Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009
Námskeið í notkun
samfélagstúlka
Markmið: að nota túlka á faglegan máta,
gera starfsfólk öruggara
og koma í veg fyrir misskilning.
Kennari: Amal Tamimi félagsfræðingur og framkvæmdastjóri
Jafnréttishúss. Tími: 4.-20. maí kennt á mánudagskvöldum
kl. 18:00-20:00, fjögur skipti. Skráningargjald kr. 5.000,-
Meðal efnis á námskeiðinu:
Kostir og gallar þess að nota túlka.
Hvað er túlkur - starfsumhverfi túlka, þagnarskylda.
Mismunandi menningarheimar – og hvernig túlka
á menningarmun.
Jafnréttishús ehf.
sími 534 0107 • www.jafnrettishus.is
1. Með inngöngu í Evrópu -
sambandið getur Ísland haft
áhrif á og verið beinn þátttak -
andi í öllum samstarfs verk efn -
um í Evrópu ásamt 27
öðrum Evrópu þjóð -
um en aðildar þjóðun -
um fjölgar stöðugt.
Nú hefur Ísland engin
áhrif, þótt 75% af
innri löggjöf ESB
gildi einnig á Íslandi
vegna EES-samn -
ings ins.
2. Einn kosturinn er
að taka upp hina sam -
eiginlegu mynt ESB – evruna,
sem nú er orðin einn traustasti
og eftirsóttasti gjaldmiðill
heims, þrátt fyrir hrun fjár -
málaheimsins. Bakhjarlinn er
Seðlabanki Evrópu. Evran hefur
tryggt lága vexti, stöðugt verð -
lag og aga í fjármálum, auk
gríð arlegs hagræðis við að hafa
eina mynt í hinum mörgu og
ólíku löndum.
3. Evrópusambandið hefur nú
að mestu sameinað vestur- og
austurhluta Evrópu eftir að
járntjaldið féll. Ekkert hefur
stuðlað meira að friði í Evrópu
og jafnvel í heiminum öllum, en
stofnun Evrópusambandsins,
enda stofnað í upphafi til að
tryggja frið. Fyrir vopnlausa
þjóð er aðild að ESB mikið ör -
yggisatriði og verðugt tak mark.
4. Mestur hluti utanríkis við -
skipta Íslands er við Ev rópu -
sam bandslöndin. Um er að ræða
um 75% af út flutningi og 60%
af innflutningi. Eitt grund -
vallaratriða ESB eru tollfrjáls
við skipti og á mark aðs svæðinu
eru 500 milljónir manna. End -
anlegt afnám tolla af land -
búnaðar vörum myndi lækka
vöru verð á Íslandi enn frekar og
til viðbótar því sem EES-samn -
ingurinn tryggði á sínum tíma.
5. Landbúnaður í Evrópu sam -
bands lönd unum nýt ur veru legra
styrkja. Að auki
gerðu Sví ar og Finn -
ar sérsamninga við
inn gönguna í ESB,
sem tryggði land -
búnaði norðan 62
breidd ar gráðu, sér -
stök kjör. Allt Ísland
er norðan þessarar
breiddargráðu. Sér -
stök áhersla er lögð á
vist vænan landbúnað
í ESB-lönd unum. Allar
forsendur er til þess að Ísland
geti náð hagstæðum samningum
fyrir landbúnaðinn í aðildar -
viðræðum.
6. Aðeins fiskistofnar eru
sam eiginleg auðlind í Evrópu -
sambands löndunum. Ekki verð -
ur því stjórnað hvert fiskurinn
synd ir. Aðrar auðlindir s.s. nám -
ur, skógar og orkulindir eru sér -
eign hvers lands. Fiskistofnar
við Ísland eru staðbundnir og
sér stakt fiskveiðisvæði er kring -
um landið. Ísland er því í sterkri
stöðu í samningum um nýtingu
fiskistofna. Eyland eins og
Malta hefur tryggt í samningum
við ESB, sérstöðu sína og rétt til
nýtingar fiskimiða kringum eyj -
una.
7. Samningar einstakra ríkja
við ESB eru jafnréttháir sjálfum
ESB-samningnum. Þetta gildir
um samninga um land, land -
búnað, fiskveiðar og margt
fleira. Fjöldi fordæma og fyrir -
mynda eru í hinum 27 samn -
ingum einstakra ríkja við
Evrópu sambandið. Íslendingar
vita vel hvað þeir hafa og eiga
því að geta gengið óhræddir til
samningaviðræðna við ESB um
aðild. Þá er EES-samningurinn
fyrirmynd um flest og ekki
miklu við hann að bæta.
8. EES-samningurinn og
marg háttað samstarf við Ev -
rópu löndin hefur þegar fært
Íslend ingum margvísleg réttindi
s.s. í manréttindamálum, um -
hverf is málum, neytendamálum
og fl. Gjarnan er leitað til dóm -
stóla Evrópu, ef skortir á réttindi
hér á landi. Aðild að ESB mun
enn frekar styrkja stöðu
margvíslegra réttinda á Íslandi.
9. Evrópusambandið hefur
byggt upp margvíslega sjóði og
styrkjakerfi. Fámennari byggðir
njóta sérstakra styrkja og áhersla
er á ákvarðanatekt sem næst
vettvangi í hverju máli. Náms -
menn losna við há skólagjöld
s.s. í Bretlandi, ef þeir koma frá
landi innan ESB. Mikil rækt er
lögð við tungumál, menn -
ingarstarf og sérkenni þjóða og
þjóðarbrota. Hinar ólíku þjóðir í
austri og vestri, norðri og suðri
mynda sameiginlegan pott, sem
mikill sköpunarkraftur býr í.
10. Evrópa býður Íslend ing -
um mikil tækifæri í agaðri útrás.
Þetta á ekki síst við gömlu
atvinnu vegina – landbúnað og
sjáv arútveg. Ísland hefur alla
burði til að vera forystuþjóð í
sjávarútvegi innan ESB og hið
mikla landrými á Íslandi,
sérstöku búfjárstofnar og mögu -
leikar í gróðurhúsarækt, skapa
ótal tækifæri til útflutnings. Ef
Ísland bættist í ferðamanna -
flóruna innan ESB, gætu ferða -
menn skipt milljónum innan
skamms tíma. Hvaðan komu
svo landnámsmennirnir? – frá
Evrópu.
Höfundur er kjósandi í
Kraganum.
10 kostir fyrir Ísland að vera í
Evrópusambandinu
Reynir
Ingibjartsson
Ríkisstjórnin hefur haft í
nógu að snúast þessa rúmu tvo
mánuði sem hún hefur setið
undir forystu Jóhönnu Sig urð -
ar dóttur. Fjöl mörg -
um aðgerðum hefur
verið hrint í fram -
kvæmd til að mæta
vanda heimilanna.
Má m.a. nefna opnun
á séreignasparnað,
greiðslujöfnun verð -
tryggðra og gengis -
bundinna lána,
hækk un barnabóta,
lækk un dráttarvaxta og
greiðsluaðlögun fasteigna -
veðlána til handa þeim sem
verst standa. Við jafnaðarmenn
erum þó í miðju verki endur -
reisnarinnar og þurfum skýrt
umboð til að halda því mikil -
væga verki áfram. Lausnir okk -
ar komast ekki fyrir í einu slag -
orði. Því þær byggja á raun -
veru leikanum eins og hann
blasir við og í raunveru leik -
anum er vandi heimilanna
misjafn og krefst mismunandi
úrræða. Með mörgum mark -
vissum aðgerðum er Samfylk -
ingin að byggja velferðarbrú til
að koma okkur yfir þann öldu -
dal sem við erum nú stödd í.
Endurgreiðslur vaxta og
verðbóta
Ein þessara aðgerða sem á
eftir að skila sér inn á tug -
þúsundir heimila í sumar er
70% hækkun vaxtabóta. Vaxta -
bótakerfið á að nýta til endur -
greiðslu á auknum vaxta kostn -
aði og útgjöldum heimila vegna
verðtryggingar. Þetta er 10
millj arða endur -
greiðsla sem skiptir
veru legu máli og mun
skila sér beint til
þeirra sem mest þurfa
á að halda; skuld settra
lág- og milli tekju -
heimila. Sem dæmi
má nefna þá munu
hjón með 8 millj ónir
eða minna í árstekjur
og skulda af 15 milljón króna
hús næð is láni fá tæplega helm -
ing vaxta kostnaðar endur -
greiddan með þessari aðgerð.
Nýr gjaldmiðill er stærsta
lífskjaramálið
Veik króna veikir undirstöður
heimilanna í landinu. Sam -
fylkingin er eini flokkurinn sem
hefur lagt fram raunhæfar
lausnir á þessum vanda. Stöð -
ug ur gjaldmiðill, afnám verð -
tryggingar og lágt vaxta stig eru
án vafa mikilvægustu baráttu -
mál dagsins í dag. Þau nást ekki
fram nema með gjaldmiðils -
breytingum. Því verðum við að
leiða þau mál til lykta. Semja
við ESB og leggja samninginn í
atkvæði þjóðarinnar. Það er
stærsta lífskjaramál heimil -
anna.
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar í Suðvestur -
kjördæmi.
Samfylkingin byggir
velferðabrú fyrir heimilin
Katrín Júlíusdóttir
Börnin okkar eru það dýr -
mætasta sem okkur hlotnast í
lífinu. Þau eru saklaus og það er
á okkar ábyrgð að koma þeim í
gegnum þá erfiðu göngu sem
þegar er hafin og þær
hindranir sem fram -
undan eru.
Ein leiðin er að sjá
til þess að öll börn fái
ókeypis hádegismat í
skólum landsins.
Vissu lega kostar það
mikla peninga, en ég
tel að afleiðingar þess
að börn komi ekki
heil út úr kreppunni
verði samfélaginu mun dýr -
keyptara. Þar erum við bæði að
tala um heilbrigðis- og félags -
mál. Ef það er eitthvað sem við
getum lært af frændum okkar
Finnum, er það einmitt það að
hlúa að börnunum okkar með
ókeypis skólamáltíðum, menn -
ingu og að viðhalda full -
nægjandi menntunarstefnu á
öllum skólastigum.
Á sama tíma og við sem lát -
um stjórnmál okkur varða,
stönd um frammi fyrir því að
finna lausnir á þeirri
kræklóttu götu sem
framundan er, finn -
um við óþyrmilega
fyrir þeim ótta sem
grafið hefur um sig
hjá and stæðum fylk -
ingum við sívaxandi
stuðn ing almennings
við okkur í Vinstri
græn um. Það að níð -
ast á og ragntúlka
stefnu annarra flokka er aumt,
eins konar sand kassastríð.
Skora ég hér með á alla fram -
bjóðendur að kynna raun veru -
legar áherslur og málefni
flokka sinna fyrir kom andi
alþingis kosningar. Þjóðin þarf
nú að ákveða hverjum sé treyst -
andi til að að leiða hana út úr
þrengingunum.
Við erum sterk. Með okkur
býr sami kraftur og með for -
feðr um okkar og mæðrum.
Íslend ingar hafa aldrei haft það
jafn yfirborðslega gott og und -
an farin ár, þegar mörg okkar
sofnuðu á verðinum og gildin
tóku að dofna. Fyrir þann tíma
háðum við lífsbaráttu í harð -
býlu landi þar sem misskipting
auðs var staðreynd, en aldrei
jafn mikil og afgerandi og
undanfarið hefur sést, þegar
sum virðast mun jafnari en
önnur.
Við ætlum ekki að lækka
launataxta. Við ætlum ekki að
skattpína barnafjölskyldur og
ekkjur. Við ætlum ekki að
stöðva hjól atvinnulífsins.
Við viljum að fólk sem lifir á
fjármagnstekjum, greiði eðli -
lega til samfélagsins. Við ætl -
um að jafna kjörin.
Höfundur er héraðsprestur
og skipar 6. sæti á lista VG í
Suðvesturkjördæmi.
Börn velferðar og sandkassinn
Ásta Björk
Ólafsdóttir
Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig — Síminn er 565 3066
SÍÐASTA VETRARDAG – 23. APRÍL
Kvöldskemmtun að Hamraborg 1, kl. 21.
Hagyrðingamót, harmonikkuleikur og Ögmundur Jónasson
í gerfi Stuðmundar sem heldur uppi stuðinu til miðnættis.
SUMARDAGINN FYRSTA – 24. APRÍL
Grillað og glaðst í kosningamiðstöðvum um
allt kjördæmið. Einar og Pétur Örn úr BUFF
skemmta í kosningamiðstöðinni
í Kópavogi milli kl. 16 og 17.
ALLIR VELKOMNIR!
Kveðjum kalda frjálshyggjuna!