Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 1
„Eru þetta tilraunir á okkur krökkunum?“ „Hver spurði okkur?“ „Réttlæti - ekki rang - læti!“ voru slagorð sem mátti heyra og sjá þegar fleiri hundruð grunnskólanemendur mótmæltu framan við ráðhús bæjarins í gær. Fulltrúar mót - mælenda höfðu fundað með bæjarstjóra daginn áður og aftur fyrir fundinn án þess að árangur hafi verið sýnilegur af fundunum ef marka mátti yfir - lýsingar á mótmæla fund inum. Nemendurnir telja að samráð hafi ekki verið haft við þá þegar tillögur að skipu lagsbreyt ing - um voru ræddar en þær má sjá á bls. 3 hér í blaðinu. Til - lögurnar, sem dagsettar eru 7. sept ember sl. m.a. voru ræddar á fundum íþrótta- og tóm - stunda nefndar 16. sept. og 28. okt. sl. en Ungmennaráð á full - trúa í nefndinni og hafði því feng ið þessar tillögur. Þær virð - ast ekki hafa komist til skila til annarra í Ungmenna ráðinu eða til nem enda félag anna í skól - unum. Fullyrt var að bæjarstjóri og fulltrúar bæjarins hafi notað orð og hugtök ofar skilningi 15 ára unglinga og var það ítrekað eftir tölu bæjarstjóra á mót - mælafundinum. Greinilegt virðist vera að lélegt upplýsingaflæði var rót mótmælanna enda mátti heyra að nemendur hefðu ekki fengið eða náð að kynna sér þær tillögur sem hafa verið í undir - búningi sl. tvö ár. Mótmælin voru kröftug og fóru vel fram og náðu því allavega fram að bæjarstjóri lofaði að ekki yrði skorið meira niður hjá félagsmiðstöðvunum á næsta ári og að samráð yrði haft um skipulagsbreytingarnar. ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www. f ja rda rpos tu r inn . i s 42. tbl. 27. árg. Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI Helluhrauni við Bónus Opið til 18 alla virka daga www.midnet.is s: 564 0690 NEGLUR Í ANDORRU Októbertilboð Verð kr. 4.000 - 5.500 mjög góð ending, 4-8 vikur ekkert loft Ungmenni vilja ekki niðurskurð eða skipulagsbreytingar ÁSVALLALAUG www.asmegin.net • 555 6644 Ungbarnasund Vatnsleikfimi - á meðgöngu - við stoðkerfisvanda Hópatímar - við stoðkerfisvanda - eftir barnsburð - vegna offitu L jó sm .: G u ð n i G ís la so n Laugardagskaffi að Norðurbakka 1 Allt sjálfstæðisfólk velkomið KL. 10-12 • BARNAHORN Sjá nánar á: http://hafnarfjordur.xd.is Ungmennin voru hávær en kurteis og vildu að hlustað væri á þau. Láttu gæðin ráða! Dalshrauni 13 • sími 578 9700

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.