Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Handbolti úrslit: Konur: ÍR - Haukar: 15-46 HK - FH: 27-31 Haukar - Fram: 24-27 FH - Valur: 16-25 Karlar: Haukar - FH: 29-26 Körfubolti úrslit: Konur: Njarðvík - Haukar: (miðv.d.) Haukar - Valur: 71-57 Næstu leikir Handbolti 12. nóv. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Grótta (úrvalsdeild karla) 14. nóv. kl. 13, Mýrin Stjarnan - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 14. nóv. kl. 15, Framhús Fram - FH (úrvalsdeild kvenna) 14. nóv. kl. 16, Ásvellir Haukar - Pler KC (Evrópukeppni karla) 15. nóv. kl. 16, Akureyri Akureyri - FH (bikarkeppni karla) 15. nóv. kl. 18, Ásvellir Pler KC - Haukar (Evrópukeppni karla) Körfubolti 12. nóv. kl. 19.15, Akranes ÍA - Haukar (1. deild karla) 15. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Þór (1. deild karla) 18. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Sala, hleðsla, viðhald og þjónusta á eldvarnarbúnaði. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu á góðu verði. Helluhrauni 10, Hafnarfirði • sími 565 4080 Liliana Martins, 28 ára gam - all portúgalskur íþrótta fræð - ingur hefur gengið til liðs við kvennalið FH í knattspyrnu en liðið leikur á ný í efstu deild á sumri komanda. Hún á að baki 35 leiki með A-landsliði Portú - gals en hefur leikið síðustu þrjú ár með ÍR og síð asta ár sem leikandi þjálfari. Að sögn Helgu Friðriks - dóttur, formanns kvennaráðs knattspyrnudeildar FH er þetta liður í að styrkja liðið með reyndum leikmönnum. FH hef - ur á að skipa mjög ungu og efnilegu liði og hafi komist upp í efstu deild ári á undan áætlun. Nýlega styrktist liðið með endurkomu Silju Þórðardóttur sem var við nám erlendis og með komu Elsu Petru Björns - dóttur frá Fylki. Segir Helga að stefnt sé á að styrkja liðið enn frekar en framtíðin sé björt hjá félaginu. Um 25 stúlkur æfa með 2. flokki og eru þær margfaldir Íslandsmeistarar og bikarmeistarar 2009. Því muni næstu árin fjölmargir leikmenn ganga upp í meistara flokk enda unglingastarfið mjög öflugt og segir Helga framtíðina bjarta hjá félaginu Portúgalskur FH-ingur Liliana Martins gengur til liðs við kvennalið FH Sl. laugardaginn 7. nóvember fór fram Íslandsmeistaramótið í Kumite og unnu Haukamenn þar til tvennra gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Arnór Ingi Sigurðsson vann gullverðlaun í -75 kg flokki og silfurverðlaun í opnum flokki. Kristján Ó. Davíðsson vann gullverðlaun í -67 kg flokki og bronsverðlaun í opnum flokki. Sveit Hauka vann síðan til silfurverðlauna í liðakeppni karla. Guðbjartur Ísak gat ekki keppt á mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut á Opna Stokk - hólmsmótinu helgina áður. Gull í Stokkhólmi Í byrjun nóvember tóku nokkrir keppendur frá Haukum ásamt keppendum frá öðrum félögum þátt í opna Stokk - hólmsmótinu í karate. Mótið var fjölmennt, en um 600 kepp - endur frá 9 þjóðlöndum tóku þátt. Arnór Ingi Sigurðsson, Haukum vann gullverðlaun í - 75 kg flokki fullorðinna í Kumite (bardaga) og keppnis - lið Hauka vann til brons - verðlauna í liðakeppni karla í Kumite. Guðbjartur Ísak Ás - geirsson þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla sem hann hlaut fyrr um daginn. Að auki vann Krisján Ó. Davíðs - son til silfurverðlauna í hópkata ásamt Ragnari og Arnari Frey úr Breiðablik. Arnór og Kristján Íslandsmeistarar í Kumite Sveit Hauka hlaut silfurverðlaun í liðakeppni karla á opna Stokkhólmsmótinu í karate Arnór Ingi Sigurðsson og Kristján Ó. Davíðsson. Lilina Martins Helga Friðriksdóttir og Lilina Martins skrifa undir samning. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Í kvöld fimmtudaginn 12. nóvember hefst sundátak í sundlaugum Hafnarfjarðar í samstarfi við SH, Sundfélag Hafnarfjarðar. Markmiðið með þessu átaki er að kynna al - menn ingi sundið sem heilsu - rækt og um leið kynna því fjölbreyttar leiðir til þess með mismunandi sundaðferðum, með og án sund áhalda. Sundátakið hefst með kynn - ingu í Ásvallalaug í kvöld kl. 19.30. Þar ætlar sundþjálfari frá SH að leiðbeina sundgestum við að gera sundið að sinni heilsurækt. Þjálfarar SH hafa sett saman fjölbreytt og skemmti legt æfingakerfi sem hent ar öllum þeim sem eru sæmilega syndir og uppí þá sem gera miklar kröfur um vegalengdir og úthald. Sundátakið fer fram í öllum laugum Hafnarfjarðarbæjar þar sem sundgestir geta nálgast æfingakerfið. Einu sinni í mán - uði verða sundþjálfarar SH til aðstoðar í Ásvallalaug en alla jafna getur það leitað til starfs - manna sundlauganna um að - stoð og útskýringar. „Sundið hefur ótvíræða kosti með sér. Það hentar mjög breiðum aldurshópi, hentar báðum kynjum jafnt, sameinar fjölskylduna til heilsuræktar, hætta á álagsmeiðslum er nær engin, er góð þjálfun til að bæta þol, hentar mörgum til endur - hæfingar, er vænt fyrir budduna og svo mætti lengi telja,“ segir Björg Snjólfsdóttir, forstöðu - maður Ásvallalaugar. Forstöðumenn sundlauga Hafnarfjarðar hvetja fólk til að koma og kynnast sundátakinu og taka sín fyrstu sundtök til bættrar heilsu og vellíðanar. Sundátak í sundlaugum bæjarins L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.