Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 6
Þetta er jafngóður og jafnvel enn betri árangur en við höfum áður náð en alls kepptu 42 þjóðir. Frændur vorir Norð - menn sigr uðu með nokkrum yfir burðum en annað sætið réðist ekki fyrr en Norðmenn gáfu okkur 12 stig sem fleyttu íslenska framlaginu í annað sæti með 218 stig en Aser - beídsjan hafnaði í þriðja sæti með 207 stig. Í samtali við Fjarðarpóstinn eftir heimkomuna sagði Jó - hanna Guðrún að sér fyndist ár - ang urinn ennþá svo lítið óraun - verulegur. „Ég er ofboðslega ánægð,“ segir Jóhanna. „Ég þorði ekki að gera mér vonir um að ná svona langt þó ég hafði látið mig dreyma um eitt af topp 10 sætunum. Mér fannst sú tilhugsun svolítið ýkt en það virtist allt ganga upp.“ „Mér leið ofboðslega vel þegar ég söng lagið, mót tök - urnar frá salnum voru æðis - legar.“ Aðspurð sagðist hún ekkert hafa verið að hugsa um það að milljónir manna væru að horfa á. Jóhanna hóf sönginn með fölskvalaust bros á á vör og virtist gríðarlega örugg. „Nei, ég var eiginlega ekkert stressuð, við höfðum æft svo oft og það hafði gengið svo vel á æfingunum svo við vorum öll í hópn um komin með svo gott sjálfstraust þannig að þetta var bara mjög þægilegt og gott. Þetta var mjög góð reynsla,“ segir Jóhanna Guðrún. Jóhanna segist ekki óttast frægð ina, „Nei, ég geri það ekki. Ég er búin að vera í þess - um bransa síðan ég var níu ára svo ég þekki lítið annað. Ég er í raun búin að vera á vinnu mark - aðinum frá því að ég var níu ára og þetta er það sem ég þekki svo þetta er ekkert óvenju legt eða skrítið fyrir mig og stressar mig ekki.“ Söngkonan unga segist eiga örugg lega eftir að ferðast tölu - vert á næstunni, þau séu þegar búin að fá nokkur tilboð sem verið sé að skoða. Þá sé fyrir - hugað að gefa út plötuna henn - ar Butter flies And Elvis sem hún gaf út í fyrra undir lista - mannanafninu Yohanna en öll lögin á plötunni eru á ensku og m.a. ætluð á Bandaríkja mark - að. Reiknar hún þó með að gerðar verði einhverjar breyt - ingar á plötunni áður en hún verður gefin út í Evrópu. Dívutónlist skemmtileg En hvað finnst Jóhönnu skemmtilegast að syngja? „Mér finnst skemmtilegast að syngja rokk, „dívutónlist“ t.d. lög sem t.d. Celine Dion og svoleiðis kerlingar hafa verið að syngja,“ segir Jóhanna og hlær við, það fer reyndar eftir dags form inu. Kveðjur í Setbergsskóla Jóhanna var í Setbergsskóla frá 8 ára aldri og hefur oft sungið þar, síðast fyrir tveimur árum. Hvað vill hún segja við núverandi nemendur? „Njótið þess að vera í grunn skóla, það er skemmti legasti tími lífs ykkar“, segir Jóhanna sem jafnframt vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem studdu hana. 6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 20. maí 2009 FUNDARBOÐ Mánudaginn 25. maí kl. 17.30 verður haldinn forstigskynningarfundur á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið milli Suðurgötu og Strandgötu, frá Hellubraut að norðan að göngustíg við Suðurgötu 70 að sunnan. Fundurinn verður haldinn í HAFNARBORG. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við deiliskipulagið eru hvattir til að mæta á fundinn. Skipulags- og byggingarsvið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, 18 ára Hafnfirðingur náði frábærum árangri á Eurovison keppninni í Moskvu á laugar dag inn, þar sem hún söng sig inn í hjörtu milljóna manna og náði öðru sæti. „Ennþá svolítið óraunverulegt“ Jóhanna Guðrún himinlifandi með árangurinn Mjög fjölmennt var á Austurvelli þar sem tekið var á móti tónlistarhópnum á sunnudaginn. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Umhverfisnefnd Hafnar fjarð - ar hefur ákveðið í samstarfi við Fjarðarpóstinn að velja tré mán - aðar ins í sumar, frá maí til júlí. Forsaga þess er að bæjar - stjórn Hafnarfjarðar samþykkti með öllum atkvæðum á fundi sínum 3. febrúar sl. tillögur að samþykkt um trjáverndun, verndun trjáa í Hafnarfirði. Markmið samþykktarinnar er að vernda trjágróður í þéttbýli Hafnarfjarðar sem talinn er hafa mikið náttúrulegt og/eða menningarlegt gildi. Tilnefningar fyrir 26. maí Nú er kallað eftir aðstoð almennings við að finna falleg, merkileg, söguleg eða jafnvel bara skemmtileg tré í bæn um, tré sem hjálpa til að gera Hafnarfjörð enn betri bæ að búa í. Þeir sem vita um slík tré sem gætu komið til greina sem tré maí mánaðar eru hvattir til að senda ábendingar á netfangið almadrofn@hafnarfjordur.is þar sem komi fram upplýsingar um hvar tréð er að finna, hver bendi á það og jafnvel frásögn um tréð. Valnefnd velur svo tré maí - mánaðar og eigendur trésins fá viðurkenningarskjal og sagt verður frá trénu í Fjarðar póst - inum í byrjun júní. Tré mánaðarins valið Kallað eftir tilnefningum Súlublæösp Fura í blóma L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Jóhanna syngur á Austurvelli. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Í Setbergsskóla 2006. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Nr. 7 á svið í aðalkeppninni. Stoltur Íslendingur í Moskvu. L jó s m .: J ó n a ta n G a rð a rs s o n L jó s m .: J ó n a ta n G a rð a rs s o n • Bókhaldsþjónusta • Endurskoðun • Rekstrarráðgjöf Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 • olafurhm@simnet.is Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.