Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Page 2

Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Page 2
Dagskrá Bjartra daga Fimmtudagur 4. júní: Kl. 14 Opið hús í Hraunseli hjá félagi eldri borgara í Hafnarfirði, að Flatahrauni 3. Þórður Marteinsson leikur á harmon - ikku, Gunnar Eyjólfsson kynnir Qi- Gong, nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika fyrir gesti, stíginn verður línudans og Sverrir Guð - mundsson verður með upplestur. Kaffi veitingar. Kl. 15-18 Opið hús hjá Fjöl - greinadeild Hafnarfjarðar Sýning á verkum nemenda í Gamla Lækjarskóla og kaffihús þar sem nemendur selja gegn vægu verði það sem þeir hafa bakað. Nemendur sjá um að taka á móti gestum og leiða þá um sýninguna. Kl. 17 Af veggjum Hafnfirðinga, sýning í Gúttó Af veggjum Hafnfirðinga er skemmti - leg sýning á málverkum og öðrum listaverkum úr eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7. Sýningin er opin laugar- og sunnudaga í sumar. Kl. 17 og 18 Frumsýning á Sögu hafnarinnar í 100 ár Í myndinni er rakin saga Hafnar - fjarðarhafnar í heila öld eða frá því að reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn tók gildi og fyrsta hafnarstjórn í Hafnar - firði kom saman. Höfundur er Halldór Árni Sveinsson, en hann hefur tekið upp mikið í Hafnarfirði og gert fjölda heimildamynda. Myndin er 55 mínútna löng. Aðgangur í Bæjarbíói er ókeypis. Kl. 20 Money transformance Money Transformance eða Peninga - umbreytir er blanda af hefðbundinni sjónrænni sýningu og kabarett söng - leik og er túlkun á áhrifum peninga á heiminum í dag, hvernig hagfræðin túlk ar öll svið lífsins og hvernig fjölskyldulíf er mælt í gæðastundum. Kl. 20 Trúbadorakeppni í Gamla bókasafninu Hægt er að skrá sig á gamlabokasafnid@gmail.com eða í síma 565 5100. Föstudagur 5. júní: Kl. 17 og 18 Saga hafnarinnar í 100 ár Myndin er 55 mínútna löng. Aðgangur er ókeypis. Kl. 20.30 Tónleikar KK bands í Bæjarbíói KK band er af mörgum talið eitt af skemmtilegri böndum landsins. Þeir munu mæta í Bæjarbíó og leika af sinni alkunnu snilld. Að þessu sinni er bandið skipað þeim KK, Þorleifi Guðjónssyni og Jóni Ólafssyni. Mörg af þekktustu lögum KK í bland við óborganlega blúsa. Laugardagur 6. júní: Kl. 10 Fuglaskoðun í Höfða - skógi og við Hvaleyrarvatn Leiðsögumaður Einar Þorleifsson fuglafræðingur. Kynning verður á starfsemi Fuglaverndarfélags Íslands, hreiðurkassar til sölu ásamt ráðgjöf varðandi fuglafóðrun o.fl. í Selinu, bækistöðvum Skógræktar - félagsins þaðan sem lagt verður af stað. Gangan tekur um 2 klst. Kl. 14 og 15 Saga hafnarinnar í 100 ár kvikmynd sýnd í Bæjarbíói Myndin er 55 mínútna löng. Aðgangur ókeypis. Kl. 14 og 16 Út í kött – ævintýraleikur Sýning Lýðveldisleikhússins Út í kött! í Hafnarfjarðarleikhúsinu er ævintýra - leikur með dansi og söng, fyrir börn á aldrinum 4-12 ára en fullorðnir ættu líka að hafa gaman af þessu verki. Kl. 14-18 Músík og matur Kór Flensborgarskólans stendur fyrir skemmtun fyrir alla fjölskylduna í Hamarssal Flensborgarskólans. Þar munu kórfélagar og velunnarar þeirra bjóða upp á fjölbreytta tónlistar- og skemmtidagskrá ásamt hlaðborði gómsætra heimatilbúinna rétta. Kl. 17-19 Ball fyrir ungu kynslóðina Ball fyrir krakka í Íþróttahúsinu Strand götu. Kl. 20 Sýning á kvikmynd - inni Ósynd í Bæjarbíói Ósynd er kvikmynd í fullri lengd eftir nemendur í Flensborgarskóla. Myndin fjallar um ungt fólk sem berst við að halda sér á floti, að þora að vera þau sjálf og taka sundtökin út í hinn stóra heim. Aðgangur er ókeypis. Kl. 23 Lokadansleikur Bjartra daga Blásið er til stórdansleiks í Íþrótta - húsinu Strandgötu. Tvær af stærstu hljómsveitum landsins halda uppi stuðinu og allt gert þannig úr garði að enginn fari svikinn af ballinu. Dansleikurinn stendur til kl. 03.30. Miðasala á www.midi.is og á Súfistanum í Hafnarfirði. Sunnudagur 7. júní – Sjómannadagur og 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar: Kl. 10.45 Blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaða - kirkju. Kl. 11 Sjómannamessa og heiðrun sjómanna í Fríkirkjunni. Halli á rekstri Hafnarfjarðarbæjar er 4,2 milljarðar kr. en stefnt hafði verið að 565 millj. króna tekjuafgangi. Í báðum tilvikum hafði verið reiknað með tekjum af sölu á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja en héraðs - dómur hefur úrskurðað að salan hafi gengið í gegn þrátt fyrir mótbárur OR sem báru við takmarkanir samkeppnisyfirvalda. Í ársreikn - ingi eru allar tekjur færðar þegar kröfuréttur myndast og gjöld eru færð þegar kröfuréttur seljanda hefur myndast. Í samræmi við það virðist færsla sölu á HS hlutnum í ársreikningi vera eðlileg þó ljóst sé að engir peningar hafa fengist og OR getur enn áfrýjað til Hæstaréttar. Geri OR það ekki er ljóst að Hafnarfjarðarbær hagnast vel. Hefði þessi sala ekki komið til væri hallinn yfir 10 milljarðar, nokkru meiri en hjá Kópavogsbæ og Reykjanesbæ. Mestu skiptir gengisfall krónunnar og tap lífeyrissjóða en lífeyrisskuldbindingar hækka verulega og gjaldfærist tæpur 1,2 milljarður nú og fjármunagjöld hækka verulega eins og skuldirnar. Hafnarfjarðarbær þarf að grípa í neyðarhemilinn og til þess að hægt sé að skera niður þurfa allir að leggjast á eitt. Á sama tíma þarf að blása lífi í atvinnulífið sem virkar eins og þversögn í niðurskurðinum en ljóst er að atvinnulaus maður er samfélaginu dýr á allan hátt. Við þurfum öll að halda höfðinu hátt og hjálpa hvert öðru. Nú ríður á að versla íslenskt, versla þær vörur sem skapa sem flest störf hér á landi og ekki skaðar að Hafnfirðingar vinni þau störf. Slæm gengisþróun og lágt gengi íslensku krón unnar skapar ófremdarástand sem ekki er hægt að búa við lengi. Því er mikilvægt að spara gjaldeyri eins og frekast er kostur. Ísland hefur upp á margt að bjóða og mikilvægt að tryggja fjölbreyttan iðnað og þjónustu í landinu, þjónustu sem við getum með góðu móti sinnt eins og aðrir og jafnvel verið aflögufærir og selt úr landi. Ísland er land tækifæranna í dag. Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. júní 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 7. júní Sjómannadagur og þrenningarhátíð Fermingarmessa kl. 11 Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi Sunnudaginn 7. júní kl. 20:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is Líka á Netinu! www.fjardarposturinn.is Frh. á bls. 11

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.