Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Side 12

Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Side 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. nóvember 2011 8 BITA SUSHI BAKKI FRÁ OSUSHI NÝTT ALLA FIMMTUDAGA, FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Hafnarfjarðarbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Hafnarfjarðarbæ er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur sam kvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu. Eyðublaðið er fyllt út á vef bæjarins www. hafnarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til með 30. nóvember 2011. Félagsþjónusta Hafnarfjarðar Strandgötu 33 220 Hafnarfjörður Styrkir vegna námSkoStnaðar og verkFæra- og tækja- kaupa FatlaðS FólkS Náttúrufræðistofnun Íslands fékk í dag höfðinglega gjöf þegar Hafnfirðingurinn Sigurð­ ur Sig urðar son frá Vatnsdal í Vest manna eyjum, færði Nátt­ úru fræðistofnun Íslands höfð­ ing lega gjöf í síðustu viku. Þetta er útskorið trélistaverk sem kallast Fantasía um komu Hrafna­Flóka Vilgerðarsonar og félaga á Hvaleyri sumarið 870. Sigurður Sigurðarson er húsa­ smíðameistari og skipa smiður en eftir að hann lét af störfum hefur áhugi hans beinst að Íslendingasögum og Land­ námu, auk þess sem hann stund­ ar útskurð. Áhugamálin tvö sameinar hann þegar hann sker sögurnar út í við. Lista verkið sem Sigurður færði Nátt úru­ fræðistofnun Íslands er skorið út í lindartré og sýnir þann atburð í Íslandssögunni þeg ar Flóki Vilgerðarson, Hrafna­Flóki, og félagar hans fundu rekinn búr­ hval á eyri út frá Hafnarfirði, sem síðan hefur verið kölluð Hvaleyri. Í Landnámu segir frá því að Flóki hafi upphaflega haldið af stað frá Noregi vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af. Hann ætlaði að setjast þar að og þess vegna voru með í för fjölskylda hans og frændlið, auk búfénaðar. Af förunautum Flóka eru nefndir þeir Herjólfur, Þórólfur og Faxi. Flóki hafði með sér þrjá hrafna sem hann hafði blótað í Noregi og lét þá vísa sér leið til Íslands. Hann sleppti fyrst einum og flaug sá aftur um stafn í átt til Færeyja, sá næsti flaug í loft upp og aftur til skips en sá þriðji flaug fram um stafn í þá átt sem Flóki og félagar fundu landið. Þeir komu að Horni eystra, síðan sigldu þeir suður og vestur fyrir land og námu land í Vatnsfirði á Barða strönd. Vatnsfjörður mun hafa verið fullur af fiski og ný búarnir stunduðu veiðar svo stíft að ekkert varð úr heyskap og öðrum nauðsynlegum undir­ búningi fyrir íslenskan vetur. Þess vegna drapst allt kvikféð um veturinn. Vorið var heldur kalt og þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá fyrir norðan fjöllin fjörð, líklega Arnarfjörð, fullan af hafís. Því kölluðu þeir landið Ísland sem það hefur síðan heitið. Flóki og fylgdarlið hans ákváðu að fara burt og héldu úr Vatns firði þegar langt var liðið á sumar. Þeir náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes og urðu Flóki og Herjólfur viðskila í mynni Faxaflóa. Herjólfur kom að landi í Herjólfshöfn en Flóki hafði vetursetu í Borgarfirði. Næsta sumar kom Flóki í Hafn­ ar fjörð og þar fundust þeir Herjólf ur. Þá erum við komin að þeim stað í sögunni sem tengir okkur við trélistaverk Sigurðar því á þessum tíma fundu Flóki og félagar hans hvalinn á eyrinni sem þeir kölluðu þá Hvaleyri. Menn hafa leitt að því getum að Herjólfshöfn sé Hvaleyrartjörn en hún var höfnin í Hafnarfirði sem fjörðurinn dregur nafn sitt af. Hrafn einkennismerki Þess má geta að hrafn er ein­ kennismerki Náttúrufræði stofn­ unar Íslands og ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu var með al annars sú að hann er áber andi í íslenskri náttúru og teng ist landnámi Íslands og Hrafna­Flóka. Hafnfirskur hvalur í Garðabæinn Gaf Náttúrufræðistofnun trélistaverk um komu Hrafna-Flóka Sigurður Sigurðarson afhendir Jóni Gunnarri Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands trélistaverkið. Lj ós m .: M ar ía H ar ða rd ót tir Kjötkompaní nýtur vaxandi vinsælda sem gæða kjötverslun og þangað liggur gjarnan leið þeirra sem vilja gera sér glaðan dag í mat. Jón Örn og félagar í Kjötkompaníinu undirbúa nú jólin og bjóða fólki að kom á morgun, föstudag kl. 14­18 að smakka það sem verður í boði fyrir jólin. Þetta ætti að geta verð hjálp fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólum um jólin. Fyrir skömmu fagnaði Kjöt­ kompaní 2 ára afmæli sínu og þá var stöðugur straum ur fólks sem þáði góðgæti í versluninni. Hvað á að hafa í jólamatinn? Kjötkompaní býður fólki að smakka! Enn af fundar­ gerðum „10. 1105361 - Tónlistar- nám, samkomulag Lagt fram bréf frá Jöfnunar­ sjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um framlag sjóðsins til Hafnarfjarðar vegna tón­ listar nema í framahaldsnámi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Niðurstaða fundar:“ Er til of mikils ætlast að upplýst sé um framlagið í fundargerð fræðsluráðs? Er það hlutverk stjórnsýsl­ unnar að fela?Ljós m .: G uð ni G ís la so n Enginn er og gamall til að geta geymt barnið í hjart sér og það sýndu eldri borgarar á skemmtun í Hraunseli. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.