Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 20.05.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Miðvikudagur 20. maí 2009 Eldsneytisverð 19. maí 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 160,9 163,3 Atlantsolía, Suðurhö. 160,9 163,3 Orkan, Óseyrarbraut 160,8 163,2 ÓB, Fjarðarkaup 160,8 163,2 ÓB, Melabraut 160,9 163,3 ÓB, Suðurhellu 160,9 163,3 Skeljungur, Rvk.vegi 162,4 164,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Smáauglýsingar aðeins 500 kr. a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Úrslit: Fótbolti Karlar: Breiðablik - FH: 2-3 Haukar - Fjarðarbyggð: 3-1 FH - Fram: 2-1 Konur: Haukar - Völsundur: 2-1 Næstu leikir Fótbolti 22. maí kl. 20, Varmárvöllur Afturelding - Haukar (1. deild karla) 23. maí kl. 14, Kaplakriki FH - Stjarnan (úrvalsdeild karla) 23. maí kl. 14, Ásvellir Haukar - Draupnir (1. deild kvenna) 24. maí kl. 14, Kaplakriki FH - Draupnir (1. deild kvenna) Mætum á heimaleiki Íþróttir SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 Demparar Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Börn og starfsfólk á deild inni Þúfu á leikskólanum Stekkjar ási fóru í bæjarferð sl. fimmtu dag. „Við löbbuðum niður að Læk og gáfum öndunum brauð, svo lá leið okkar að Firði þar sem við ætluðum að taka strætó upp á leikskóla aftur en þá kom bobb í bátinn. Vagninn sem við ætluð - um að taka var fullur af börnum frá öðrum leikskóla ásamt fleira fólki og næsti strætó sem færi framhjá okkar leikskóla færi ekki fyrr en eftir 40 mín. Ákváð - um við að tala við vagnstjóra sem ekur vagni 1 upp á Velli og biðja hann um að stoppa við hring torg ið við Velli og Ásland og ætl uð um við að labba þaðan upp í skóla. Maðurinn var svo almenni - legur að hann ók okkur alla leið upp á leikskóla (hringdi og fékk leyfi fyrir því hjá sínum yfir - manni) þó það hafi ekki verið í leið fyrir hann. Við viljum þakka honum kærlega fyrir vagnstjóri á leið 1 kl. 11.20 frá Firði á Velli. Kveðja frá Þúfu Stekkjarás Hrönn Sigurjónsdóttir, Eygló Sófusdóttir, Magdalena Ostolska, Gundega Jaunlinina. Lesandi hefur orðið: Þakkir til strætóbílstjóra Vorsýning Iðnskólans í Hafn - ar firði er árlegur viðburður og þema sýningarinnar í ár er ferli. Nemendur sýna verk sem þeir hafa unnið í vetur þar sem leit - ast er við að rekja ferli hvers og eins verks, allt frá hugmynd á blaði, teikningar, útfærslu og til endan legs smíðisgrips eða vöru. Margir athyglisverðir hlutir eru á sýningunni að þessu sinni. Útskriftarnemar af listnáms - braut sýna „vínflöskusinfóníu, nem endur á rafiðnaðarbraut sýna ýmis ljósadíóðuverkefni eins og umferðarljós. Tækni - teikn arar sýna lokaverkefni sín, auk þess sem fjöldi smíðis - gripa úr málmi, tré og plasti eru á sýningunni. Iðnskólinn byggir á gömlum grunni hefðbundins iðnnáms og hefur einnig haslað sér völl sem góður listnámsskóli. Sýningin er í húsnæði skól - ans að Flatahrauni 12 og stend - ur til 24. maí. Opið er daglega frá kl. 13-16. Vorsýning Iðnskólans Frá eldri sýningu Iðnskólans. Hundaskítur Fjölmargar kvartanir berast víðs vegar úr bænum um hundaskít á gangstéttum. Íbúi við Sléttahraun kvartar yfir að eigendur hunda hendi pokum með hundaskít inn í næsta trjábeð. Íbúi á Austurgötu sem bætt hafði mold og laukum í beð úti við götu kvartar yfir því að fólk láti hunda sína róta í beðunum auk þess sem kettir róta víða þar sem síst skyldi. Hundaeigendur eru hvattir til þess að hirða upp eftir hunda sína og henda pokunum í ruslatunnur. Engin afsökun er þó að engin rusladallur sé í nánd, hundaeigendur bera ábyrgð á hundum sínum. Þeir hundaeigendur sem svona illa ganga um koma óorði á alla hundaeigendur. Stuðningsmenn FH voru sumir farnir af velli á leik Breiðabliks og FH þegar staðan var 2-0 fyrir Breiðablik og aðeins 17 mínútur eftir af leiknum. Þá bitu FH-ingar í skjaldarendur og sóttu stíft og Matthías Vilhjálmsson minnk - aði muninn í eitt mark. 12 mínútum síðar uppskáru FH- ingar mark, að vísu með hjálp Breiða bliks eftir skalla Atla að marki og á síðustu mínútu leiksins skoraði svo Norð mað - urinn Alexander Toft Söderlund glæsilegt mark og tryggði FH sigurinn. Þetta var annar sigur FH því sl. fimmtudag sigraði FH lið Fram 2-1 eftir að hafa lent 0-1 undir eftir slakan fyrri hálfleik. FH tapaði fyrsta leik sínum gegn Keflavík 0-1. Spennandi grannaslagur FH á heimaleik gegn nýlið - um Stjörnunnar úr Garðabæ á laugardaginn á Kaplakrika en gegn öllum spám er Stjarnan í efsta sæti hefur unnið alla leiki sína, hefur skorað 11 mörk og fengið aðeins eitt mark á sig. Það verður því spennandi grannaslagur í Kaplakrika á laugardaginn kl. 14. Hnökrar hjá Íslandsmeisturunum Sigruðu í tveimur síðust leikjum eftir að hafa orðið undir FH-ingar fengu dæmda vítaspyrnu á þetta brot Fram en skoruðu ekki. L jó s m .: J . L . L á ru s s o n L jó s m .: J . L . L á ru s s o n Það sjást oft skondin atvik. FH-ingar voru kampakátir eftir sigur á Breiðabliki á elleftu stundu. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.