Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 8
Íbúar við Klausturhvamm tóku eftir að reyk lagði út um glugga á efri hæð raðhúss hinum megin við götuna. Hringdu þeir strax í Neyðar - línuna og hljóp húsmóðirin yfir götuna og hrindi dyrabjöllunni í ákafa ef vera skyldi að einhver væri heima. Kona sem hafði lagt sig á neðri hæð sagðist hafa vaknað við mikil læti í dyra - bjöllunni og rokið til dyra. Hún segist þá hafa fundið reykjar - lykt og fór upp á loft og sá að reyk lagði undan hurð í ungl - inga herbergi og forðaði sér út en enginn var í herbergingu. Slökkvilið var komið á staðinn á örskammri stundu og réði niðurlögum eldsins sem þá var farinn að teygja sig út um hálf - opinn glugga. Miklar skemmdir urðu á herberginu og allt ónýtt sem í því var en að sögn hús móð - urinnar á heimilinu urðu engar aðrar skemmdir á húsinu, hvorki af vatni né reyk og segir að það sé í raun ótrúlegt hvað hurðin hafi haldið vel. Hún þakkar nágrönnum sínum að ekki hafi farið ver því ekki er víst að hurðin hafi haldið mikið lengur. Eldsupptök eru ekki upplýst en eldurinn er talinn hafa kom - ið upp í sófa. 8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 20. maí 2009 Kvennakór Öldutúns er nú að ljúka sínu fjórða starfsári og hafa þessi ár verið viðburðarík og skemmtileg fyrir meðlimi hans að sögn Ragnhildar A. Þor geirsdóttur, gjaldkera kórs - ins. Auk hins hefðbundna kórs - starfs með jóla- og vortón - leikum hefur kvennakórinn tek - ið þátt í að flytja lög hafn firska tónskáldsins Friðriks Bjarna - sonar á sameiginlegum tón leik - um fjögurra kóra en geisla - diskur með því efni er væntan - legur. Mikið og gott samstarf hefur verið við Kór Öldutúnsskóla enda hófu margar kvenna kórs - konur söngferil sinn hjá heið - urs félaga kórsins, Agli Frið - leifssyni, sem stjórnaði Kór Öldu túnsskóla áratugum sam - an, auk þess sem nokkrar þeirra eiga dætur í barnakórnum. Kórarnir hafa verið með sam - eiginlegt tónleikahald og sung - ið saman margs konar tónlist und ir stjórn Brynhildar Auð - bjargardóttur sem stendur fyrir öflugu tónlistarlífi í Öldu - túnsskóla. Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá Kvennakór Öldutúns. Segir Ragnhildur stefn una vera að hafa alltaf gam an að því sem verið er að gera og sleppa leiðindum eins og sölu salernispappírs og köku bakstri í fjáröflunarskyni sem gjarnan fylgir svona kórastarfi. Nýir söngelskir meðlimir eru ávallt velkomnir í hópinn. Kór Öldutúnsskóla og Kvenna kór Öldutúns verða með sýna árlegu vortónleika á morgun uppstigningardag í Hafnarfjarðarkirkju kl. 16. Kórar Öldutúns syngja Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 16 Á vortónleikum kóranna í Flensborgarskólanum á síðasta ári. Eldur í raðhúsi Árvekni nágranna forðaði stórtjóni Mikil mildi að aðeins herbergið brann. Slökkviliðið var komið á örskammri stundu og slökkti eldinn. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Á kínveskri „vespu“ í vinnuna Hann Ármann, starfsmaður Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar mætir á forláta kín - versku mótorhjóli í vinnuna. Segir hann þetta vera í sparnaðarskyni því hjólið eyði varla meira en 3 lítrúm á hundraði. Hjólið vekur athygli enda langt síðan svona hvítar dekkja rendur hafa sést eins og tíðkuðust á síðustu öld. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.