Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar
Sumardaginn fyrsta, 23. apríl n.k. fer fram Víðavangshlaup
Hafnarfjarðar. Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 11.00 og
verður hlaupið um Víðistaðasvæðið. Allir keppendur fá
verðlaunapeninga. Sigurvegarar í flokkum fá bikara.
Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ.
Ath. ekkert þátttökugjald og skráning á staðnum.
Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Aldur Vegalengd
15 - 20 ára drengir og stúlkur (1989-1994) ca. 2000 m
21 ára og eldri karlar og konur (1988 og fyrr) ca. 2000 m
6 ára og yngri strákar og stelpur (2003 og síðar) ca. 200 m
7 - 8 ára strákar og stelpur (2001-2002) ca. 300 m
9 - 10 ára strákar og stelpur (1999-2000) ca. 400 m
11 - 12 ára strákar og stelpur (1997-1998) ca. 600 m
13 - 14 ára piltar og telpur (1995-1996) ca. 1000 m
Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst. Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu
og upp úr. Undanfari verður með yngstu keppendunum.
Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins
fyrir Hafnarfjarðarbæ.
Nánari upplýsingar um hlaupið veitir:
Sigurður sími: 565 1114 og 664 5631.
Eitt fyrsta verk mitt sem heil -
brigðisráðherra var að vinda
ofan af ákvörðunum forvera
míns varðandi St. Jósefsspítala
með það að leiðar -
ljósi að spítalinn yrði
áfram hafnfirskt
sjúkra hús sem þjón -
aði sínu samfélagi
eins og þrettán þús -
und Hafnf irð ingar
höfðu krafist með
undir skrift sinni. Á
laggirnar var settur
starfshópur, þar sem
fulltrúi hollvina St.
Jósefsspítala átti sæti ásamt
stjórn endum í heil brigðiskerf -
inu.
Hópurinn skilaði af sér í
mars byrjun einsog fyrir hann
var lagt og var almenn ánægja
með þá niðurstöðu að tryggja
áfram haldandi rekstur sjúkra -
hússins. Verktaka samningum
var sagt upp og ráðist í að
hrinda sparnaðaráformum í
fram kvæmd eins og öllum
heilbrigðisstofnunum landfsins
er gert samkvæmt fjárlögum
þessa árs. Þar verður því miður
ekkert undan vikist. Enn er
unn ið að því að samhæfa rekst -
ur skurðstofanna á St. Jósefs -
spítala við skurðstofur Land -
spítalans og annarra sjúkrahúsa
á þéttbýliðssvæðinu á suð vest -
urhorni landsins. Þetta er vinna
sem þarf að vanda en munurinn
á fyrri áformum og því sem nú
er gert er sá að hagsmunir
samfélagsins eru hafðir að
leiðar ljósi en ekki fjármála -
manna sem ólmir hafa viljað
kom ast inn eftir
spítala göngunum og
ofan í pyngju al -
menn ings. Öllum ber
hins vegar saman um
að með markvissrri
verka skiptingu og
sam legðaráhrifum
má ná árangri sem er
skatt borgurum og
þeim sem þurfa á
sjúkra hússþjónustu
að halda til hagsbóta.
Í Fjarðarpóstinum hafa kom -
ið fram áhyggjur um framtíð
heislugæslunnar og áhrif efna -
hagsþrenginganna á hana. Ég
deili þeim áhyggjum og mun
gera allt sem ég get til þess að
efla hana eftir því sem nokkur
kost ur er. Ég er nefnilega þeirra
skoðunar að heilsugæslan eigi
að vera kjölfestan í heil brigðis -
kerfinu sem aðrir þættir þess
hvíli á. Það kallar á aðra for -
gangs röðun en fylgt hefur verið
til þessa. En framar öllu þarf að
standa þá vakt sem þjóðin
ætlast til af stjórnvöldum: Að
verja heilbrigðiskerfið afleið -
ingum fjármálahrunsins sem
framast má vera og tryggja að
grunnurinn verði til staðar til að
byggja á nýja framfarasókn.
Höfundur er
heilbrigðisráðherra.
Heilsugæslan verði
kjölfestan
Ögmundur
Jónasson
Á laugardaginn verður kosið
um framtíð íslensku þjóðar -
innar. Hvernig við ætlum að
kom ast út úr nú ver -
andi erfiðleikum og
byggja hér upp á ný
blómlegt atvinnulíf
og samfélag.
Kastljós fjöl miðl -
anna hefur hins vegar
beinst að öllu nema
því hvernig það muni
takast og stjórn ar -
flokkarnir sem stefna
að því að starfa áfram
að loknum kosn ingum reyna
eins og kostur er að komast hjá
því að takast á við slíka
umræðu.
Íslenskt samfélag varð fyrir
gífurlegu áfalli síðastliðið haust
þegar ein af fjórum stoðum
atvinnulífsins, fjármálakerfið,
hrundi. Hinar meginstoðirnar
þrjár: Sjávarútvegur, orku -
frekur iðnaður og ferðaþjónusta
eru hins vegar traustar. Ef við
hlúum að þeim tekst okkur að
komast út úr erfiðleikunum.
Verkefnið er stórt og það
verður ekki auðvelt. Tekjufall
ríkis sjóðs kallar á róttækar
aðgerðir og stórfellt
atvinnuleysi má
aldrei verða meira en
tímabundið.
Þessi tvö verkefni
hanga saman. Við
mun um aldrei vinna
okkur út úr núver -
andi ástandi með
skatt píningu, launa -
lækkunum og mið -
stýringu. Hvorki
heim ili né fyrirtæki mega við
aukn um byrðum og sú bland -
aða leið launalækkana og
skattahækkana sem vinstri
flokk arnir boða er eitraður
kokkteill.
Leiðin út úr vandanum liggur
í stórfelldu átaki til að fjölga
störfum. Að fjölga vinnandi
hönd um og breikka þannig
skattstofna ríkisins.
Við eigum að nota skattkerfið
til að hvetja til fjárfestinga og
þar með nýráðninga. Við eigum
að veita þeim fyrirtækjum
skattafslátt sem vilja ráðast í
nýsköpunar- og þróunar verk -
efni.
Tækifærin leynast víða. Við
erum ung, vel menntuð og
dugleg þjóð. Á undanförnum
árum höfum við lagt ríka
áherslu á nýsköpun og rann -
sóknir. Nú verðum við að
byggja brú á milli atvinnu -
lífsins og þekkingarinnar.
Forsenda þess að endur -
reisnin gangi hratt og örugglega
fyrir sig er að við stöndum við
bakið á atvinnulífinu og að hér
verði ekki lagðir á slíkir skattar
og slík höft að erlendir fjárfest -
ar muni um fyrirsjáanlega
fram tíð forðast Ísland og inn -
lend fyrirtæki ekki leggja í þær
fjárfestingar sem nauðsynlegar
eru til að störfum fari að fjölga
á ný.
Um þetta verður kosið 25.
apríl.
Höfundur er þingmaður.
Örvum atvinnulífið í stað þess
að kæfa það
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Árgangur 1957
Karlakórinn Þrestir heldur
vortónleika sína þessa dagana
og er þema tónleikanna ,,Ástir
og örlög” og er þar vísað í
efnis skrá tónleikanna sem að
vanda er fjölbreytt. Með kórn -
um syngur í nokkrum lögum
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
en hún syngur einnig einsöng í
þremur lögum. Stjórnandi er
Jón Kristinn Cortez og
píanóleikari Jónas Þórir.
Fyrsti hluta efnisskrárinnar er
nokkuð tengdur örlögum, s.s. í
lögum eins og „Dag í senn“ og
„Rósin“ og eins í seinni hlutan -
um eins og í lögunum „For the
fallen“, „Skye boat song“,
„Down by the Sally gardens“
og fleirum. Ástinni eru gerið
skil í lögum eins og „La vergine
degli angeli“, „Ástartöfra
augna blik“, „Ástin“ og „Trygg -
lyndi og ást“.
Tónleikarnir voru í Grafar -
vogskirkju og Víðistaðakirkju
um helgina en verða í Hafnar -
borg í kvöld, síðasta vetrardag,
kl. 20 og í Neskirkju sumar -
daginn fyrsta, kl. 16.
Ástir og örlög á
vortónleikum Þrasta!
Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna.
Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband!
w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
auglýsingasími:
565 3066
auglysingar@fjardarposturinn.is
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n
Hafnfirskt árgangspartý á Ásvöllum 16. maí nk. Geggjað stuð!
Fylgstu með á Facebook! „Hafnfirski 1957 árgangurinn“ og á
www.fjardarposturinn.is/1957 • Meira í næsta blaði!