Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Við hvetjum til verslunar í Hafnarfirði! Hvar auglýsir þú? w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is Hópur af ungum og hressum Hafn firðingum tók þátt í ung - mennaskiptum við framhalds - skólanemendur frá Portúgal nú á haustdögum. Í september ferð uðust hafnfirsku krakkarnir til borgarinnar Porto í Portúgal til að heimsækja portúgölsku ungmennin og læra af þeim um land og þjóð. Portú gal - arnir endu rguldu síðan heim sókn - ina í sein ustu viku og tóku hafn - firsku ungmennin á móti þeim. Krakkarnir fóru með þau til Vestmanneyja, Gullna hringinn og í skoðunarferð um Reykja - vík. Bláalónið var heimsótt og fræðst var um notkun heita vatns ins í Hellisheiðarvirkjun. Farið var í fjallgöngu og hella - ferð og margt fleira. Portú gölsku krakkarnir fengu því að kynnast ís lenskri náttúru og menn ingu lands ins. Lokakvöldið undirbjuggu krakk arnir síðan kvöldverð á Gamla bókasafninu og fengu hafn firska trúpadora til þess að koma og spila fyrir þau og kynna íslenska tónlist fyrir portú gölsku krökkunum. Það voru allir sammála um að skipt - in hefðu heppnast einstaklega vel og voru allir ánægðir með ævin týrið. Gamla bókasafnið og Flens - borgarskólinn stóðu að skipu - lagn ingu en verk efn ið var styrkt af Evrópu unga fólksins, sjá n á n a r www.euf.is. Nemendaskipti við Portúgal Hóparnir á toppi Helgafells. Hafnarfjarðardeild Rauða krossins biðlar til allra sem vettlingi geta valdið til að aðstoða við að útbúa fatapakka fyrir ungbörn í Hvíta-Rússlandi fyrir jólin. Ef fólk er til að leggja til prjónaðar húfur, peysur, sokka og teppi þá er það þegið með þökkum, Einnig er hægt að sauma buxur og peysur t.d. upp úr gömlum flísteppum sem fólk er hætt að nota. Fatnaðurinn er ætlaður fyrir börn 1. árs og yngri, þegar hafa safnast um 1.000 pakkar en enn vantar 1.500 pakka í viðbót. Hver pakki mun innihalda: 2 peysur, 2 samfellur eða nærföt, 4 taubleiur, 1 buxur, 1 húfu, 1 teppi (stærð 80x80 cm), 2 pör af sokkum og 1 handklæði. Prjónafélag hafnfirskra kvenna ætlar að taka þátt í þessum verkefni með Rauða krossinum og prjóna/sauma á litlu börnin. Prjónað verður á laugardaginn kl. 10-20 í Gamla bókasafninu við Mjósund – Prjónað verður til góðs! Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og margir koma að verki. Istex gaf lopa, Satúrnus heildverslun gaf ullargarn, O. Johnson & Kaaber gaf kaffi fyrir daginn og Bæjarbakari ætlar að gefa brauð og kökur. Fjölmargir listamenn ætla að skemmta prjónurunum við vinnu sína: Magnús Kjartans - son tónlistarmaður, Edda Björg vinsdóttir fer með gam - anmál, Kristján Hreinsson skáld les, Eyrún Jónsdóttir leik - kona les ljóð, Hjörleifur Vals - son fiðluleikari leikur og Beggi og Pacas mæta á staðinn. Finna má upplýsingar um hópinn á Facebook „Félag hafn firskra prjónara“. Prjóna og svara kalli frá Hvíta Rússlandi Prjónað kl. 10-20 á laugardaginn L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Leikir FH og Hauka í hand - bolta karla hafa ávallt vakið athygli enda er keppt um heiður ekki síður en sigur. Leikurinn á sunnudag var hraður og skemmtilegur og áhorfendur vel með á nótunum í fullu húsi á Ásvöllum. FH var sterkari í fyrri hálfleik og leiddi 14-11 í hálfleik. Haukar tóku sig vel á í síðari hálfleik og sigu yfir og sigruðu að lokum með 3 mörk - um, 29-26. Haukar náðu í síðari hálfleik að styrkja vörnina mjög á sama tíma og og þeir náðu mörgum hraðaupphlaupum sem skiluðu marki. Með sigrinum tylltu Hauk - arnir sér á topp deildarinn í fyrsta sinn með 7 stig en FH sit - ur eftir í þriðja sæti með 5 stig. Evrópuleikir á Ásvöllum FH mætir Gróttu í kvöld í Kaplakrika en Haukar leika Evrópuleiki um helgina við Pler KC á Ásvöllum á laugar - daginn og á sunnudag. Aron Kristjánsson, þjálfari Haukar, segir leikina leggjast vel í sig, Pler hafi verið í lægð undanfarið og m.a. hafi þjálf ar - inn hætt fyrir skömmu. Haukar reikna með að tefla fram sínu sterkasta liði og telur Aron félagið eiga góða mögu leika á að komast áfram. Fyrri leikurinn er á laugar - daginn kl. 16 og sá seinni kl. 18 á sunnudag. Hægt verður að kaupa miða á báða leikina fyrir aðeins 1500 kr. Haukar höfðu betur í Hafnarfjarðarslag í handbolta FH hafði komist 4 mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks — Haukar leika tvo Evrópuleiki á Ásvöllum á laugardaginn Sigurbergur Sveinsson skoraði 7 mörk í leiknum gegn FH L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.