Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 3
Ungmenni í Hafnarfirði hafa risið upp og mótmælt niður - skurði til félagsmiðstöðva og í gær bættust við mótmæli við fyrirhugaðar skipulags breyt - ing ar. En um hvað snérust þessar tillögur að skipulags - breyt ingum? Lagt er til að á árinu 2010 verði skref í átt að breyttu skip - ulagi með hliðsjón af tilrauna - verkefni í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla stigið til fulls. Hjá skrifstofu íþrótta- og tómsundamála myndu starfa þrír forstöðumenn, sem var upp haflega hugmyndin er tilrauna verkefninu var hrint í fram kvæmd 2007. Hver for - stöðu maður hefði 2-3 félags - miðstöðvar undir sinni stjórn. Þetta á við félagsmiðstöðvarnar í Hraunvallaskóla, Áslands - skóla, Hvaleyrarskóla, Öldu - túns skóla, Setbergsskóla, Lækj ar skóla og Víðistaðaskóla. Þá fylgja þessu nokkur hliðar - verkefni s.s. starf fyrir börn í fjölgreinadeild Lækjarskóla, starf fyrir börn í Engidalsskóla o.s.frv. Verkefnastjórar í 100% starfi Meginverkefni viðkomandi forstöðu manna yrðu stjórn - unarlegs eðlis. Á þeirra ábyrgð myndi hvíla starfsmannahald, fjármál, stefnumótun, dag skrár - gerð, samstarf við skóla o.fl. ásamt öllu er lítur að rekstri félagsmiðstöðvanna. Þá tekur forstöðumaður eins virkan þátt í starfi félagsmiðstöðvanna og kostur er. Undir hverjum forstöðu - manni starfa svo verkefna - stjórar í 100% starfi sem sinna bæði vöktum og dagvinnu. Viðkomandi verkefnastjórar bera ábyrgð á framkvæmd verk efna sem forstöðumaður felur þeim og almenna stjórnun innan félagsmiðstöðvarinnar ásamt því að taka virkan þátt í stefnumótun. Starf verkefna - stjóra er að mestu leyti bein samskipti við börn og ung - menni í fjölbreyttum frístunda - verkefnum. Þá starfa frístundaleið bein - endur í hlutastarfi á hverjum stað. Fjöldi stöðugilda tekur mið af fjölda verkefna, nem - endafjölda o.s.frv. Sparnaður ársins 2009 Við samþykkt fjárhagsáætl - unar fyrir 2009 var heildarfjöldi stöðugilda vegna félags mið - stöðva 25,82, en eftir hag ræð - ingu nú fyrir haustönn eru þau komin niður í 21. Í dag starfa 6 for stöðumenn og 2 verkefna - stjórar hjá ÍTH. Miðað er við að þegar nýtt fyrirkomulag kemst á að stöðugildi verði í heildina 21, en eitt af markmiðum þessa verkefnis er að ná að hlúa sem best að þeirri þjónustu er félags miðstöðvarnar veita í dag, eins og kemur fram í greinargerð með tillögum til skipulagsbreytinga. Ljóst er talið að stjórnunar - kostn aður mun minnka við þessar aðgerðir þar sem launa - kostnaður vegna verkefnastjóra sé nokkuð lægri en vegna forstöðu manna. Þá starfi verk - efnastjórar mun meira með börnunum í þeim verkefnum sem félagsmiðstöðvarnar standa fyrir og gefst því svig - rúm til að mæta þeirri fækkun á stöðugildum frístunda leið bein - enda í hlutastarfi sem þegar hefur verið ráðist í. Uppsagnir Líklegast er talið að segja þurfi forstöðumönnunum upp og auglýsa tvær stöður auk stöður verkefnastjóra. Fullyrt er að að skipulags - breytinging sé eingöngu til þess að ná betri árangri með sama fé. Tillögur til hagræðingar Lækka á stjórnunarkostnað í félagsmiðstöðvum www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Frábærar þakkir! ykkar Nonni Gull Nonni Gull Úr & skartgripir Strandgötu 37 • Hafnarfirði ! Látið vini vita Til þeirra viðskiptavina minna sem notað hafa þjónustu mína í þessu auglýsingaátaki: Kaupi og sel gull og skart Fríkirkjan Föstudagur 13. nóvember Tónleikar Guðmundar Pálssonar kl. 20 Guðmundur Pálsson bassaleikari í Fríkirkjubandinu flytur lög og texta eftir sjálfan sig ásamt góðum félögum. Aðgangur ókeypis. Sunnudagur 15. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Ármann Hákon Gunnarsson segir frá hjálparstarfi á Indlandi og reynslu sinni þar. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Prestur, Sigríður Kristín Helgadóttir. Allir velkominir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Dansað í Hraunseli föstudaginn 13. nóvember Guðmundur Steingrímsson, „Papa Jazz“ leikur fyrir dansi. Reynir Jónasson á harmónikku, Edwin Kaaber á gítar og söngkonan Vigdís Ásgeirsdóttir. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Allir eldri borgarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Næsti dansleikur verður svo 7. nóvember Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 Haustið 2009 eru 3.889 grunnskólanemendur með lög - heimili í Hafnarfirði. Í grunn - skólum bæjarins eru 3.732 nemendur í 178 bekkjardeild - um. Fyrir ári síðan voru nem - end urnir 3.723 í 184 bekkjar - deildum. Meðal bekkur inn í ár er 21,7 nemendur en var í fyrra 20,6 nemendur. Á síðustu fjórum árum hefur nemendum í grunnskólum bæjarins fjölgað um 2,8%. Á sama tíma hefur bæjarbúum fjölgað um 18%. Grunnskóla - nemendur eru nú rétt tæplega 15% íbúa bæjarins frá því að vera 17-18% þeirra fyrir ör - fáum árum. Hraunvallaskóli stærstur Flestir nemendur eru nú í Hraunvallaskóla eða 586, þá Öldutúnsskóla, 530. Þar á eftir koma Áslandsskóli með 494 nemendur, Setbergsskóli er með 491 nemanda og í Lækjar - skóla eru þeir 484. Í Víði - staðaskóla eru 446 nemendur, Hvaleyrarskóla 442 nemendur og fæstir nemendur í grunn - skólum bæjarins eru í Engi - dalsskóla eða 259. Nemendur í Barnaskóla Hjallastefnunnar eru 90 í vetur í 1.-4. bekk. Þess utan eru tæplega 80 nemendur í skólum utan bæjarins, þ.e. einka skólum, sérskólum og í grunn skólum í öðrum sveit - arfélögum 21,7 nemandi í bekk 2,8% fjölgun nemenda en 18% fjölgun íbúa Allt sem þú vildir vita um Biblíuna en þorðir ekki að spyrja um Þá er komið að síðasta námskeiði Fullorðinsfræðslu Hafnarfjarðarkirkju á þessu ári, en fullt hefur verið á öll önnur námskeið kirkjunnar til þessa. Á námskeiðinu verður farið í könnunarleiðangur um Bibl - íuna og reynt að komast til botns í hvernig hún varð til, af hverju hún varð til og hvort eitthvað sé að marka hana sem sögulega heimild. Sérstaklega verður kafað niður í frásagnir og bækur sem ekki er hampað dags daglega í kirkjunni og mörgum kunna að þykja óhuggu legar og blóðugar. Einnig verður leitað svara við ýmsum af stærstu leyndar dóm - um sögunnar. Hvað varð til dæmis um Sáttmálaörkina? Og hvað var Sáttmálaörkin? Og hvers vegna eru ekki öll guð - spjöll fornaldarinnar með í Biblíunni, eins og Tómasar guð - spjall og Guðspjall Maríu? Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur. Nám - skeiðið hefst í kvöld kl. 20. Mæðrastyrksnefnd Hafnar - fjarðar byrjar að taka á móti umsóknum vegna jóla aðstoðar frá og með næsta mánu degi, 16. nóvember. Tekið er við umsóknum í síma 843 0668 kl.13-16 alla virka daga. Fjölmörg fyrirtæki, félög og ein staklingar hafa styrkt Mæðra styrksnefnd Hafnar - fjarð ar á umliðnum árum og nú er þörf ekki síður en fyrr og eru velviljaðir hvattir til að hafa samband við Elísabetu Val - geirsdóttur, formann Mæðra - styrksnefndar Hafnarfjarðar. Mæðrastyrksnefnd tekur við umsóknum um jólaaðstoð Styrkjum okkar Mæðrastyrksnefnd!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.