Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. júní 2009 www.flensborg.is Minnt er á að innritun í Flensborgarskólann stendur yfir og lýkur á miðnætti 11. júní. Allar upplýsingar um skólann og innritunina er að finna á heimasíðu skólans www.flensborg.is Innritun í Flensborgarskólann Fjarnám fyrir grunnskólanema í Flensborgarskólanum Haustið 2009 eru í boði eftirtaldir áfangar: DAN 152, ENS 103, ÍSL 103 og STÆ 103. Fjarnámið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá nem - endur grunnskólanna sem uppfylla skilyrði þeirra til að hefja nám á framhaldsskólastigi. Innritun fer fram í grunnskólunum og skal lokið 11. júní n.k. Sérstakur kynningarfundur um fjarnámið fyrir nemendur og foreldra verður í Flensborgar - skólanum mánudaginn 8. júní kl. 17:00. Á fundinum verður einnig hægt að skrá sig í fjarnámið. Nánari upplýsingar um fjarnám veitir fjarnámsstjóri Unnar Örn Þorsteinsson í síma 5650400 eða með fyrirspurn á netfangið unnart@flensborg.is. Skólameistari Umhverfismál voru megin - umræðuefnin á vinabæjarmóti nor rænu vinabæja Hafnar fjarð - ar í Uppsala í Svíþjóð 21.-24. maí sl. Á málþingi kynntu full - trúar sveitarfélaga það sem helst er að gerast í um hverfis - málum í heimabyggð. Hún bar hæst þátttaka hafnfirskra ung - menna í samstarfsverkefni með öðrum ungmennum frá vina - bæjunum. Venja er að ung - menni frá hverjum vinabæ hitt - ist á mótinu og vinni saman sam kvæmt þema vinabæjar - mótsins. Unga fólkið setti upp leikverk en þau höfðu einungis fjóra daga til að setja saman sýningu og var útkoman mjög áhrifamikil og heillandi sýning með skýrum boðskap um að huga betur að umhverfi okkar sem er sameign okkar allra. Sýningin hófst með glæsi - legu opnunaratriði og var gestum skipt upp í þrjá hópa. Síðan var hópunum vísað á þrjá mismunandi staði fyrir utan leikhúsið þar sem búið var að setja upp leikmynd. Fyrsta leikmyndin var fyrir framan leikhúsið og þemað var andrúmsloftið. Þar var því gerð góð skil hversu mikilvægt það er að anda að sér hreinu og fersku lofti, og hvað helst gæti mengað það og spillt. Önnur leikmyndin var í húsi gegnt leikhúsinu og þar var jörðinni gerð skil, þ.e. hversu mikilvægt er að rækta hana og hlúa vel að umhverfinu í kringum okkur. Síðasta leikmyndin var í bakgarði leikhússins og var fjallað sérstaklega um vatnið. Lögð var sérstök áhersla á að geta drukkið, baðað sig og synt í hreinu og fersku vatni. Í öllum þessum atriðum var alltaf gert grein fyrir því jafnvægi sem þarf að ríkja svo að manneskjan fari ekki illa með þessi mikilvægu grunnþætti umhverfis okkar. Lokaatriðið var síðan í sýningarsalnum sjálfum og þar fengu allir að njóta sýn í söng, dansi og loftfimleikum. Í lok sýningar - innar urðu mikil fagnaðarlæti og var það samdóma álit þeirra sem sóttu vinabæjarmótið heim að þáttur ungmennanna væri hápunktur mótsins. Umhverfismál ungmenna í Uppsala Ásgrímur Gunnarsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Fannar Logi Bergþórsson, Elmar Þórarinsson, Björk Guðmundsdóttir, Vigdís Ósk Howser, Auðunn Lúthersson og Kristín Pétursdóttir. Dagskrá Bjartra daga fór vel af stað. Hæst bar setningar - daginn, sl. fimmtudag þegar söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir var útnefnd bæjar - listamaður Hafnarfjarðar og tveir ungir listamenn, Ing unn Fjóla Ingþórsdóttir, mynd - listamaður og Kristján Tryggvi Martinsson tónlistarmaður fengu hvatningarstyrki. Ungir Hafn firðingar biðu í löngum röðum eftir að fá eigin - handaráritanir og gaf Jóhanna Guðrún sér góðan tíma við að sinna aðdáendum sínum. Um kvöldið fjölmenntu bæjar búar á vinnustofur lista - manna og góð aðsókn var m.a. á tónleika í heimahúsi á Sel - vogsgötunni. Sópranós stelp - urnar ullu ekki vonbrigðum á föstudag og um helgina var list- ratleikur á Víðistaðatúni, tón - leik ar, djass og sögusýningin Lífið við höfnina var opnuð í Pakkhúsinu. Hápunktur Bjartra daga er svo sjómannadagurinn og 100 ára afmæli hafnarinnar og ekki má gleyma lokaballinu í íþróttahúsinu á laugardag. Líflegt á Björtum dögum Ball og hátíð sjómannadagsins um helgina Frá tónleikum Aladár og Guido á Selvogsgötunni. Leitin að hreina landinu í flutningi skólahóps Smáralundar í Gúttó. Jóhanna Guðrún, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2009. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Frá norrænu frímerkjasýningunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á vinnustofu listamanns. Allir vildu eiginhandaráritanir.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.