Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. nóvember 2009 skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.190 kr. Kauptu vetrardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík: Bíldshöfði 5a, Bíldshöfði 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Hafnarfjörður: Dalshraun 5, sími 515 7190. Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700. Sparaðu, láttu Ný vetrardekk Dekkjaskipti Fáðu ódýraumfelgun ogjafnvægisstillingu Opið virka daga frá 8-17 og laugardaga frá 9-13 Sigrún syngur lag Halldórs Sigrún Vala, ung söngkona af Suðurlandi syngur lag gafl arans Halldórs Guðjónssonar „I belive in angels“ í 15 laga úrslitum Söngvakeppni Sjón - varpsins 2010. Sigrún Vala er fædd í Vest - manna eyjum og hefur undan - farin 13 ár búið á Selfossi. Halldór Guðjónsson, höfund - ur lags, er fæddur og uppalinn í Hafn ar firði og býr nú á Álfta - nesi. Hann hefur verið at - kvæða mikill í lagasmíðum en 8 lög Halldórs hafa komist í úrslit Ljósa lagskeppni Reykja nes - bæj ar og þar af komust 4 í verð - launasæti, og sigraði hann 2005 og síðan 2008, þá með laginu „Í faðmi ljósanætur“. Frænkurnar Erla S. Sigurðar - dóttir og Halldóra Skarp héðins - dóttir gefa núna út bókina Prjónaperlur - prjónað frá gras - rótinni. Erla býr í Hafnarfirði en Halldóra í Svíþjóð og þrátt fyrir fjarlægðina hafa þær unnið saman að bókinni, safnað 50 prjónauppskriftum frá 18 prjónurum hvaðanæva af landinu. Erla fór ekki að prjóna af alvöru fyrr en fyrir um ári síðan en Halldóra er þunga viktar - prjónari. Þær unnu bókina sjálfar, skrifuðu texta, tóku myndir og settu upp bókina. Við hvern prjónara er texti, léttur og húmorískur auk þess sem allir gefa upp prjónamottó eða einkunnarorð. Gefa úr grasrótarprjónabók Draumey Aradóttir er rit - höfundur, skáld og kennari, fædd og uppalin í Hafnarfirði en búsett í Lundi í Svíþjóð síð - an á vordögum 1998. Draumey er dóttir Sigríðar Ólafsdóttur og Ara Benjamínssonar sem lést síðastliðið haust. Í dag, kemur út fimmta bók hennar sem ber titilinn Draumlygnir dagar. Bókin er tileinkuð minningu Ara heitins. Í bókinni fléttast prósar og ljóð saman í eina heild þar sem höfundur býður lesendum með sér í ljóðrænt ferðalag í draumi og vöku gegnum liti og tóna lífsins, harm og huggun, sorg og gleði. För þeirra lýkur aldrei því hvað eru draumur og vaka annað en sitt hvor dansinn við sama stef? Hvað eru fæðing og dauði annað en tónar í hljómkviðu lífsins? Og hvað er lífið ef ekki óslökkvandi eldur í litríku landi eilífðarinnar? Höfundur hyggst tylla sér með kaffitár á kaffihúsinu Aroma í Firði á laugardaginn milli kl. 10 og 13 og hefur þá bækur meðferðis. Draumlygnir dagar Bók tileinkuð Ara Benjamínssyni Draumey Aradóttir Um langt árabil hefur bæjar - stjórn samþykkt sérstakar regl ur um niðurfellingu eða afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örokulíf eyris - þega. Þessar reglur eru með mjög svip uð - um hætti í öllum stærri sveitarfélögum lands ins en hér í Hafn arfirði er um þrjá af sláttarflokka að ræða. Veittur er 100% af sláttur, 80% afl slátt - ur og 50% af slátt ur allt eftir heildartekjum við - komandi. Um fyrirkomulag og tekjuviðmið hefur verið gott samkomulag í bæjarstjórn auk þess sem útfærslan hverju sinni hef ur verið ákveðin í góðu sam - ráði við stjórn öldungaráðs bæj - ar ins. Þegar afsláttur er reiknaður af fasteignagjöldum, er miðað við heildartekjur viðkomandi ein - staklings eða hjóna samkvæmt skattframtali. Tekið er mið af árstekjurm nýliðins árs, en endanlegt upp gjör til hækkunar eða lækkunar á af - slátt arkjörum liggur fyrir í sumarlok þeg ar yfirferð skattstjóra ligg ur fyrir og álagn - ingarseðlar hafa ver ið lagðir fram. Þetta fyrirkomulag og regluverk þekkir bæjarfulltrúi Almar Grímsson mæta vel enda hefur hann sam - þykkt þessar reglur í þau ár sem hann hefur átt sæti í bæjar stjórn. Það vekur því óneit an lega sérstaka athygli, þegar hann greindi frá því í blaða grein í síðasta Fjarðarpósti að ríkis - skattstjóri hafi í ágúst sl. leiðrétt framtöl vel á sjötta hundr að einstaklinga eftir að bankarnir höfðu í samræmi við lög gefið upp allar fjármags tekjur við - kom andi til skattsins. Þessi frá - sögn bæjarfulltrúans vakti ekki athygli fyrir að hann væri að upplýsa um eitthvað nýtt, heldur hitt að hann telur það ósvinnu að þessi leiðrétting frá skatta yfir - völdum sé látin hafa áhrif sam - kvæmt þeim sam þykktum bæj ar - ins um af slátt á fast eigna - gjöldum, sem hann ásamt öðr um bæjar full trúum hefur sam þykkt. Staðreyndin er sú að það hefur engum reglum verið breytt. Samþykktir um af slátt arkjör eru nákvæmlega eins og þær voru þegar bæjarstjórn samþykkti þær síðast í árslok 2008. Sam - bærilegar reglur gilda í öllum nágranna sveitar félög um og alls staðar er miðað við heildar - tekjur. Höfundur er bæjarstjóri. Um fasteignagjöld og skatttekjur Lúðvík Geirsson Á laugardaginn verður hress - leiki í hávegum hafður í Hress að Dalshrauni. Gleðin verður mikil, sviti, samkennd og púl. Þarna verða saman komnir margir af vel - unnurum Hress til að taka þátt í æfingamaraþoni. Hressleikarnir standa yfir í tvo tíma kl. 9.30-11.30 og skiptast í 15 mínútna lotur sem allir geta tekið þátt í. Margir af vinsælustu og reyndustu þjálf - urum Hress stjórna leikunum. Fyrir utan æfingarnar verður hrint af stað söfnun fyrir Rebbekku Mariu Jó hannes - dóttir sem býr í Hafnarfirði ásamt tveimur bræðrum sínum og á von á frumburði sínum núna næstu daga. Rebekka er aðeins 22 ára en hefur gengið í gegn um miklar raunir á stuttri ævi. Faðir hennar lést í bílslysi fyrir tveimur árum og fyrir tæpum þremur mánuðum lést móðir hennar af völdum heila - æxlis. Rebekka vonast til þess að fá forræði yfir tveimur bræðr um sínum sem eru 7 ára og tæplega 2 ára. Móðir hennar lét lögfræðing þinglýsa skjali áður en hún lést þar sem hún lét í ljós þá ósk sína að Rebekka fengi forræðið og að þeir myndu alast upp saman. Til þess að allt gangi upp hjá þessari ungu fjölskyldu þurfa Hafnfirðingar og allir Hressarar að standa saman og styrkja þessa hetju. Tekið við framlögum Tekið verður við frjálsum framlögum á staðnum og opn - að ur Hressleika reikningur fyrir Rebekku. Allt starfsfólk Hress gefur vinnuna sína þennan dag í söfnunina. Allir eru velkomnir og mun stakur tími kosta kr. 1.000 en frítt fyrir alla korhafar í Hress. Sjá nánari upplýsingar á www.hress.is. Er fólk hvatt til að mæta í litríkum fötum ef kost ur er. Hressleikar á laugardag Til styrktar Rebekku og bræðrum hennar Frá síðustu Hressleikum.Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! auglysingar@fjardarposturinn.is Demparar Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.