Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 20

Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 20
20 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009 Gleðilegt sumar! www.haukar.is Sumri fagnað Skátarnir með skrúðgöngu og gleði á Thorsplani Sumardagurinn fyrsti er á morgun og venju samkvæmt verður skátamessa, að þessu sinni í Víðstaðakirkju kl. 13 og þaðan verður farið í skrúðgöngu frá kirkjunni kl. 13.45 og verður gengið út Garðaveginn, niður Hraun - brún, eftir Flókagötu, Vest - ur götu og inn á Strandgötu að Thorsplani þar sem fjöl - skyldudagskrá verður í um - sjón Skátafélagsins Hraun - búa. Þar verður boðið upp á skemmtileg söng- og leik - atriði á svið og skátarnir bjóða upp á klettaklifur, and - litsmálun, poppað verður yfir eldi og boðið verður upp á sumarleiki. Dagskránni verð - ur lokið um kl. 16. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Frjálsíþróttadeild FH sér um Víðavangshlaup Hafnar - fjarð ar að venju en þetta er í 50. sinn sem það er haldið frá því að það var endurvakið en það nýtur sívaxandi vin - sælda. Allir geta verið með, ungir sem aldnir en keppt er í 7 aldursflokkum. Sjá nánar um hlaupið á auglýsingu á bls. 8 og dagskrá sumar dags - ins fyrsta á bls. 3. Velferð fyrir alla – vegur til framtíðar GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR 1. sæti Suðvesturkjördæmi ÖGMUNDUR JÓNASSON 2. sæti Suðvesturkjördæmi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.