Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 4
Um síðustu helgi fór fram landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri. Sam - hliða þinginu fóru einnig fram Björgunarleikar þar sem 18 lið kepptu í ýmsum þrautum tengd um björgunarstarfi. Þurfa að geta bjargað fjárhagnum! Meðal verkefna voru fjalla - björgun, fyrsta hjálp, GPS, rústa björgun, fjáröflunar verk - efni og margt fleira. Félagar úr Björg unar sveit Hafnarfjarðar fjölmenntu norður og voru tæplega 50 félagar á þinginu. Tvö 6 manna lið frá sveitinni tók þátt í Björgunarleikunum og var annað liðið skipað undan förum sveitarinnar og hitt liðið skipað nýliðum sem eru að ljúka fyrra árinu sínu í þjálfun björgunar sveitarinnar. Undanfarar eru hins vegar þeir sem mæta fyrstir á vettvang og hafa hlotið mikla þjálfun Úrslit leikanna komu vafa - laust flestum á óvart en lið nýliðanna, „Heroes - not yet legends“ (Hetjur - en ekki orðn - ar goðsagnir enn) lentu í 3. sæti aðeins 117 stigum á eftir liði undanfaranna úr Hafnarfirði. 4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 20. maí 2009 Þrátt fyrir góða veðrið á föstudaginn voru þrír ungir piltar í listasmiðjunni í Hlíðar - bergi en um þessar mundir er Ólöf Björg Björns dóttir, mynd - listakona og kennari að veita börnunum á leikskólanum inn - sýn í ævintýraheima listsköp - unar. Fjölnotasalurinn er fullur af alls konar dóti sem nota má til að búa til myndverk úr og þar sem þemað er hafið má jafnvel lykta sig fram til ýmissa hluta úr fjöruborðinu. Jafnvel fiskar eru notaðir til þess að stensla myndir á og það var ekki annað að sjá á strákunum þremur að þeir væru afar stoltir af árangr - inum. Kannski þarna séu komnir listamenn framtíðar - innar. Framtíðarlistamennirnir Leikskólabörn á Hlíðarbergi njóta sín við listsköpun Karfinn var í hlutverki fyrirmyndarinnar. Ólöf Björg með þremur af stoltum nemendum sínu. Sannkölluð liðsheild í fjallabjörgunarverkefni. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Á laugardaginn kl. 11 verður ganga í röðinni „Af stað á Reykjanesið“ og verður Ketils - stígur genginn, frá Seltúni í Krýsuvík að Katlinum og til baka, um 7 km leið. Ketilstígur er hluti af þjóðleið milli Krýsuvíkur og Hafnar - fjarðar. Á leiðinni verður geng - ið framhjá Arnarvatni, um Sveiflu háls að katlinum sem leið in dregur nafn sitt af. Genginn verður hringur til baka með útsýni yfir Móhálsadal og Núpshlíðarhálsinn. Svæðið býr yfir kyngimagnaðri náttúru, minjum og sögum sem Sigrún Jónsdóttir Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki ca. 3-4 klst. með fræðslu - stoppum. Þetta er frekar auð - veld leið en gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Þátt - tökugjald kr. 1.500. Frítt fyrir börn. Tilvalið er að taka með sér myndavél því litadýrðin og útsýnið er stórkostlegt. Gangan er þriðja ferð af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykja - nesskaganum sem farnar verða með leiðsögn í smar. Gengið Ketilstíginn Vanrækslugjald var lagt á óskoðaðar bifreiðar í fyrsta sinn þann 1. apríl síðastliðinn. Gjaldið er lagt á ökutæki þremur mánuðum eftir að þau eiga að koma í skoðun. Þannig leggst gjaldið á bifreið með 1 í endastaf þann 1. apríl, þann 1. maí á bifreið með 2 í enda - staf, þann 1. júní á bifreið með 3 í endastaf o.s.frv. Á bifreiðum með einkanúmer og bókstaf í enda númers leggst gjaldið á þann 1. ágúst. Þann dag leggst gjaldið einnig á skráðar forn - bifreiðar, skráð forn bifhjól og skráðar hús bifreið ar sem ekki hafa skilað sér í skoðun og að auki á óskoð uð fellihýsi, hjól - hýsi og tjaldvagna. Með tilkomu vanrækslu - gjaldsins hefur aðsókn í skoð - unarstöðvarnar aukist mikið, sérstaklega í lok mánaðar. Svo mikil aðsókn hefur verið, að vísa hefur þurft fólki frá þar sem ekki hefur verið hægt að anna öllum þeim fjölda sem vilja láta skoða. Því er mikil - vægt að fólk láti skoða bílinn sinn í tíma, sérstaklega ef kom - ið er að þriðja mánuði og vanrækslugjaldið að leggjast á. Nýverið var einnig sett í lög að ferðavagnar, (fellihýsi, tjaldvagnar og hjólhýsi) skuli skoðaðir á tveggja ára fresti, fyrst á fjórða ári frá ný skrán - ingu. Allir ferðavagnar sem eru af árgerð 2005 og allir eldri vagn ar eiga því að koma í skoð - un í sumar og eiga að hafa lokið skoðun fyrir 1. ágúst. Hafi þeir ekki verið færðir til skoðunar fyrir þann tíma leggst van - rækslugjald á þá. Fólk er hvatt til að yfir fara vagna sína áður en komið er með þá í skoðun og kanna ástand ljósabúnaðar, bremsu - bún aðar, hjólabúnaðar og ör - ygg is búnaðar. Hægt er að leita sér upplýsinga um ofantalin atriði á skoðunarstöðvunum. Aðalskoðun hf. er með þrjár skoðunarstöðvar á höfuð borg - ar svæðinu en í Hafnarfirði eru hún að Hjallahrauni 4. Þar er opið alla virka daga frá kl. 8-17. Dýrt að láta ekki skoða ökutæki Skoða á ferðavagna, árgerð 2005 og eldri Glæsilegur árangur Björg - un ar sveitar Hafnarfjarðar Undanfararnir og nýliðarnir í öðru og þriðja sæti í Björgunarleikunum Nýliðarnir í hvítum bolum og undanfararnir með hvíta hjálma fyrir aftan þá. L jó s m .: Þ ó ró lf u r K ri s tj á n s s o n L jó s m .: Þ ó ró lf u r K ri s tj á n s s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.