Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is Forstjóri Teymis, Árni Pétur Jónsson, hefur látið af störfum hjá félaginu samkvæmt sam - komulagi milli hans og stjórnar Teymis auk þess sem hann hættir sem forstjóri Vodafone. Nýr forstjóri Teymis er Gestur G. Gestsson. Hann hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, en áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Marg - miðlunar. Gestur er kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur, hjúkr - unar fræðingi. Nýr forstjóri Vodafone er Ómar Svavarsson. Áður en Ómar varð framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Voda - fone árið 2005 var hann framkvæmdastjóri ein stakl - ings sviðs hjá Sjóvá. Ómar er kvæntur Sigfríði Eik Arnar - dóttur, forstöðumanni hjá Kredit korti. Hafnfirðingar taka við hjá Teymi og Vodafone Ómar Svavarsson Gestur G. Gestsson. Þann 30. nóvember hefst Kríla sálmanámskeið í Víði - staðakirkju. Krílasálmar er heiti á kirkjulegu tónlistarnámskeiði fyrir ungbörn á fyrsta ári og foreldra þeirra og hafa verið haldin með góðum árangri í Háteigskirkju og Fella- og Hólakirkju. Leiðbeinandi er Diljá Sigursveinsdóttir tón - listar kennari og hefst námskeið í Víðistaðakirkju 30. nóv. nk. Á námskeiðinu eru kennd ýmis lög og leikir í notalegu umhverfi kirkjunnar og lögð áhersla á söng og hreyfingu. Einkum er notast við tónlist kirkjunnar en einnig önnur þekkt barnalög, leiki og þulur. Námskeiðið miðast einkum við börn á aldrinum 3ja til 12 mánaða og er megintilgangur þeirra: - Að veita börnunum gleði og upplifun af tónlist og söng. - Að kenna foreldrum hvernig nota má söng og tónlist til auk - inna tengsla og örvunar við börnin þeirra. - Að tengja gleði og jákvæða upplifun við kirkjuna, sálmana og tónlist kirkjunnar. - Að örva tilfinninga- og hreyfi þroska barnsins í gegnum tónlistariðkun. Námskeiðið er sex skipti og verður á mánudögum kl. 11-12, dagana 30. nóvember, 7. desember, 14. desember, 11. janúar, 18. janúar og 25. janúar. Námskeiðisgjald er kr. 3000. Skráningar fara fram á arn - gerdur.arnadottir@kirkjan.is eða í síma 690 6586. Tónlistarnámskeið fyrir ungbörn Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröð ust var uppbyggingin kringum ný - liðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar bygg ingar íbúðahúsa síðustu 3 árin. Mikil aldamóta - upp byggingin kostaði sveitarsjóð verulega fjár muni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitar sjóð ur Álfta - nes er að þrot um kom - inn og eftir stendur spurn ingin um hvernig það megi vera? Svarið felst í aldurssamsetningu íbúa sem lengi hefur verið ó - hagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunn - skólaaldri á meðan lands meðal - talið er innan við 14%. Grunn - skólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir núna meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fast eigna - skattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna ná því ekki að dekka kostnaðinn af þessum mikilvægu mála flokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfn - unarsjóð til að jafna stöðu sveitar - félaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitarfélaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta kostn aðarliðn - um, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur forsendna sjóðsins gagnvart grunn skólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunn skóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitar - fé lög. Þar sem Álftanes er 10. út - svarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fellur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatt tekjur og jöfnunarsjóður. Þann ig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveit arfélaga sinnir ekki lög - bundnu hlutverki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir mikilli furðu. Þar er haft eftir full - trúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sé ný byggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskilj an - legum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið bygg - ingu nýrrar sundlaugar allt til for - áttu, reyndi ítrekað að stöðva fram kvæmdir á byggingatíma og lét reyna á byggingareglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laug ina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og aug - lýsa þessa nýju, glæsilegu að - stöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldu - fólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og ann arri grunnþjónustu s.s. til íþrótta kennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbótum á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveit arfélagsins og leggja allt kapp á að efla tekjustofnana, gefur nýi „starfhæfi“ meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo kom - ið að skuldabréfum í eigu sveit - arfélagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitar - félag ið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. Sumir jafnari en Álftnesingar? Kristján Sveinbjörnsson Það hefur komið berlega í ljós að undanförnu í Icesave- deilunni að norrænir „vinir okkar“ eru í reynd falsvinir. Þetta á þó frekar við stjórnvöld í þessum löndum en fólk almennt. Ein þjóð sker sig þó úr og hefur sýnt okkar sömu vinsemd og áður, en það eru ná - grannar okkar Fær - eyingar. Hafi þeir þökk fyrir. Framkoma ESB- þjóðanna og Norð - manna hefur komið okkur á óvart, áttum von á öðru. En þetta sýnir berlega hvers er að vænta af Evrópu - sambandinu ef við glepjumst til að fara þangað inn. Hinn norsk - ættaði fyrrverandi forsætis - ráðherra okkar, Geir Haarde, sagði af gefnu tilefni vegna fjandskapar svokallaðra vina - þjóða, að kominn væri tími til að finna sér aðra vini. Við eig - um ekki að vera hrædd við að gera það því það er auðvitað ekkert gagn í falsvinum. Það hefur verið sýnt fram á það að framkoma ESB í okkar garð á sér enga stoð í lögum Þetta er ósvífið ofbeldi og ekki sam - boðið siðuðum þjóð - um Hæst ber þó of - beldið í beitingu Breta á hryðju verka - lögum gegn okkur. Það voru slæm mis - tök að slíta ekki stjórn málasambandi við Breta vegna þess og það hefði jafnvel verið réttlætanlegt, eftir að á það hefði verið reynt hjá NATO, að segja sig úr þessum samtökum. Við erum enn rík þjóð og getum alveg séð okkur farboða án sambands við ESB. Það hefur einnig verið sýnt fram á það að það myndi engu breyta fyrir okkur efnahagslega þótt við neituðum að greiða Icesave reikninginn. Því miður hefur ríkistjórnin fest sig í þann farveg að nauðsynlegt sé að verða við kröfum ESB vegna Icesave. Þetta er rangt og annað hlýtur því að liggja að baki og líklegasta skýringin er sú stefna Samfylkingarinnar að vilja hvað sem það kostar ganga ESB á hönd. Erfiðara er að skilja afstöðu Vinstri grænna sem hafa í einu og öllu sagt skilið við fyrri skoðanir í þeim efnum. Því miður hafa fáeinir þingmenn úr röðum Sjálf - stæðisflokks og Framsóknar - flokks lýst yfir stuðningi við aðild að ESB. Einn þeirra, þingmaður Suðvestur kjör - dæmis, fullyrti það í ræðustól á Alþingi, að orð eins og sam - vinna, fullveldi og sjálf stæði, hefðu aðra merkingu í dag en áður!!! Það er alvarlegt mál ef þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi leyfa sér að tala svona. Er ekki kominn tími til að losa sig við slíka þingmenn? Íslendingar! Stöndum vörð um fullveldið. Höfnum ESB. Höfundur er fv. flugumferðastjóri. Vinir eða falsvinir? - lítil stoð í norrænni frændsemi Hermann Þórðarson L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.