Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 2
Er fólki mismunað til náms? Við Íslending - ar höfum getað sótt nám í skóla á Norð - urlöndunum í langan tíma en svo virðist sem samkomulag við nágrannasveitafélögin sé stirðara a.m.k. þurfa einhverjir þeirra sem stunda tón listarnám í Reykjavík að flytja þangað til þess að njóta sömu niðurgreiðslu og Reyk víkingar eða Hafnfirðingar í námi í Hafnar firði. Til eru reglur um þessar niður - greiðslur þar sem rauði þráðurinn er að menn skulu helst stunda nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar en þó að Hafnarfjarðarbær muni greiða kennslukostnað í tónlistarskóla fyrir nemendur, sem óska eftir að stunda nám í öðrum tónlistarskóla en Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, í samræmi við nánari reglur og kröfur. Takmarkað er hversu margir geta fengið niðurgreitt og mun færri komast að í TH en sækja um og annar skólinn engan veginn eftirspurn. Við Hafnfirðingar eigum mikinn fjölda afbragðs tónlistarfólks og er Jóhanna Guðrún okkur góð áminning um það. Hafnarfjörður ætti að vera mekka tónlistar á Íslandi og kannski er kreppan kjörið tækifæri til þess að blása í herlúðra og undirbúa sókn á þeim markaði. Sem betur fer eru sumir að starfa af metnaði að flutningi alþýðlegrar tónlistar í bænum og er umboðsskrifstofan Prime eitt dæmi um það. Verum með á nótunum og blásum í herlúðra! Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 20. maí 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Uppstigningardagur 21. maí Guðsþjónusta kl. 14 Dagur aldraðra í Þjóðkirkjunni Öldruðum og fjölskyldum þeirra sérstaklega boðið. Sætaferð frá Höfn kl. 13.30. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði og Gerðubergskórinn Veislukaffi í Hásölum eftir Guðsþjónustuna. Sunnudagur 24. maí Messa kl. 14 Útvarpsmessa Prestur sr. Kjartan Jónsson. Kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Tónleikar í kvöld Vorboðinn ljúfi er yfirskrift tónleika Kórs Flensborgarskólans sem haldnir verða í Hamarssal skólans í kvöld, miðvikudag kl. 20. Kórtónlist frá endurreisn til okkar tíma. Nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, tileinkað skólanum frumflutt. Stjórn - andi er Hrafnhildur Blomster berg. Jóhanna og Guðný sýna í Hafnarborg Sl. laugardag voru opnað ar tvær sýningar í Hafnarborg, Vættir, verk eftir Jónínu Guðnadóttur og sýning Guðnýar Guðmundsdóttur. Hér eru á ferðinni sýningar þar sem teflt er saman tveim kynslóðum listamanna sem hvor um sig er mótuð af sterkum tíðaranda og aðstæðum sem hafa áhrif á feril þeirra og sköpun. Guðný Guðmundsdóttir tekur þátt í leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 24. maí kl. 15. Kórar Öldutúns syngja Kvennakór Öldutúns og Kór Öldu - túns skóla halda tónleika í Hafnar - fjarðarkirkju á morgun, uppstign - ingar dag kl. 16. Stjórnandi er Bryn - hildur Auðbjargardóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á flygil. Vorsýning Iðnskólans Hin árlega vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði stendur nú yfir í húsnæði skólans. Hún er opin daglega kl. 13- 16 og stendur til 24. maí. Nemendur sýna verk sem þeir hafa unnið í vetur þar sem leit ast er við að rekja ferli hvers og eins verks, allt frá hugmynd á blaði, teikningar, útfærslu og til endan legs smíðisgrips eða vöru. Þarna má sjá verk iðnnema og hönnunarnema. Frítt er inn á sýninguna og eru allir velkomnir. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja Uppstigningardagur 21. maí Guðsþjónusta kl. 14 sérstaklega tileinkuð eldri borgurum á uppstigningardag 21. maí, kl. 14:00. Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara, syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organisti: Arngerður María Árnadóttir Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir messu Rúta fer frá Hjallabraut 33 kl. 13:40 og frá Hrafnistu kl. 13:50. Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 FJARÐARPÓSTURINN auglysingar@fjardarposturinn.is Auglýsingasími: 565 3066 Opnað í dag í Þöll Veita ráðgjöf um trjárækt og gróður Gróðrarstöðin Þöll, sem er í eigu Skógræktarfélagags Hafn - ar fjarðar var opnuð í morgun eftir vetrardvala. þar er á boð - stólum tré, skrautrunnar, berja - runn ar, rósir, krúttrunnar og limgerðisplöntur og veitir starfs fólk stöðvarinnar ráðgjöf um val og ræktun. Stöðin sem er á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar við Kaldár sels - veg er opin virka daga kl. 8-18 nema föstudaga þá er opið til kl. 20. Á laugardögum er opið kl. 10-18. Linnetssíg 2 - 220 Hafnarfirði Sími: 5650955 - www.galleríthors.net Opið virka daga frá kl. 11-18. Laugardaga frá kl. 11-14. gallerí Sædís Bauer Gullsmiður íslenskri list Gleðjum með

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.