Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Side 10

Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Side 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. nóvember 2011 Hafnarfjarðarbær ætlar að leigja út Vesturgötu 8, aðilar sem hafa áhuga að leigja eignina, skulu setja sig í samband við Umhverfis- og fram- kvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar, Fasteignafélag í síma 5855 670. Eignin er á tveimur hæðum alls 138,3 fermetrar, jarðhæð er 86,5 fermetrar og efri hæð er 51,8 fermetrar. Áætlað er að leiga geti hafist í desember 2011. Væntanlegir bjóðendur skulu skila inn tilboðum í leigu á húsnæðinu fyrir kl. 11, þriðjudaginn 29. nóvember. Tilboðum skal skilað að Norðurhellu 2 í lokuðu umslagi merkt: Vesturgata 8 - leiga. Jafnframt skal skila inn upplýsingum um fyrir hug- aða notkun. Hringbraut 16 – Hús fjarlægt Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í Hring- braut 16, Bryndísarsjoppu. Bjóðandi skal fjarlægja húsið af lóðinni ásamt sökklum og plötu. Húsið er 83,2 fermetrar fest á steyptan sökkul og plötu. Væntanlegir bjóðendur skulu fjarlægja húsið af lóðinni og fjarlægja sökkul og plötu af staðnum og koma fyrir á þar til samþykktum stað. Ganga skal snyrtilega frá svæðinu sem húsið er staðsett í dag í samráði við Umhverfis- og framkvæmdarsvið Hafnarfjarðar. Þeir aðilar sem hafa áhuga að fjarlægja húsið við Hringbraut 16, skulu setja sig í samband við Framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar, Fasteigna- félag í síma 5855670. Áætlað er að hægt verði að fjarlægja húsið í desem ber 2011. Væntanlegir bjóðendur skulu skila inn tilboðum í að fjarlægja húsið fyrir kl. 11.30, þriðjudaginn 29. nóvember, tilboðum skal skilað að Norðurhellu 2 í lokuðu umslagi merkt: Hringbraut 16 – hús fjarlægt. Vesturgata 8 – leiga á Húsnæði Um síðustu helgi var haldið Íslandsmeistaramót í skylm­ ingum með höggsverði. Hinn ungi og stórefnilegi skylminga­ maður úr FH, Hilmar Örn Jónsson, sem verður 17 ára í des ember, náði þeim einstaka árangri að verða fjórfaldur Íslands meistari. Hann sigraði í U17, U21 og í opna flokknum auk þess sem hann var í sigur­ liði FH sem sigraði lið Skylm­ ingafélag Reykjavíkur 45­37. Í liði FH ásamt Hilmari voru Gunnar Egill Ágústsson, Guð­ jón Ragnar Brynjarsson og Jón Þór Backman. Annars var árangur FH­ing­ anna þessi: Opinn flokkur: Hilmar Örn Jónsson sigraði Jónas Ásgeir Ásgeirsson úr SFR. Áður hafði Hilmar slegið út félag sinn úr FH Gunnar Egil í undan úrslitum. U21 karlar: Hilmar Örn Jóns­ son sigraði félaga sinn í FH Gunn ar Egil Ágústsson í úrslit­ um. Í þriðja sæti var Jón Þór Back man. U21 kvenna: Í þriðja sætu voru þær Aldís Edda Ingvarsdóttir og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir. U17 karlar: Hilmar sigraði Böðvar Frey Stefnisson SFR í úrslitum. U17 kvenna: Til úrslita áttust þær Vigdís Hafliðadóttir SFR og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir FH en leikar enduðum með sigri Vig­ dísar. Í þriðja sæti var Aldís Edda Ingvarsdóttir FH. U15 karlar: Í þriðja sæti voru þeir félagar úr FH Róbert Elís Villalobos og Ágúst Þór Haf­ steinsson. U15 kvenna: Karitas Marý Bjarnadóttir fékk silfur í þessum flokki. 40+: Guðjón Ingi Gestsson gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum þennan flokk. Liðakeppni: Í liði FH voru þeir Hilmar Örn Jónsson, Gunn ar Egill Ágústsson, Guðjón Ragnar Brynjarsson og Jón Þór Back­ man en þeir sigruðu lið SFR nokkuð örugglega í úrslitum. Einstakur árangur Hilmars Hilmar Örn Jónsson fjórfaldur Íslandsmeistari í skylmingum Hilmar Örn Jónsson, Jón Þór, Gunnar Egill, Guðjón Ragnar og Ragnar Ingi Sigurðsson þjálfari. Hilmar Örn með verðlaunagripina sína. Uppselt var á konukvöld Hauka sem haldið var á Ásvöll­ um þann 22. október síðast­ liðinn. Mikið var um dýrðir enda fagnar félagið 80 ára afmæli á þessu ári. Þema kvöldsins var stofnár félagsins, 1931 og myndaðist mikil stemmning þegar konurn­ ar flykktust á staðinn klæddar upp í anda fjórða áratugarins. Skemmtikraftarnir voru ekki af verri endanum. Villi naglbítur sá um veislustjórn, Tanja og skvísurnar í Hress komu og sýndu snilldartakta í Zumba dansi, Sigga Kling stjórnaði happ drættinu eins og henni einni er lagið og Hreimur stuð­ pinni kom, sá og sigraði. Júlli í Júlla diskó þeytti skífur fram á rauða nótt. „Það er fátt eins skemmtilegt og hressandi eins og hópur af frábærum konum í miklu stuði. Enn og aftur sannast það sem löngum hefur verið vitað að „konur eru konum BESTAR“, segir Guðrún Þórhalla Helga­ dóttir einn forsvarsmanna kvölds ins. Vildi hún fyrir hönd kvennakvöldsnefndarinnar þakka öllum þeim sem aðstoð­ uðu eða styrktu kvöldið á einn eða annan hátt kærlega fyrir. „Stelpur, takk fyrir frábært kvöld sjáumst að ári, Áfram Haukar“, sagði Guðrún að lok­ um. Rífandi stemmning á Konukvöldi Hauka Prúðbúnar og glæsilegar Haukakonurnar. Andi fjórða áratugarins sveif yfir vötnum. Lj ós m .: M at th ía s Á rn i I ng im ar ss on Á Evrópumóti í FitKid Sunna Lind Ingibergsdóttir og Lára Aelsdóttir stóðu sig vel Evrópumóti í FitKid sem haldið var á Ítalíu 29. okt. en þær voru í hópi 4 Íslendinga. Þær kepptu bæði í einstaklingskeppni og parakeppni og lentu í 5. sæti.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.