lúðvík Geirsson
TRÖNUHRAUNI 10 - SÍMI 565 3232
www.fjardarbon.is - fjardarbon@fjardarbon.is
auglysingar@fjardarposturinn.is
Auglýsingasími:
565 3066
Fyrir nokkrum mánuðum
síðan ætlaði þáverandi heil -
brigðisráðherra að gerbreyta
allri starfsemi á St. Jósefs -
spítala í Hafnarfirði. Eftir
breytingarnar hefði stofnunin
varla verið nema svipur hjá
sjón. Bæjarbúar risu
upp gegn þessum
áform um – allir sem
einn. Eftir að ný rík is -
stjórn tók við völd um,
var horfið frá upp -
runalegum áform um,
þótt enn sé ekki ljóst
hver end anleg niður -
staða verður í málefn -
um spítal ans.
Ákveðnir þættir í
starf semi spítalans gegna mik il -
vægu hlut verki í almennri heil -
brigð isþjónustu við bæjar búa í
Hafn arfirði. Þannig styðja þeir
við bakið á þeirri almennu
heilsu gæslu sem veitt er á heilsu -
gæslustöðvunum í bæn um.
Heilsugæslan til bæjarins
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
hefur marglýst þeirri skoðun
sinni að heilsugæslan sé mikil -
vægur þáttur í nærþjónustu við
bæjar búa, ásamt með mál -
efnum aldraðra og málefnum
fatlaðra. Bæjar stjórn in hefur
litið svo á, að þessi verk efni
eigi betur heima á forræði
bæjarins en ríkisins. Það var
skref í þver öfuga átt þegar
heilsu gæslu stöðv arnar í Hafn -
ar firði voru sam einað ar heilsu -
gæslu höf uð borgar svæðisins.
Þessu viljum við breyta og
höfum ítrek að óskað eftir
viðræðum um að taka heilsu -
gæsl una yfir. Ögmundur Jónas -
son, núverandi heil brigðis ráð -
herra féllst á slíkar viðræður,
um leið og hann tilkynnti að
horfið hefði verið frá áformum
um stórfelldan niður -
skurð á starf semi St.
Jósefsspítala. Hann
ósk aði jafn framt eftir
því að bærinn til -
nefndi full trúa í slíkar
viðræður. Það var gert
strax, en ekkert hefur
gerst, þótt liðnir séu
nokkrir mánuðir síð -
an. Ráð herrann hefur
enn ekki boðað full -
trúa bæjarsins til fundar. Það er
ekki síður áhyggju efni, að á
sama tíma og fulltrúar bæjarins
bíða eftir þessum viðræðum,
fréttist af stór felldum samdrætti
í þjón ustu heilsugæslunnar,
vegna niðurskurðar.
Það eru mikil von brigði að
heil brigð isráð herra skuli ekki
hafa séð ástæðu til að fylgja
eftir boð uðum áformum um
við ræður og samráð við bæjar -
yfirvöld. Það er orðið nokkuð
ljóst að þessar viðræður munu
ekki fara fram fyrir Alþingis -
kosningar. Það er jafn ljóst, að
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði
munu knýja dyra hjá heil -
brigðisráðherra eftir kosning -
arnar, hver svo sem það verður.
Höfundur er formaður
fjölskylduráðs og bæjarráðs.
Hvað með heilsu -
gæsluna, Ögmundur?
Guðmundur Rúnar
Árnason