Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Qupperneq 15

Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Qupperneq 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 17. nóvember 2011 Tónlistarhátíð í hafnarfjarðarkirkju Á aðventu – 20. nóvember til 19. desember 2011 © 1 10 11 H ön nu na rh ús ið e hf . L jó sm yn di r: G uð ni G ís la so n, S ig ur jó n P ét ur ss on o g fl. Sunnudagur 20. nóvember Laudate kl. 16 Þekktar kórperlur í flutningi Kvennakórs Öldutúns og Kvennakórs Háskóla Íslands. Stjórnendur eru Brynhildur Auðbjargardóttir og Margrét Bóasdóttir. Miðasala við innganginn. fyrsti sunnudagur í aðventu - 27. nóvember Hátíðarmessa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 Vígsludagur orgela. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarness­ prófastsdæmis, vísiterar söfnuðinn og prédikar. Sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari. Barbörukórinn í Hafnarfirði syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar kantors sem jafnframt leikur á orgel. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syng ­ ur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undir leik Önnu Magnúsdóttur. Sungnir verða aðventu­ sálmar og flutt verða orgelverk. Nú kemur heimsins hjálparráð kl. 14 Hátíðartónleikar Barbörukórsins í Hafnarfirði. Stjórnandi er Guð mund ur Sig urðsson. Flutt verður aðventukantatan „Nun komm der Heiden Heiland“ eft ir Johann Sebastian Bach. Félagar úr Bach­ sveitinni í Skál holti leika und ir forystu Sig urð ar Hall dórs­ sonar selló leikara. Einnig verða flutt kór verk án undirleiks. Aðgangur ókeypis. Þriðjudagur 29. nóvember Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 12.15­12.45 Lenka Mateova, kantor Kópavogskirkju, flytur orgeltónlist á bæði orgel kirkjunnar tengdri aðventu og jólum. Aðgangur ókeypis. annar sunnudagur í aðventu - 4. desember Fjölskyldumessa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 Fluttur verður jólasöngleik­ urinn „Litla stúlkan með eld­ spýturnar“ eftir H. C. Ander­ sen. Yngri og eldri barnakórar syngja. Stjórnandi er Helga Lofts dóttir og píanóleikari er Anna Magnúsdóttir. Allir velkomnir. fimmtudagur 8. desember Jólatónleikar Barna­ og Unglingakóra Hafnarfjarðarkirkju kl. 17.30 Fjölbreytt og fögur jóla­ og aðventutónlist í flutningi glæstra fulltrúa hafn firskr ar æsku. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og píanóleikari er Anna Magnúsdóttir. Aðgangur ókeypis. Þriðji sunnudagur í aðventu - 11. desember Jólavaka við kertaljós kl. 20 Barbörukórinn í Hafnarfirði og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, ásamt hljóðfæraleikurum, flytja fjölbreytta aðventu­ og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Lofts ­ dóttur og Önnu Magnúsdóttur. Prestar kirkj­ unnar, sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jóhannes dóttir, leiða stundina. Ræðumaður er hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Kirkjan myrkv uð í lokin og ljós tendruð á kerti við söng allra í jólasálminum fagra „Heims um ból“. Súkkulaði og piparkökur að stund lokinni. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 17. desember Hátíð í bæ kl. 17 Jólatónleikar á léttum nótum með alvöru í bland. Hjónin Þóra Björnsdóttir og Örvar Már Kristinsson ásamt hjónunum Jóhönnu Ósk Valsdóttur og Bjarti Loga Guðnasyni flytja aðventu­ og jólatónlist við orgel­ og píanóundirleik. Aðgangur ókeypis. Mánudagur 19. desember Mozart við kertaljós kl. 21 Kammersveitin Camerarctica með sína árlegu tónleika í Hafnar fjarðar kirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og kr. 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. Minnt er Á heLgihaLd kirkjunnar uM jóL og ÁraMót Sjá nánar á www.hafnarfjardarkirkja.is og í Fjarðarpóstinum og dagblöðum Umsjón með Tónlistarhátíð í Hafnarfjarðarkirkju hefur Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.