Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 15

Bókbindarinn - 01.03.1960, Blaðsíða 15
LATINNA FELAGA MINNZT f Gísli R. Guðmunds- son Gísli Ragnar Guðmundsson fæddist 20. febrúar 1897 í Gamla Gíslholti í Reykja- vík. Foreldrar: Stefanía Gísladóttir og Guðmundur Bergþórsson. Móður sína missti Gísli þegar hann var 7 ára, ólst hann eftir það upp hjá móðurömmu sinni, Rannveigu Jónsdóttur og var með henni þar til að hún lézt árið 1927, en þau dvöldu á vegum Þorbjargar móðursyst- ur Gísla og manns hennar Erlends Guð- mundssonar, en hann lézt árið 1938. Gísli var elztur fjögurra alsystkina. Þeg- ar hann var tveggja ára tók hann sjúk- dóm, sem hann fékk aldrei fulla bót á og gekk því ekki heill til skógar í þessu lífi. Hann hóf nám í bókbandsiðn 15. maí 1915 og lauk því 15. maí 1919, í Fé- lagsbókbandinu og þar starfaði hann til ársins 1926, en á þeim árum var oft lítil og stopul vinna við bókband og varð Gísli þá, eins og fleiri, að leita sér at- vinnu við önnur störf. Lengst af þeim tíma, sem hann vann ekki við bókband, starfaði hann hjá fyrirtækinu O. John- son & Kaaber. En árið 1942 hóf hann aftur vinnu við bókband í Félagsbók- bandinu og starfaði þar uns yfir lauk. Gísli var ágætur starfsmaður, vand- virkur og samvizkusamur og var honum iðulega falið að binda þær bækur, er sér- lega átti að vanda til. Gísli var vandaður maður í orði og verki og þó að hann væri mjög hlédræg- ur komst hann ekki hjá því að gegna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt, hann átti um mörg ár sæti í trúnaðar- mannaráði Bókbindarafélags íslands og var auk þess trúnaðarmaður félagsins á vinnustað sínum. Þessi störf eins og önn- ur, leysti hann af höndum af mestu trú- mennsku. Arið 1922 var félagsskapur bókbind- ara hér í molum, ef svo mætti segja. Félagið hafði ekki alla starfandi bókbind- ara innan sinna vébanda og nokkur óein- ing ríkti meðal þeirra fáu, sem í félaginu voru; stjórnin hafði hvað eftir annað boð- að til aðalfundar en svo fáir komu að ekki varð fundarfært. Stjórn félagsins tók þá það fangaráð að semja tillögu um að leggja félagið niður. Þessi tillaga gekk svo á milli hinna fáu félagsmanna og skyldu þeir skrifa ,,já“ eða ,,nei“ aftan við nöfn sín. Það var aðeins einn, sem skrifaði ,,nei“ við nafn sitt og það var Gísli R. Guðmundsson, sem þá var að- eins þriggja ára sveinn í iðninni. Eg vil ekki kasta steinum að þeim, lífs eða liðnum, er samþykktu tillöguna, en reynslan varð sú að kjörum bókbindara hrakaði eftir að félagið var lagt niður. Það hefði því verið happasælla að félags- menn hefðu allir skrifað ,,nei“ eins og Gísli gerði. Eg hef getið þessa atviks vegna þess að mér virðist það lýsa vel trygglyndi og stefnufestu Gísla. Það fór ekki mikið fyrir honum, en hann var það sem hann sýndist og vel það.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.