Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. nóvember 2011
Árið 2005 kom út saga Sparisjóðs
Hafnarfjarðar í 100 ár en spari
sjóðurinn var stofnaður árið 1902 á
grunni Sparisjóðs Álfaneshrepps
sem stofnaður var árið 1875 en þá
náði hrepp urinn yfir Hafnarfjörð,
Garðabæ og Bessastaðahrepp. Það
voru ábyrgir menn sem stóðu að
baki sjóðunum og sést vel á því að
varasjóður fyrri sjóðsins var settur inn í Sparisjóð
Hafnarfjarðar og hafnað var málaleitan um styrk úr
sjóðnum eftir að starfsemin lagðist af. Allir vita hvernig
græðgin felldi Sparisjóð Hafnarfjarðar fljótt eftir útgáfu
bókarinnar og sá sem á eftir kom, Byr sparisjóður fór í
raun sömu leið. Nú er beðið tilskilinna leyfa svo
Íslandsbanki, áður Nýi Glitnir, áður Glitnir, áður
Íslandsbanki sem til varð úr sameiningu Iðnaðarbankans,
Alþýðubankans, Verzlunarbankans og Útvegsbankans,
geti keypt Byr og sameinað hann starfsemi sinni. Verði
að þessu er öruggt að útibúin í Hafnarfirði verði
sameinuð og rýmkast þá í miðbænum sem kaupmenn
vonandi nýta sér. Reyndar er Hafnarfjarðarbær að teygja
sig inn í hluta jarðhæðar Byrs sem hefði getað orðið
verslunarhúsnæði, svo ekki sé minnst á flokksskrifstofur
Vinstri grænna í úrvals verslunarhúsnæði. Sama á við
um félagsheimili Samfylkingarinnar sem líka er í
verslunarhúsnæði og svo ræða fulltrúar þessara flokka
hvernig auka megi verslunarrekstur í miðbænum! Ekki
má heldur gleyma Sjálfstæðisflokknum sem kom sér
fyrir í úrvals verslunarhúsnæði á Norðurbakkanum og
ekki skrýtið að kaupmenn vilji ekki planta sér við hliðina
á rými sem er mannlaust flesta daga.
Sparisjóðurinn var stofnaður til að taka virkan þátt í
eflingu atvinnu og athafnalífs í Hafnarfirði. Það væri
óskandi að ábyrgir menn leiddu uppbyggingu í miðbæ
Hafnarfjarðar með góðum stuðningi hinna nýju banka.
Þá væru þeir ekki eftirbátar Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Guðni Gíslason
Hafnfirska
fréttablaðið
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
leiðarinn
Víðistaðakirkja
Föstudagurinn 18. nóvember
Hádegistónleikar kl. 12:00
Emil Friðfinnsson hornleikari
flytur verk eftir Telemann, Messiaen,
Dukas og Mendelsohn.
Meðleikari: Örn Magnússon
Tónleikar kr. 1.000,- / Tónleikar og súpa kr. 1.500,-
Allur ágóði rennur í orgelsjóð kirkjunnar.
Laugardagurinn 19. nóvember
Kirkjuskóli kl. 11:00
Fjölbreytt og skemmtileg stund
fyrir alla fjöslkylduna.
Sunnudagurinn 20. nóvember
Tónlistarguðsþjónusta
kl. 11:00
Gaflarakórinn syngur
undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur.
Pétur Ásgeirsson frá Gídeonfélaginu
prédikar.
Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson.
www.vidistadakirkja.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Sverrir Einarsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Íslenskar og vistvænar
líkkistur
Jón G. Bjarnason
Hermann Jónasson
Kristín Ingólfsdóttir
Það sem hafa ber í huga
varðandi andlát og útför
Áratuga reynsla
Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson
Útfararþjónusta
Vönduð og
persónuleg
þjónusta
Strandgata 43 · Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is
Sunnudaginn 20. nóvember
Messa kl. 11
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar.
Barbörukórinn syngur við messuna undir stjórn
og undirleik Guðmundar Sigurðssonar kantors.
Molakaffi eftir messu.
Sunnudagaskóli
á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Morgunmessur alla miðvikudaga kl. 08.15
Tíðasöngur alla fimmtudaga kl. 10
www.hafnarfjardarkirkja.is.
Við sendum um allt land, einnig til útlanda
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Bæjarhrauni 26 • Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848 • www.blomabudin.is
Útfararskreytingar
Við leggjum alúð og metnað í okkar vinnu
kransar
altarisvendir
kistuskreytingar
hjörtu
Ástjarnarkirkja
Kirkjuvöllum 1
Sunnudagur 20. nóvember
Léttmessa kl. 11
Prestur sr. Ragnar Gunnarsson
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn
Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Sunnudagaskóli á sama tíma
Föndur - Hressing og samfélag eftir messu.
Bæna- og fyrirbænastund
á miðvikudögum kl. 16.30-17.
www.astjarnarkirkja.is www.frikirkja.is
Fríkirkjan
Sunnudagurinn 20. nóvember
Sunnudagaskólinn kl. 11
Kvöldvaka kl. 20.30
Athugið breyttan tíma!
Bergþór Pálsson
söngvari flytur
hugleiðingu kvöldsins.
Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiðir
sönginn.
Vertu velkomin(n)
í Fríkirkjuna!